Víkurfréttir - 11.12.2003, Side 8
EKKI ORÐ FRÁ einum einasta manni vegna
opna bréfsins sem Kallinn skrifaði í síðustu viku.
Bréfið er enn í gildi og vonast er eftir svörum.
KALLINN VILL EKKI
vera of neikvæður þegar
kemur að atvinnumálum á
Suðurnesjum. Tímarnir
framundan eru erfiðir og
íbúarnir verða að treysta
orðum bæjaryfirvalda um
að heilmikið sé í pípunum
hvað varðar atvinnuupp-
byggingu á svæðinu.
SAMT ER EKKI hægt að líta fram hjá þeirri stað-
reynd að atvinnuleysið bitnar á fjölmörgum fjöl-
skyldum á Suðurnesjum og ef enga atvinnu er að fá
er viðbúið að þessar fjölskyldur flytji af svæðinu.
Það er ekki nóg að gera ráð fyrir verkefnum á næstu
10 - 12 mánuðum. Það þarf að gera eitthvað strax
og stjórnvöld eru í lykilaðstöðu til þess.
TALANDI UM stjórnvöld. Tillaga um að hlutur
ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja yrði seldur og að
söluverðmætið yrði notað til uppbyggingar atvinnu
á svæðinu var felld á Alþingi í síðustu viku. Kallinn
horfði á umræðurnar og það var ótrúlegt að sjá
áhugaleysi stjórnarliða. Fáránlegt!
ÓLAFUR Thordersen bæjarfulltrúi Samfylkingar-
innar skrifar heilmikla grein í síðustu Víkurfréttir.
Ekki er nú mikið varið í innihald greinarinnar að
mati Kallsins, enda ljóst að Ólafur skrifar hana í
þeim tilgangi að verja minnihluta bæjarstjórnarinn-
ar. Þeir sem hafa lesið Kallinn frá upphafi vita hvað
hann stendur fyrir og hvað hann hefur skrifað. Ólaf-
ur Thordersen þarf ekki að útskýra það. En Kallin-
um finnst spaugilegt að sjá í hve mikilli vörn hann
skrifar greinina. Skammast þeir sín fyrir að hafa
eytt tímanum í að ræða um listaverk Árna Johnsen?
En Kallinn hvetur Ólaf til að skrifa meira um málið
og leyfi lesendum Víkurfrétta að fá enn betri sýn í
listaverkamálin! Spennandi og þarft viðfangsefni!
BERJUMST BRÆÐUR OG SYSTUR!
Kveðja,
kallinn@vf.is
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Grundarvegi 23,
260 Njarðvík,
Sími 421 0000 Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður:
Jóhannes Kr. Kristjánsson,
sími 421 0004, johannes@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, jonas@vf.is
Auglýsingadeild:
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0008, jofridur@vf.is
Útlit, umbrot og
prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Kallinn á kassanum
Auglýsingasíminn
421 0000
ÞARFTU AÐ
AUGLÝSA?
Stjórnvöld eru í lykilstöðu
Fjölgun farþega
sem fara um
Flugstöð Leifs
Eiríkssonar
Farþegum um FlugstöðLeifs Eiríkssonarfjölgaði um rúmlega
26% í nóvembermánuði
miðað við sama tíma í fyrra,
úr tæplega 71 þúsund far-
þegum árið 2002 í rúmlega
89 þúsund farþega nú. Mest
vegur fjölgun farþega til og
frá Íslandi sem er rúmlega
28% milli ára, en farþegum
sem millilenda hér á landi á
leið yfir Norður-Atlantshaf-
ið fjölgaði engu að síður um
15% á sama tíma. Nóvem-
ber er sá mánuður ársins
þar sem fjölgun farþega hef-
ur verið hlutfallslega mest
milli ára.
Alls hefur farþegum um Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar því
fjölgaði um tæplega 12% það
sem af er árinu miðað við
sama tíma árið 2002, eða úr
rúmlega 1.157 þúsund farþeg-
um í rúmlega 1.291 þúsund
farþega.
Kvennakór Suðurnesja og Karlakór Kefla-víkur halda sameiginlega aðventutónleikaí Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 11.
desember kl. 20.30 og í Grindavíkurkirkju
sunnudaginn 14. desember kl. 20.00. Á efnis-
skránni eru mestmegnis klassísk jólalög. Kór-
arnir hafa báðir yljað Suðurnesjamönnum og
fleirum um langt árabil með söng sínum.
Kvennakór Suðurnesja varð 35 ára snemma á
þessu ári, og þann 1. desember sl. voru liðin 50 ár
frá því að Karlakór Keflavíkur var stofnaður, og
hélt kórinn veglega tónleika af því tilefni ásamt
Karlakórunum Fóstbræðrum og Þröstum.
Einnig tók Karlakórinn þátt í karlakóramóti á
Selfossi í haust. Kvennakór Suðurnesja hélt tón-
leika ásamt Lögreglukór Reykjavíkur í október,
þannig að í nógu hefur verið að snúast hjá kór-
unum og mikil gróska í starfi þeirra. Í lok nóv-
ember hlaut Karlakór Keflavíkur síðan Menn-
ingarverðlaun Reykjanesbæjar 2003.
Þessir tveir kórar hafa nokkrum sinnum haldið sam-
eiginlega tónleika, en nokkuð er um liðið síðan það
var gert síðast, eða í desember 1996. Kórarnir hafa
þó nokkrum sinnum komið fram við sömu tækifæri
síðan.
Suðurnesjamenn og gestir eru eindregið hvattir til
að mæta á þessa tónleika, þeir koma öllum í jóla-
skap. Miðasala verður við innganginn og er miða-
verð kr. 1000, en frítt fyrir 12 ára og yngri.
stuttar
f r é t t i r
Aðventutónleikar Kvennakórs Suð-
urnesja og Karlakórs Keflavíkur
➤ M E N N I N G O G M A N N L Í F Á S U Ð U R N E S J U M
➤ S O R P E Y Ð I N G A R S T Ö Ð I N
Fimmtudaginn 4. desember
2003 samþykkti stjórn Sorp-
eyðingarstöðvar Suðurnesja sf.
samhljóða verðskrá fyrir
Kölku en samkvæmt henni
munu fyrirtæki greiða eyðing-
argjöld fyrir þá þjónustu sem
þau þurfa til Kölku. Hægt er
að nálgast upplýsingar um
verðskrána á heimasíðu
Kölku: www.kalka.is
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
sf. áætlar að halda kynningar-
fundi í sveitarfélögunum í byrj-
un næsta árs vegna tilkomu
nýrrar verðskrár og breytinga
á sorphirðu. Fundartími verð-
ur kynntur síðar.
Ný verðskrá Kölku samþykkt
Ví
ku
rfr
ét
ta
m
yn
d:
H
ilm
ar
B
ra
gi
B
ár
ða
rs
on
Ví
ku
rfr
ét
ta
m
yn
d:
H
ilm
ar
B
ra
gi
B
ár
ða
rs
on
Frá Keflavíkurflugvelli.
Unnið að lóðarfrágangi við
Kölku í Helguvík á dögunum.
VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:35 Page 8