Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 27.11.2003, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 27. NÓVEMBER 2003 I 17 A lvarlegt umferðarslysvarð á Strandarheiði áReykjanesbraut á sjö- unda tímanum á sunnudags- morgun. Tilkynnt var um slys- ið kl. 06:37. Tvær bifreiðar lentu í hörðum árekstri þegar þeim var ekið framan á hvora aðra. Svo virðist sem önnur bifreiðin hafi farið yfir á öfug- an vegarhelming. Fjórir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. Þrír útlendingar voru í öðrum bílnum en Íslendingur í hinum. Ekki er hægt á þessari stundu að segja hversu alvarleg meiðsl eru. Einn hinna slösuðu var án meðvitundar þegar tilkynnt var um slysið, en var kominn til meðvitundar að nýju áður en tókst að losa hann úr bílflakinu. Fimm sjúkrabifreiðar og tveir tækjabílar slökkviliðs voru sendir á staðinn, auk alls tiltæks lög- regluliðs. Þrjár sjúkrabifreiðar komu frá Brunavörnum Suður- nesja, einn sjúkrabíll úr Grinda- vík og annar úr Hafnarfirði. Þá fór tækjabíll með klippur úr Keflavík og einnig tækjabifreið úr Hafnarfirði. Talsverðan tíma tók að ná öku- manni annarrar bifreiðarinnar úr bílflakinu, en beita þurfti klipp- um á bílinn. Talsverður vindur var á slysstað og mikil rigning. Þarna standa yfir framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar og eru háir moldarhólar í vegarkantinum. Sviptivindar myndast við hólana og staðfesti lögreglumaður á vettvangi að lögreglan hafi fund- ið fyrir sviptivindunum skömmu áður. Lögreglubifreið var staðsett skammt frá slysstað þegar til- kynnt var um umferðarslysið. Fjórir á sjúkrahús eftir alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut VF 48. tbl. 2003 hbb 26.11.2003 14:48 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.