Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 1
Eitthvað fyrir alla um jólin! S T Æ R S T A V I K U L E G A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Aðsetur: Grundarvegi 23 • 2. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími: 421 0000 • www.vf.is • Fréttavakt: 898 2222 Inn á öll heimili á Suðurnesjum í hverri viku. Öflugasti auglýsingamiðill Suðurnesja. 50. tölublað • 24. árgangur Fimmtudagurinn 1 1. desember 2003 T illaga um að hlutur ríkisins í Hitaveitu Suður-nesja yrði seldur og andvirðið notað til at-vinnuuppbyggingar á Suðurnesjum var felld á Alþingi í síðustu viku. Minnihluti Fjárlaganefndar lagði tillöguna fram við afgreiðslu fjárlaga. Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við að tillagan hafi verið felld. „Mér þótti það af- skaplega slæmt að tillagan yrði felld og mér fannst rök iðnaðarráðherra vera heldur rýr í umræðu um fjárlögin því bæði voru hlutir ríkisins í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki og Kísilgúrverksmiðjunni við Mývatn seldir og andvirðinu varið til atvinnuuppbyggingar á þeim svæðum. Við sjáum það fyrir okkur að andvirði hlutar ríkisins í Hitaveitunni verði sett í sérstakan sjóð sem veitt verður úr og sem muni ávaxta sig. Ég er veru- lega hissa á því að tillagan var felld, enda skilst mér að Framsóknarmenn í Suðurkjördæmi hafi samþykkt til- lögu sem er í meginatriðum eins.“ Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins seg- ir að skort hafi á samstöðu þingmanna í Suðurkjör- dæmi í málinu. „Framsóknarmenn samþykktu á kjör- dæmaþingi fyrir mánuði síðan að skoðaðir yrðu mögu- leikarnir á sölu hlutar ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og að andvirðið yrði notað til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Við vorum byrjaðir að vinna í málinu og óskuðum eftir því að Samfylkingin drægi tillöguna til baka en það var ekki vilji til þess. Fyrir vikið verður upp mikið brattari brekku að fara. Menn hrista 3 millj- arða ekkert fram úr erminni. Við munu halda áfram þeirri vinnu sem við hófum og trúum því að árangur náist í þessu máli.“ Tillaga um sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja: Ríkið vill ekki selja hlutinn í Hitaveitunni Jólasveinar bruna um bæinn á brunabíl! Ví ku rfr ét ta m yn d: H ilm ar B ra gi B ár ða rs on VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:51 Page 1

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.