Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ■ Intersport-deildin í körfuknattleik / næstu leikir ■Hópbílabikarinn / Keflavík - Njarðvík NJARÐVÍK-HAUKAR Í kvöld mætast Njarðvík og Haukar í Íþróttahúsinu að Ásvöllum í Inter- sport-deildinni. Njarðvíkingar eru eflaust fullir sjálfstraust eftir frá- bæra frammistöðu í Hópbílabik- arnum um síðustu helgi, en Hauk- arnir eru orðnir að eins konar Grýlu hjá þeim síðustu ár eftir slakt gengi, en nú skal víst verða breyt- ing á samkvæmt Friðriki Ragnars- syni, þjálfara Njarðvíkur. „Leikur- inn leggst bara vel í mig, en hann er svolítið óheppilega tímasettur með tilliti til Bikarleiksins sem er bara tveimur dögum seinna.. En það er langt síðan við unnum þá því þeir eru búnir að vinna okkur í sex leikjum í röð. Við ætlum okkur að breyta því og sættum okkur ekki við neitt annað en sigur!“ GRINDAVÍK-KEFLAVÍK Þessi leikur fer fram á mánudaginn og er næsta víst að bæði lið koma til leiks einsett á sigur. Grindavík er sem stendur í efsta sæti deildarinn- ar og hefur unnið alla sína leiki og Keflavík er fjórum stigum á eftir í þriðja sæti. Bæði liðin urðu fyrir miklum vonbrigðum eftir úrslita- keppni hinna Fjögurra Fræknu í Hópbílabikarnum um síðustu helgi og vilja eflaust rétta sinn hlut. Þrátt fyrir að Keflavík sé að berjast á mörgum vígstöðvum segir Falur Harðarson engu að síður að hans menn séu tilbúnir í leikinn gegn Grindavík. „Við ætlum okkur að vinna þennan leik. Grindvíkingar eru auðvitað með mjög sterkt lið og nú er Helgi Jónas að koma aftur upp eftir meiðsli sem styrkir þeirra hóp mikið, en ef við náum að spila okkar leik er ég ekki hræddur við neitt lið.. En ef við hins vegar hætt- um að spila eins og gegn Njarðvík í síðasta leik verður okkur refsað. Eitt auðveldasta sem maður gerir í lífinu er nefnilega að vera lélegur í íþróttum!“ NJARÐVÍK-KEFLAVÍK 90-83 Njarðvík lagði Keflavík að velli í rafmögnuðum spennuleik með 90 stigum gegn 83 og eru því Hóp- bílabilabikarmeistarar 2003. Njarðvík byrjaði leikinn með mik- lum krafti og komust yfir 10-0. Þá var komið að Keflvíkingum sem hrukku í gang í sókninni og skelltu í lás í vörninni. Þeir rúlluðu yfir þá grænu og leiddu eftir fyrsta fjórðung 19-29. Í öðrum leikhluta hélt lánleysi Njarðvíkur áfram þar sem Keflavíkurvörnin stöðvaði alla sóknartilburði ásamt því að Bradford og Allen áttu fantagóðan leik í sókninni. Staðan í hálfleik var því 35-49 Keflavík í vil og útlitið ekki bjart hjá Njarðvík. Þriðji leikhluti var mun jafnari en hinir fyrri, en Njarðvíkingar virtust staðráðnir í því að hanga í leiknum. Þegar var komið fram í fjórða leikhluta höfðu Keflvíkingar enn góða forystu 59-74 en þá urðu kaflaskil í leiknum. Barátta og sig- urvilji Njarðvíkinga bar þá Keflvíkinga hreinlega ofurliði þar sem Njarðvíkingar tóku 20 af 29 fráköstum í boði í síðasta leikhlu- tanum á sama tíma og aðeins 3 af 19 skotum Keflvíkinga skiluðu sér rétta leið ofan í körfuna. Guð- mundur Jónsson og Halldór Karlsson höfðu komið inná og leiddu endurreisn Njarðvíkur og stuttu síðar misstu Keflvíkingar Allen og Jón Norðdal útaf með 5 villur. Þeir höfðu fram að því verið með bestu mönnum Keflavíkur eins og svo oft áður en án þeirra hrundi leikur liðsfélaga þeirra og Njarðvíkingar gegnu á lagið.. Alls skoraði Guðmundur 15 stig í síð- asta fjórðungi og var sannkölluð hetja sinna manna. Lokamínúturnar voru óbærilega spennandi, en vendipunktur leiksins var þó þegar Brenton varði skot Fals og sendi boltann fram á Guðmund sem breytti stöðunni í 87-83. Eftir mikinn baráttuleik stóðu Njarðvíkingar uppi sem sig- urvegarar.. Guðjón Skúlason var af augljósri ástæðu verulega ósáttur að leiks- lokum. „Við gáfumst bara upp. Svo áttu dómararnir lélegan dag og það er allt í lagi að þeir fái að vita það. Við vorum að spila vel þangað til að þeir tóku af okkur tvo menn, en það var okkur að kenna að spila ekki betur undir restina.“ Friðrik Ragnarsson var í skýjunum að lokinni verðlaunaafhending- unni. „Ég er eiginlega bara orðlaus! Þetta sýnir okkur að það er alltaf hægt að vonast það besta. Ég sagði strákunum í hálfleik að missa þá ekki frá okkur í þriðja leikhluta þannig að við vorum alltaf inni í leiknum.“ Hann jós einnig lofi yfir strákana sem komu af bekknum þ.e. Guðmund, Halldór og Ólaf. „Brandon og Brenton áttu ekki mjög góðan leik, en þá koma strákarnir sterkir inn af bekknum. Svo segja menn að við höfum enga breidd!“ Stigahæstir Njarðvíkur: Guðmundur 23 stig, Brandon 21 stig, Friðrik 17 stig og 14 fráköst og 5 varin skot. Stigahæstir Keflavíkur: Derrick 23 stig og 10 fráköst, Nick 20 stig og Gunnar Einars 17 stig. Keflavík gafst upp fyrir Njarðvík ® Þessi vinur minn á af- mæli þann 27. nóvem- ber. Til ham- ingju með daginn, þín vinkona. Afmæliskveðja Föstudaginn 28. nóvember verð- ur fegurðardrottningin/mamma, Margrét Helga Jó- hannsdóttir fertug. Til hamingju með daginn, pabbi og gríslingarnir. Afmælis- kveðjur VF 48. tbl. 2003 hbb #2 26.11.2003 15:24 Page 26

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.