Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 42

Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 42
42 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! NJARÐVÍK-SNÆFELL Njarðvík vann stórsigur á Snæ- felli á fimmtudaginn 105-68. Njarðvíkingar höfðu forystu í hálfleik en gerðu endanlega út um leikinn á fyrstu fimm mínút- um þriðja leikhluta. Brenton Birmingham virðist vera búinn að finna sig eftir að hafa strítt við meiðsli í byrjun vetrar og átti stórleik. „Brenton var al- veg ótrúlegur í kvöld og var lang- besti maðurinn á vellinum“, sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur, í leikslok. „Annars var þetta bara framhald af því sem við höfum verið að gera að undanförnu og við spiluðum leikinn mjög vel.“ Hann lýsti ein- nig yfir ánægju sinni með ungu strákana sem fengu tækifæri til að sanna sig þegar sigurinn var í höfn. Brenton var stigahæstur Njarð- víkinga með 29 stig og þar af hitti hann úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Þar á eftir kom Brandon Woudstra með 21 stig og hann tók líka 12 fráköst, Frið- rik Stefánsson skoraði 14 stig og tók 10 fráköst og Páll Kristinsson skoraði 14 einnig stig. Stigahæstur Snæfellinga var Dondrell Whitmore sem skoraði 16 stig, Corey Dickerson skoraði 14 og Sigurður Þorvaldsson 13. HAMAR-GRINDAVÍK Grindavík vann góðan útisigur á Hamri á fimmtudaginn sem tap- aði með því sínum fyrsta heima- leik í vetur. Lokastaðan var 79- 87. Grindvíkingar leiddu framan af en Hamarsmenn komust aftur inn í leikinn í síðari hálfleik og komust yfir á tímabili. Grindvík- ingar náðu þó aftur undirtökun- um og héldu órofinni sigurgöngu sinni í deildinni áfram. Friðrik Ingi, þjálfari Grindavíkur, var ekki alveg sáttur við leik sinna manna en var þó ánægður með stigin tvö. „Við unnum, en þetta var ekki fallegur sigur hjá okkur. Við vorum ekki að spila mjög vel heilt yf ir en áttum nokkra góða kafla sem tryggðu sigurinn. Gamli maðurinn [Guð- mundur Bragason] var okkur dýrmætur í kvöld og hélt okkur á floti á tímabili.“ Darrel Lewis var stigahæstur Grindvíkinga með 21 stig, Guð- mundur Bragason skoraði 18 og Helgi Jónas skoraði 15 stig og gaf 8 stoðsendingar. Chris Dade var stigahæstur Hamarsmanna með 19 stig. Grindvíkingar eru enn efstir í deildinni og ósigraðir eftir 9 um- ferðir en Njarðvík fylgir í humátt á eftir og er í öðru sæti en Snæfell er í því þriðja. Keflavík getur komist upp fyrir Snæfell ef þeir sigra KR á morgun. KEFLAVÍK-KR Keflavík vann öruggan heimasig- ur á KR eftir tilþrifalítinn leik á föstudaginn. Lokastaðan var 103-80 eftir að heimamenn höfðu leitt allan leikinn. Leikur- inn var lítið fyrir augað en engu að síður var sorglegt að sjá hver- su fáir mættu til að styðja sína menn. Liggur nærri að fleiri hafi verið niðri á parketinu en uppi í stúku. Falur Harðarson var sáttur við stigin tvö en játaði að hans menn hefðu ekki verið að spila sinn besta leik. „Þetta var nokkuð ör- uggt. Svo gátum við spilað á öll- um í kvöld og hvílt menn fyrir komandi átök.“ Stigahæstur Keflvíkinga var Derrick Allen með 26 stig, 11 fráköst og 4 varin skot. Þar á eftir kom Bradford með 19 stig og Falur með 14. Chris Woods var stigahæstur KR-inga með 19 stig og Skarp- héðinn Ingason og Jesper Sören- sen skoruðu 13 stig hvor. ÞÓR-KEFLAVÍK Keflavík sótti Þór Þorlákshöfn heim á sunnudaginn og sigraði 72-98. Keflavík stendur í strön- gu um þessar mundir þar sem þeir þurfa að spila fjölmarga leiki í öllum keppnum, en þeir virðast halda dampi þar sem þeir lögðu KR á föstudaginn. En á miðviku- daginn mun reyna verulega á þá þar sem Toulon kemur í heim- sókn í Evrópukeppni bikarhafa. Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks og má segja að þeir hafi klárað dæmið í fyrsta leikhluta þegar þeir náðu 14 stiga forystu 17-31. Þórsarar héldu í við gest- ina í næsta leikhluta en í seinni hálfleik gerðu Keflvíkingar end- anlega út um leikinn og unnu ör- uggan sigur. Greinilegt var að Keflvíkingar voru með Evrópuleikinn á mið- vikudag í huga í kvöld vegna þess að allir leikmenn fengu að spila nóg og komu ungu strák- arnir vel út. Enginn lék þó betur en fyrirliðinn Gunnar Einarsson í kvöld þar sem hann skoraði 19 stig þrátt fyrir að hafa einungis leikið hálfan leikinn. Hann hitti m.a. úr 5 af 7 þriggja stiga skot- um sínum. Nick Bradford kom honum næstur í stigaskori með 17 stig og þar á eftir komu Arnar Freyr og Davíð Þór sem stimpl- uðu sig rækilega inn í leikinn með 14 stig og 12 stig og nýttu sér aldeilis tækifærið sem þeim gafst í kvöld. Leon Brisport átti góðan leik í liði heimamanna og skoraði 20 stig og tók 16 fráköst. Raymond Robins kom næstur með 17 stig. Að leik loknum eru Keflvíkingar jafnir Njarðvíkingum í öðru sæti með 14 stig, en Njarðvík á leik til góða. Grindavík leiðir sem fyrr með fullt hús, 18 stig eftir 9 leiki. Jóhann B. Guðmunds-son, atvinnumaður íknattspyrnu, æfir þessa dagana með sínu gamla liði Keflavík. Jóhann er laus allra mála hjá Lyn í Noregi þar sem hann hefur spilað síðustu þrjú ár og er að leita fyrir sér erlendis að nýju liði. Hann fer m.a. til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Örgryte í næsta mánuði. Hann hefur lýst því yfir að hann sé ekki á leiðinni heim til að spila, en segir við Morgun- blaðið: „Ég hef ekki hugleitt það að ráði að snúa aftur til Ís- lands, en ef það gerist yrði mitt fyrsta félag, Keflavík, að sjálf- sögðu ofarlega á blaði.“ Að auki má minnast á það að Morten Olesen, danski mark- vörðurinn sem var til reynslu hjá Keflvíkingum í síðustu viku, stóð sig vel á þeim stutta tíma sem hann hafði, en for- ráðamenn Keflavíkur fara sér þó í engu óðslega og hyggjast gefa sér góðan tíma til að taka ákvörðun um framhaldið og líta aðeins betur í kringum sig. ÍS-KEFLAVÍK ÍS lagði Keflavík á mánudaginn í 1. deild kvenna í körfuknattleik, 68:56. Keflvíkingar mættu til Reykjavíkur með vængbrotið lið þar sem vantaði Erlu Þorsteins, Birnu Valgarðs og Kristínu Blön- dal, og munar aldeilis um minna. Staðan í leikhléi var 35:25 eftir jafnan leik lengst af, en Alda Leif Jónsdóttir skoraði síðustu 10 stig hálfleiksins og kom ÍS í góða stöðu fyrir þann seinni. Þar náðu ÍS allt upp í 22 stiga forystu, en að Keflavík náði að klóra í bakk- ann fyrir leikslok. Alda Leif Jónsdóttir var stiga- hæst í liði Stúdína og skoraði 27 stig og Stella Rún Kristjánsdóttir kom næst með 21 stig. Alls skor- aði ÍS 13 þriggja stiga körfur í leiknum. Í liði Keflavíkur var Anna María Sveinsdóttir stigahæst með 18 stig, þar af 16 í þeim síðari. Bryndís Guðmundsdóttir var næst henni með 13 stig. NJARÐVÍK-KR KR-stúlkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Njarðvíkinga í Ljóna- gryfjunni í gærkvöldi 72-80. Segja má að KR hafi gert út um leikinn í fyrsta leikhluta þar sem þær skoruðu 29 stig gegn 18 stig- um heimastúlkna, en Njarðvík náði aldrei að vinna þann mun upp. Andrea Gaines átti enn einn stór- leikinn fyrir Njarðvík og skoraði 30 stig og tók 17 fráköst, Auður Jónsdóttir skoraði 14 og Guðrún Karlsdóttir skoraði 12. Katie Wolf virðist vera að smella æ betur að leik KR og skoraði 23 stig og tók 9 fráköst, en Hildur Sigurðardóttir var engu að síður besti leikmaður kvöldsins og náði þrefaldri tvennu, 19 stig, 18 fráköst og 10 stoðsendingar. Hún fyllti raunar í ferfalda tvennu því hún tapaði boltanum 11 sinnum að auki, en hún telur það varla með. Tinna Sigmundsdóttir átti líka góðan leik og gerði 13 stig. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 10 stig hvort. GRINDAVÍK-ÍR Grindavík vann sinn annan leik í deildinni í vetur þegar þær unnu góðan heimasigur á ÍR á laugar- dag. Lokatölur voru 58-47 eftir að heimastúlkur höfðu unnið upp 8 stiga forskot sem ÍR hafði í hálfleik. Stigahæstar Grindvíkinga voru Sólveig Gunnlaugsdóttir, sem skoraði 14 stig og Sandra Guð- laugsdóttir, sem setti 11. Enn einn stórleikur Eplunus Brooks dugði ÍR ekki til sigurs í kvöld en hún var með 17 stig og 18 frá- köst. KEFLAVÍK-NJARÐVÍK Á laugardaginn fer fram einn af stórleikjum ársins í kvennakörf- unni þegar Keflavík og Njarðvík mætast. Síðast þegar liðin mætt- ust hafði Keflavík öruggan sigur í Ljónagryfjunni og það er næsta víst að leikurinn í Keflavík verð- ur Njarðvíkurstúlkum síst auð- veldari. Keflvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar og Njarðvík fylgir þar á eftir. Jón Júlíus Árnason hjá Njarðvík fer ekki í neinar grafgötur með að sigur verður torsóttur til Keflavíkur. „Þær kunna körfu í Keflavík og hafa bæði reyndar stelpur sem og ungar og efnileg- ar. Við höfum hingað til ekki rið- ið feitum hesti frá viðureignum okkar á þeirra heimavelli, en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Við munum koma til þessa leiks til að vinna hann.“ Hjörtur Harðarson segist vera farinn að hlakka til hörkuleiks. „Njarðvíkingar eru bara tveimur stigum á eftir okkur og mæta dýrvitlausar til leiks. Við vorum ekki að standa okkur nógu vel í síðasta leik þar sem vantaði nokkrar stelpur en þær eiga að vera komnar í stand á laugardag. Við verðum bara að koma rétt stemmdar í leikinn.“ KR-GRINDAVÍK Grindvíkingar hafa ekki komið vel út úr viðureignum sínum við KR í vetur og verða að taka sig á ef þær ætla að sækja sigur í DHL-Höllina á laugardag. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grinda- víkur, leggur mikla áherslu á þennan leik. „Ef við töpum þess- um leik er orðið erfitt að ná þeim að stigum og komast í úrslita- keppnina. Annars hafa stelpurnar verið að bæta sig að undanförnu og vörnin var mjög góð í síðasta leik. Þær verða bara að mæta til- búnar og grimmar til leiks.“ ■ Intersport-deildin í körfuknattleik / síðustu leikir SUÐURNESJASIGRAR GRANNASLAGUR■Kvennakarfa JÓI B. ÆFIR MEÐ KEFLAVÍK sportið ÍS-inn stóð í Keflavík Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712 Ví ku rfr ét ta m yn d: Jó ha nn es K r. K ris tjá ns so n VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:46 Page 42

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.