Víkurfréttir - 11.12.2003, Side 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
S tefnt er að því að menn-ingarmiðstöð ungs fólks íReykjanesbæ að Hafnar-
götu 88 verði opnuð fyrir jól
að sögn Hafþórs Barða Birgis-
sonar forstöðumanns. Húsið
hefur hlotið nafnið 88 húsið og
þar verður ýmiskonar tóm-
stundaaðstaða fyrir ungt fólk
16 ára og eldra. Við skipulagn-
ingu hússins er stuðst við hug-
myndafræði Apóteksins,
menningarmiðstöðvar ungs
fólks á Ísafirði. Opnuð hefur
verið heimasíða 88 hússins á
slóðinni www.88.is
Endurbættur vefur Reykjanesbæjar er núkominn í loftið. Leiðarkerfi var tekið tilgagngerrar endurskoðunar með það að
markmiði að einfalda leið notenda að upplýsing-
um en að auki eru dregnar fram mest sóttu upp-
lýsingar um rekstur sveitarfélagsins s.s. fjár-
málaupplýsingar, ný verkefni, netföng starfs-
manna, nýjar fundargerðir og kort og myndir.
Meðal nýjunga eru gagnasafn, fyrirspurnir, betri leit
í fundargerðum, flýtileiðir, póstlisti og markaðs-
svæði á ensku. Hægt er að prenta út síður og stækka
og minnka letur. Vefurinn er unninn í nýjustu útgáfu
af GoProWeb sem nefndur er Vefþór frá Hugviti
sem mörg af stærri sveitarfélögunum nota. Hönnun
útlits var í höndum Atómstöðvarinnar en um þarfa-
greiningu sáu Sjá ehf.
Endurbættur vefur Reykjanesbæjar
Fjölskyldan -
Líknarfélag
stendur fyrir fjöl-
skyldudegi á
Ránni í samvinnu
við Björn Vífil.
Fjölskyldan -
Líknarfélag er
kristilegt félag sjálfboðaliða
sem vinna að mannúðarmálum
í víðum skilningi hér á landi og
víðar. Þeir hafa látið til sín taka
við trúboð og ýmiss hjálpar-
störf víðs vegar í heiminum
bæði meðal ríkra þjóða sem fá-
tækra.
Börnin koma.
Dagskráin nefnist
börnin koma.
Fjölskyldudagur á
Ránni, sunnudag-
inn 14. desember
kl. 14-16.
Dagskráin hefst
með hugvekju sem Ástríður
Sigurðardóttir guðfræðingur
flytur. Svo fáum við trúð sem
býr til falleg og skemmtileg
blöðrudýr.
Leiklestur úr bókaflokknum
„Þroskandi sögum“ sem Fjöl-
skyldan-Líknarfélag gefur út í
íslenskri útgáfu. Svo verða
sungin ýmis jólalög og söngvar
sem tengjast jólunum.
Guðbjörg Sigurðardóttir þýð-
andi bókanna segir frá og les
kafla úr bókinni Jólaleyndar-
mál, sem er heillandi saga sem
öll börn vilja hlusta á. Að lok-
um kemur jólasveinninn
Giljagaur og vitið hvað hann
verður með í pokanum. Öllum
heimill aðgangur á meðan hús-
rúm leyfir og gleymið ekki
jólaskapinu. Börnum verður
gefið gos og kaka og fullorðnir
fá kaffi og piparkökur.
Fréttatilkynning.
Fjölskyldudagur á Ránni
Stefnt að opnun 88 hússins fyrir jól
Ví
ku
rfr
ét
ta
m
yn
d:
Jó
ha
nn
es
K
r. K
ris
tjá
ns
so
n
Úr einum af sal menningarmiðstöðvar ungs
fólks við Hafnargötu 88 í Keflavík.
®
Síminn er 421 0000
VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 14:00 Page 28