Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 16
Í frétt Morgunblaðsins í síð-ustu viku er fjallað um aðvegafé verði lækkað um 1,5
milljarða króna í fjárlögum
næsta árs. Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra segir í sam-
tali við Morgunblaðið að lækk-
un fjárveitinga í Norðaustur,-
Norðvestur- og Suðurkjör-
dæmi nemi um 300 milljónum
króna í hverju kjördæmi.
Samgöngu-
ráðherra sagði aðspurður um
áhrif á einstakar framkvæmdir að
ekkert yrði hróflað við tvöföldun
Reykjanesbrautar. Steinþór Jóns-
son forsvarsmaður áhugahóps
um örugga Reykjanesbraut undr-
ast ummæli samgönguráðherra
og lítur þannig á að um einhvern
misskilningi hljóti
að vera að ræða. „Það er ekkert
fé bundið í Reykjanesbraut á
næsta ári og því undrast ég um-
mæli ráðherra um að ekki verði
hróflað við tvöfölduninni.
Hvernig er hægt að segja að ekki
verði skorið niður fjármagn sem
er ekki til staðar. Hönnun á síð-
asta áfanga tvöföldunar er þegar
lokið og ekkert því til fyrirstöðu
að hefja framkvæmdir og klára
þær. Það hlýtur að vera kominn
tími til að þingmenn svæðisins
hittist og tali saman og stjórnvöld
verði krafin svara um framhald-
ið,“ sagði Steinþór í samtali við
Víkurfréttir.
16 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
➤ T V Ö F Ö L D U N R E Y K J A N E S B R A U TA R
Jón Gunnarsson þingmaður
Samfylkingarinnar
Hvað finnst þér að ætti að gera?
Það liggur ekkert fyrir og engir
fjármunir til að flýta þessu eitt
eða neitt. Það er verið að tala um
að breikkun brautarinnar ljúki
árið 2014.
Nú hefur áhugahópur um örugga
Reykjanesbraut komið fram með
þá staðreynd að einn einstakling-
ur látist með rúmlega þriggja
mánaða millibili. Hvað finnst þér
um þá staðreynd?
Mér finnst engin spurning úr því
menn byrjuðu á þessu að það eigi
að ljúka breikkun brautarinnar.
Það eru allir sammála um að það
þurfi að gera og ég sé ekki til-
ganginn með því að fresta þessu.
Ætlar þú, sem þingmaður Suður-
kjördæmis, beita þér eitthvað í
þessu máli?
Ég mun örugglega gera það.
Muntu ræða við samgönguráð-
herra eða þingmannahóp Suður-
nesja?
Ég vona allavega að þingmanna-
hópurinn sé allur tilbúinn til að
ýta á eftir þessu. Ég mun áfram
ýta á eftir málinu.
Hjálmar Árnason þingmaður
Framsóknarflokksins
Hvernig líst þér á stöðuna eins
og hún er í dag?
Ég er ánægður með það sem gert
hefur verið. Það hefur náðst mik-
ill áfangasigur sem var ekki
átakalaus og trúi því að við mun-
um halda áfram að vinna slíka
sigra.
Er samstaða þingmannahóps
Suðurnesja sterk í þessu máli?
Ef ekki er samstaða innan þing-
mannahópsins þá er málið dautt.
Í öllum stærri verkefnum þá
verður þingmannahópurinn að
snúa bökum saman og ég trúi
ekki öðru en að slík samstaða sé
fyrir hendi.
Á 99 daga fresti lætur einstak-
lingur lífið á Reykjanesbraut.
Áttaðir þú þig á þessum tölum?
Já þetta eru tölur sem við höfum
farið vel yfir og í úttektum vega-
gerðarinnar kom í ljós að
Reykjanesbrautin í þriðja sæti
hvað varðar áhættu, á eftir Vest-
urlandsvegi og Suðurlandsvegi.
Það breytir samt ekki þeirri stað-
reynd að eitt dauðaslys er einu
dauðaslysi of mikið. Umferð á
bara eftir að vaxa á Reykjanes-
braut, m.a. vegna aukinnar ferða-
þjónustu.
Munt þú beita þér í þessu máli á
næstunni?
Ég held áfram að vinna í þessu
máli eins og ég hef verið að gera
og engan bilbug að finna á mér í
því.
Grétar Mar Jónsson varaþing-
maður Frjálslynda flokksins
Hvernig líst þér á stöðu mála í
sambandi við tvöföldun Reykja-
nesbrautarinnar?
Það er mikið atriði fyrir okkur að
fá flýtiframkvæmd á tvöföldun
Reykjansbrautar.
Margir þingmenn tala um að
samstaða þingmannahópsins
skipti miklu máli. Telurðu þessa
samstöðu vera til staðar í mál-
inu?
Ég get ekki ímyndað mér annað
en auðvitað kemur að því að for-
gangsraða peningum. Ég segi
fyrir mig og tel að það eigi að
setja fjármagn í tvöföldunina
strax til að halda áfram.
Á 99 daga fresti lætur einstak-
lingur lífið á Reykjanesbraut.
Áttaðir þú þig á þessum tölum?
Já maður áttar sig á þessum töl-
um. Þegar ég var í Stýrimanna-
skólanum keyrði ég brautina á
hverjum degi, í öllum veðrum og
ég veit hvaða hættu er um að
ræða.
Munt þú sem þingmaður Suður-
kjördæmis beita þér í málinu?
Ég mun gera það sem ég get og
vekja athygli á þessu. Við erum í
minnihluta sem stendur, en á
meðan við erum í minnihluta
getum við lítið annað gert en
bent á að það sé nauðsynlegt að
gera þetta.
VIÐBRÖGÐ ÞINGMA
NNA
Tvöföldun Reykjanesbrautar verður á meðal forgangs-verkefna endurskoðaðrar samgönguáætlunar að sögnSturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
Samgönguráðherra segir að í ráðherratíð sinni hafi tvöföldun
Reykjanesbrautar hafist og að sá áfangi sem nú er unnið að hafi
gengið vel og sé á undan áætlun. „Framvinda verksins mun síðan
ráðast af fjárveitingum sem við munum veita til vegamála. Það
liggur fyrir hvað verður gert á næsta ári. Nú er unnið að endur-
skoðun á samgönguáætlun og þar vil ég minna á að tvöföldun
Reykjanesbrautar er á meðal forgangsverkefna. Þetta er það eina
sem ég vil segja um málið á þessu stigi,“ sagði Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra í samtali við Víkurfréttir.
Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri sagði í samtali við Víkurfréttir
að endurskoðun samgönguáætlunar færi fram á Alþingi næsta
vetur, þ.e. eftir ár. Slík endurskoðun fer fram á tveggja ára fresti.
Það er því ljóst að miðað við þessi ummæli samgönguráðherra og
vegamálastjóra að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar
munu stöðvast.
Tvöföldun brautarinnar stöðvast
Undrandi á ummælum ráðherra
Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut:
VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 15:23 Page 16