Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ V I N N U M I Ð L U N Á LY K TA R ➤ M Y N D A R L E G I R K A R L A K Ó R S T Ó N L E I K A R Stórtónleikar í íþróttahúsinu Fjölmenni var á afmælistónleikum Karlakórs Keflavíkur sem haldnir voru um síðustu helgi, en kórinn fagnar 50 ára af- mæli sínu um þessar mundir. Á tónleikunum komu fram, auk Karlakórs Keflavíkur, Karlakórinn Þrestir og Karlakórinn Fóstbræður. Kórarnir sungu allir í sitthvoru lagi, en í lok tónleikanna sungu kórarnir allir saman nokkur lög. Dagskráin var glæsileg og voru gestir ánægðir með tónleikana. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Um 100 nýnemar Fjöl-brautaskóla Suðurnesjasem sækja um skólavist á vorönn verða teknir inn í skólann með þeim fyrirvara að fjárveitingar fáist frá ríkisvald- inu til skólans. Ólafur Arn- björnsson skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir að vísa þyrfti þessum nemendum úr skóla ef fjárveitingar fjárveit- ing fæst ekki. „Við verðum að taka þessa nemendur inn með fyrirvara um að fjárveiting fá- ist frá ríkisvaldinu. Reynslan segir okkur að um 100 nýnem- ar hafa verið að sækja um á vorönn og við búumst við þeim fjölda nú.” Á fundi Svæðisráðs Svæðis- vinnumiðlunar Suðurnesja sem haldinn var 12. nóvember síðast- liðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða varðandi aukna fjárveitingu til Fjölbrauta- skólans. „Í ljósi alvarlegs ástands atvinnu- mála hér á Suðurnesjum og fyrir- ætlana um fækkun starfa hjá varnarliðinu þarf vart að taka það fram hvaða afleiðingar það hefði á vinnumarkaðinn og þar með at- vinnuleysið ef þar á ofan 150- 200 ungmennum af Suðurnesj- um yrði vísað frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja vegna skorts á fjár- veitingum til kennslu. Nú þegar hefur nýnemum sem sótt hafa um á vorönn verið tilkynnt að inntaka þeirra verði háð fjárveit- ingum til kennslu 2004. Í ljósi þessa alvarlega ástands vill svæðisráð ítreka fyrri yfirlýsingu frá því í júlí 2003 og skora á Menntamálaráðuneytið, fjárveit- ingavaldið og Alþingi að tryggja að framlög til skólans séu í sam- ræmi við aðsókn,” segir í ályktun Svæðisráðsins. Verður nýnemum Fjölbrautaskóla Suðurnesja vísað frá á vorönn? Frá og með 1. desemberopnar göngudeildpsoriasis og exem sjúk- linga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Deildin er stað- sett á annarri hæð (eldri byggingu) og er opnunartími frá kl. 08-16 alla virka daga. Fyrr á árinu gaf Suðurnesja- deild SPOEX nýjan ljósaskáp sem gefur bæði A og B geisla. Ásamt því að taka þennan skáp í notkun er ætlunin að bjóða upp faglega ráðgjöf hjá hjúkr- unarfræðingi deildarinnar og í framtíðinni er vonast til að ljósahárgreiða og fóta- og handtæki bætist við. Eftir þjón- ustu þessarri hefur verið lengi beðið og er það von okkar hér á HSS að með þessu verði komið til móts við þarfir psori- asis og exem sjúklinga á Suð- urnesjum. Til að geta hafið meðferð þarf viðkomandi að koma með beiðni frá húðsjúkdómalækni. Starfsfólk Dag- og göngudeildar HSS Reynslusaga Rut Regin-alds söngkonu úr Kefla-vík er komin út, en Rut áritaði bók sína í Pennanum í Keflavík nýverið. Í bókinni seg- ir Rut frá lífshlaupi sínu, en eins og flestir vita var hún ein helsta barnastjarna landsins um margra ára skeið. Margar sögur úr Keflavík eru í bók- inni. „Ég er náttúrulega alin upp í Keflavík og í bókinni eru margar reynslusögur héðan, bæði góðar og svo miður góðar. Mér þykir ofsalega vænt um Keflvíkinga og ber miklar taugar til svæðisins,“ sagði Rut í samtali við Víkurfréttir. Samhliða bókinni hefur verið gefinn út geisladiskur með barnalögunum sem Rut söng hér áður fyrr og segir Rut það vera gott tækifæri fyrir for- eldra að gefa börnunum sínum geisladiskinn um leið og það kaupir bókina. Rut áritaði í Bókabúðinni Göngudeild psoriasis og exem sjúklinga opnar á HSS Handverkshúsið SjólistVíkurbraut 1 Grinda-vík hefur verið starf- rækt í 2 ár um þessar mundir. Rúmlega 30 efnilegar hand- verkskonur eiga um 4000 vinnustundir að baki í húsinu. Aðal viðfangsefnið hefur verið handmótað keramik þar sem hver og ein hefur skapað sitt eigið form og stíl. Vegna fjölda áskoranna hefur verið hönnuð vönduð bjalla í fallegri gjafaöskju og viljum við nefna hana Grindavíkurbjallan 2003 og hefur hver og ein sitt númer. Þar sem takmarkað upplag er til viljum við benda fólki að sækja ósóttar pantanir. Opnunartímar í Sjólist eru fimmtudaga til laugardags frá kl 2 til 6 Verið velkomin, Sjólistarkonur. GRINDAVÍKUR- BJALLAN Í SJÓLIST VF 48. tbl. 2003 hbbx 26.11.2003 13:55 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.