Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Aðalfundur Sjálfstæðis-félagsins í Keflavík varhaldinn 26. nóvember
síðastliðinn. Á dagskrá fundar-
ins voru hefðbundin aðalfund-
arstörf en alþingismennirnir
Guðjón Hjörleifsson og Kjart-
an Ólafsson voru sérstakir
heiðursgestir.
Viktor B. Kjartansson tölvunar-
fræðingur var kjörinn formaður.
Viktor var varabæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Keflavík
og varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi.
Einnig var Viktor fyrsti formaður
Heimis ungra sjálfstæðismanna
þegar félögin í Keflavík og
Njarðvík sameinuðust í eitt félag
1994. Aðrir í stjórn voru kjörnir
Sigurður Garðarsson, Ottó Jörg-
ensen, Svanlaug Jónsdóttir, Hall-
dór Björnsson, Jón Axelsson og
Magnea Guðmundsdóttir.
Málefnalegar umræður voru um
atvinnu- og menntamálum og
sátu þingmenn fyrir svörum
fundarmanna.
B lómaval og Kiwanis-klúbburinn Keilir hafanáð samkomulagi
varðandi jólatrjásölu. Keilir
mun kaupa tré af Blómavali.
Þess í stað mun Blómaval vísa
viðskiptavinum á jólatrjásölu
Keilismanna.
Eins og kunnugt er hafa
Kiwanismenn selt jólatré í
Reykjanesbæ mörg undanfarin
ár og ágóði sölunnar runnið til
líknarmála. Blómaval vill með
samkomulaginu koma til móts
við Keilismenn og þann tilgang
sem salan hefur á þeirra veg-
um. Að sögn Keilismanna meta
þeir mikils þetta framtak
Blómavalsmanna.
Lestrarátakið heldur áfram í Reykjanesbæ. Á þriðjudag las Auður Guðvinsdóttir forstöðumaður Dvalarheimilisins Hlé-
vangs fyrir vistmenn á Dagdvöl aldraðra við Suðurgötu. Auður las úr bókinni Lífsgleði eftir Þóri S. Guðbergsson, en kafl-
inn sem Auður las ber nafnið Eitt hundrað ár á milli vina. Dagdvöl aldraðra skorar næst á Kaffitár og mun Inga Lóa
Guðmundsdóttir lesa fyrir starfsmenn Kaffitárs nk. þriðjudag.
Viktor Kjartansson kjörinn for-
maður Sjálfstæðismanna í Keflavík
➤ S T J Ó R N M Á L
➤ L E S T R A R ÁTA K I Ð Í R E Y K J A N E S B Æ H E L D U R Á F R A M
Hlévangur las fyrir Dagdvöl aldraðra
J Ó L AT R J Á S A L A
Blómaval og Keilir semja
Jólamarkaður lista- oghandverksfólks verðurhaldinn í göngugötunni í
Kjarna á aðventunni. Jóla-
markaðurinn verður opinn
föstudaginn 12. desember þar
sem boðið verður upp á fjöl-
breytt úrval handgerðra muna.
Mikil gróska er í starfi lista- og
handverksfólks á Reykjanesi
og nokkuð víst að hægt verður
að versla fjölbreyttar jólagjaf-
ir. Kökubasar verður á staðn-
um og margt fleira.
Jólabasar
í Kjarna
Jólablaðið er í næstu viku.
Ert þú búinn að panta auglýsingapláss
eða senda jólakveðju?
Opið hjá Víkurfréttum á laugardaginn.
Síminn er 421 0000
Ví
ku
rfr
ét
ta
m
yn
d:
Jó
ha
nn
es
K
r. K
ris
tjá
ns
so
n
Ví
ku
rfr
ét
ta
m
yn
d:
Jó
ha
nn
es
K
r. K
ris
tjá
ns
so
n
Auður Guðvinsdóttir við bóklesturinn á þriðjudaginn.
Dansað kringum jólatré í Njarðvík.
VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:39 Page 26