Víkurfréttir - 11.12.2003, Page 4
Ákvörðun um byggingu Stál-
pípuverksmiðju í Helguvík mun
liggja fyrir innan fjögurra vikna
að sögn Barry Bernstein aðaleig-
anda International Pipe and tube.
Forsvarsmenn fyrirtækisins skoð-
uðu framkvæmdir í Helguvík á
þriðjudag og ræddu einnig við
forystumenn íslenskra banka um
hugsanlega aðkomu þeirra að
fjármögnun vegna byggingar
verksmiðju fyrirtækisins í Helgu-
vík.
Barry Bernstein sagði í samtali
við Víkurfréttir að hann væri
mjög bjartsýnn á að stálpípu-
verksmiðjan yrði reist í Helgu-
vík. „Framkvæmdir ganga vel
hér og ég verð að segja að Ís-
lenskir Aðalverktakar hafa unnið
mjög gott starf hérna á svæðinu,”
sagði Bernstein. Aðspurður um
aðkomu íslenskra banka að fjár-
mögnun verkefnisins sagðist
hann vilja fá þá að verkefninu.
„Við höfum átt árangursríka
fundi með íslenskum banka-
mönnum og við viljum sjá ís-
lenska banka taka þátt í fjár-
mögnun verksmiðjunnar. Við
erum einnig í samstarf i við
banka í Evrópu og þeir vilja ein-
nig sjá íslenska banka koma að
verkefninu.”
Bernstein segir að samstarfið við
Reykjanesbæ hafi verið með ein-
dæmum gott. „Við höfum átt
mjög gott samstarf við bæjaryfir-
völd sem hafa unnið vel að þessu
verkefni. Til samanburðar yrði
mun erfiðara að eiga við stjórn-
völd í Bandaríkjunum varðandi
byggingu á slíkri verksmiðju,”
sagði Barry Bernstein en hann
fór af landi brott í gær.
Árni Sigfússon bæjarstjóri
Reykjanesbæjar sagðist ánægður
að heyra að íslenskir bankar
kæmu til greina sem fjármögn-
unaraðilar verkefnisins. „Við-
skiptaáætlun fyrirtækisins gefur
tilefni til að íslenskum bönkum
þyki það fýsilegur kostur að taka
þátt í fjármögnun verkefnisins.
Það er einnig mjög ánægjulegt að
íslenskt bankaumhverfi geti tekið
þátt í slíkum verkefnum, en fyrir
ári síðan hefði það verið óhugs-
andi vegna vaxtakjara.”
Árni segist vera hóflega bjart-
sýnn á að verksmiðjan rísi í
Helguvík. „Ég hef alltaf verið
hóflega bjartsýnn og held því
áfram. Ég fagna ekki fyrr en búið
er að skrifa undir,” sagði Árni í
samtali við Víkurfréttir.
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Jólablaðið 2003
kemur út í næstu viku.
Auglýsingadeildin
opin á laugardag kl. 11-15.
Síminn er 421 0000
➤ S TÁ L P Í P U V E R K S M I Ð J A Í H E L G U V Í K
Ákvörðun tekin á
næstu fjórum vikum
-aðaleigandi fyrirtækisins mjög bjartsýnn
Auglýsingasíminn
421 0000
ÞARFTU AÐ
AUGLÝSA?
Forsvarsmenn IPT ásamt hafnarstjóra Reykjaneshafnar með ál úr Helguvík.
Fulltrúar IPT, bæjarins og Íslenskra aðalverktaka á framkvæmdsvæðinu í Helguvík í fyrradag.
Víkurfréttamynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Ví
ku
rfr
ét
ta
m
yn
d:
Jó
ha
nn
es
K
r. K
ris
tjá
ns
so
n
VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:33 Page 4