Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Side 6

Víkurfréttir - 11.12.2003, Side 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ AT H A F N A S VÆ Ð I Ð Í H E L G U V Í K stuttar f r é t t i r stuttar f r é t t i r Forvarnarstefna Reykjanesbæjar samþykkt Fo r v a r n a r s t e f n aReykjanesbæjar varsamþykkt í bæjar- stjórn 18. nóvember sl. Við gerð forvarnarstefnunnar var leitað eftir samstarfi við stofnanir innan Reykjanes- bæjar auk félaga og félaga- samtaka innan bæjarfélags- ins sem hafa forvarnir á sinni dagskrá. Með því að tengja saman þátttakendur við forvarnarstefnu Reykja- nesbæjar er það skoðun vinnuhóps að stefnan verði í framtíðinni ávallt í endur- skoðun og gott hjálpartæki til að efla forvarnir í sveit- arfélaginu. Lagt er til í framhaldi að stofnað verði forvarnarteymi sem í sitja einn fulltrúi frá hverju ráði og sviði Reykja- nesbæjar og verður hlutverk hans að fylgjast með fram- kvæmd forvarnarstefnunnar. Forvarnar- og æskulýðsfull- trúi mun boða þá sem komu að forvarnarstefnunni til sam- ráðsfundar einu sinni á ári til að meta hvernig til hefur tek- ist. Skipað var í vinnuhóp í lok janúar sl. og var hlutverk hans að gera drög að forvarnar- stefnu Reykjanesbæjar. Í vinnuhópnum áttu sæti Ragn- ar Örn Pétursson forvarnar- og æskulýðsfulltrúi hjá menningar-, íþrótta- og tóm- stundasviði, Rannveig Einars- dóttir yfirfélagsráðgjafi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur frá fræðsluskrifstofu. Kvenfélögin í Keflavík,Njarðvík, Sandgerði,Garði og Vogum hafa ákveðið að taka höndum sam- an og standa fyrir söfnun nú fyrir jólin til handa fjölskyld- um og einstaklingum í sveitar- félögunum sem hafa úr litlu að spila. Hugmyndin er sam- bærileg og hjá Mæðrastyrks- nefnd í Reykjavík. Æskilegt er að framlög séu í formi matar, gjafakorta eða peninga. Ekki er talin ástæða til að taka við fatnaði, þar sem Suðurnesja- deild RKÍ sér um þann þátt. Þeir sem vilja láta eitthvað af hendi rakna eru beðnir að hafa samband við Ragnhildi Ragnars- dóttur í síma 421 1344, Sjöfn Ol- geirsdóttur í síma 846 0542, Helgu Valdimarsdóttur í síma 421 5029, Hönnu Helgadóttur í síma 424 6550, Valdísi Sigurðar- dóttur í síma 423 7887 eða Sylvíu Hallsdóttur í síma 862 7044. Tekið verður á móti umsóknum um aðstoð mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. des. milli kl. 14 og 19 í Svarta pakkhúsinu, Hafn- argötu 2 í Keflavík, Reykjanes- bæ. Afgreiðsla umsókna fer fram á Þorláksmessu á sama stað milli kl. 14 og 19. Við hvetjum félagasamtök, versl- unareigendur, atvinnurekendur og einstaklinga á Suðurnesjum til að leggja sitt að mörkum til þess að sem flestir íbúar svæðis- ins geti átt möguleika á áhyggju- litlum jólum þetta árið. Kvenfélögin í Keflavík, Njarð- vík, Sandgerði, Garði og Vog- um. S lökkviliðsmenn Bruna-varna Suðurnesja vorukallaðir um síðustu helgi í Helguvík til að úða vatni yfir álgjall en frá gjallinu lagði megna ammoníakslykt. Gjallið hafði verið losað utandyra en við það að blotna myndast mengunarský sem leggur af megna ammoníakslykt. Endur- vinnsla á áli er nýlega hafin í Helguvík. Starfsmenn Ís- lenskra aðalverktaka, sem voru að störfum í Helguvík fengu að kenna á ammoníaksskýinu. Áhrifin leggjast á öndunarveg og augu. Þannig velur lyktin því að menn fá flensueinkenni og verður flökurt. Um tíma stóð til að hætta vinnu í Helgu- vík vegna þessa. Mengunarský- ið var staðbundið í Helguvík. Þar var nær logn. Slökkvilið slær á ammoníaksmengun Stuðningur til að mæta fátækt á Suðurnesjum fyrir jólin Lífseig hola veldur tjóni Ímorgunsárið á föstudagvar eitthvað um að öku-menn tilkynntu til lög- reglu um holu við eystri hjá- leiðina á Reykjanesbraut- inni sem er austan við Hvassahraun. Nokkuð var um að hjólbarðar skemmd- ust þegar ökumenn óku í umrædda holu en þessi hola virðist myndast ítrekað í vatnsveðri þrátt fyrir við- leitni framkvæmdaraðila á svæðinu við að fylla holuna með olíumöl. Fjórir bílar í árekstri á bílastæði Fyrir helgi var tilkynntum umferðaróhapp ábílastæði við Mávabraut 7, Keflavík. Þarna hafði orðið árekstur tveggja bifreiða og síðan kom önnur bifreið sem lenti á annarri þeirra úr fyrri árekstrinum og síðan á þeirri fjórðu sem stóð á bílastæðinu. Minni háttar skemmdir urðu á bílunum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Ví ku rfr ét ta m yn d: Jó ha nn es K r. K ris tjá ns so n Ví ku rfr ét ta m yn d: Jó ha nn es K r. K ris tjá ns so n Slökkviliðsmenn og starfsmenn SR-mjöls í Helguvík á þeim slóðum þar sem úða þurfti yfir álgjallið. Umferðaróhapp. Mynd úr safni. Reykjanesbraut í Hvassahrauni. Myndin tekin sumarið 2003.                 ! "   #$% #& #'#$% #& #() * +,--   !,                !  !  "# ! $ #   ##         %       &   !&   &   # %        !!        !    #             Jólablaðið er í næstu viku. Ert þú búinn að panta auglýsingapláss eða senda jólakveðju? Opið hjá Víkurfréttum á laugardaginn. Síminn er 421 0000 VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:34 Page 6

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.