Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 18
18 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Ámorgun, föstudaginn12. desember stendurTónlistarskóli Reykja- nesbæjar fyrir jólatónleikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju og hefjast þeir kl.19.30. Á tón- leikunum koma fram Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar- yngri og eldri sveit, sönghópur úr söngdeildinni og samspils- hópar, m.a. gítarsamspil. Einnig munu nemendur í tónheyrn flytja takt-tónverk. Mikil gróska er í hljómsveita- og öðru samspils- og sam- söngsstarfi í skólanum og er töluverð áhersla lögð á þann þátt tónlistarnámsins. Nokkur fjölgun hefur orðið í strengjadeild skólans í vetur, t.a.m. hefur sellónemendum fjölgað nokkuð auk þess sem nokkrir nemendur hófu nám á kontrabassa í haust. Þessi fjölg- un nemenda á stærri strengja- hljóðfærin er liður í markmið- um skólans varðandi uppbygg- ingu strengjadeildarinnar og er það von skólans að nemendum á þessi hljóðfæri fjölgi jafnt og þétt. Efnisskrá tónleikanna í Ytri- Njarðvíkurkirkju á morgun verður mjög fjölbreytt og að sjálfsögðu eru tónleikarnir öll- um opnir og aðgangur ókeypis. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Jólatónleikar strengjasveitar, söng- og samspilshópa Ví ku rfr ét ta m yn d: Jó ha nn es K r. K ris tjá ns so n Dorrit Moussaief forseta-frú keypti listaverk eftirFríðu Rögnvaldsdóttur myndlistarkonu á jólasýningu Norræna hússins sem nú stendur yfir. Verkið sem for- setafrúin keypti er skúlptúr sem heitir Vasi á vegg. Fríða sagði í samtali við Víkurfréttir að hún væri í sjöunda himni. „Auðvitað er það mikill heiður að forsetafrúin kaupi verk af mér. Ég er stolt af því.“ Fríða og Magdalena S. Þórisdótt- ir sýna á jólasýningu Norræna hússins sem opnaði 21. nóvem- ber. Fríða sýnir lágmyndir í stey- pu og striga og Magdalena sýnir te og espresso hettur úr lopa, út- saumað úr silki og perlum. Í norræna húsinu mun ríkja sann- kölluð jólastemning og verður boðið upp á glögg og nýbakaðar smákökur. Jólasýningin er sölu- sýning og eru fjölmargir lista- menn sem bjóða handverk sitt til sölu. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-17 og stendur til 21. desember. Forsetafrúin keypti listaverk eftir Fríðu Listaverkið Vasi á vegg sem forsetafrúin keypti á jólasýningu Norræna hússins, en listaverkið er eftir Fríðu Rögnvaldsdóttur listakonu í Reykjanesbæ. Listaverk Magdalenu S. Þórisdóttur á sýningunni í Norræna húsinu. VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 15:22 Page 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.