Víkurfréttir - 11.12.2003, Page 29
VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 11. DESEMBER 2003 I 29
Þ Æ G I N D I S E M O R Ð F Á E K K I L Ý S T
Business Ladies
91857
Kr. 10.990
Business Ladies
91707
Kr. 7.990
Business Ladies
91867
Kr. 12.990
Mikil óánægja er meðfrumvarp um línuí-vilnun meðal bæjaryf-
irvalda, félaga og samtaka í
Vestmannaeyjum sem nú er til
meðferðar á Alþingi. Í áskorun
til þingmanna Suðurkjördæm-
is er skorað á þingmennina að
hafna frumvarpinu. Meðal
þeirra sem skrifa undir skjalið
eru fulltrúar útvegsmanna í
Vestmannaeyjum.
Þorsteinn Erlingsson formaður
Útvegsmannafélags Suðurnesja
sagði í samtali við Víkurfréttir að
hann hafnaði frumvarpinu. „Út-
vegsmannafélag Suðurnesja er á
móti línuívilnun í hvaða formi
sem hún er sett fram. Við erum á
móti því að verið sé að færa
kvóta frá einum til annars með
sértækum aðgerðum. Það er ver-
ið að færa rúm 3 þúsund tonn
yfir í þessa línuívilnun og það
jafnmikill þorskkvóti og er hér í
Reykjanesbæ. Hér er atvinnu-
leysi og má það furðu sæta að
þingmönnum detti í hug að færa
kvóta frá þessu svæði yfir til
smábáta á Vestfjörðum. Með
þessu er verið að koma ósætti
upp á milli kjördæma.“
Útvegsmannafélag Suðurnesja hafnar línuívilnun
Í tilefni 100 ára afmælis hjón-
anna Auðar og Alla verða seld
veiðileyfi á skyttirí föstudaginn
12. des. milli klukkan 8.00 og
10.00 í síma 860-5241. Fólki
ekið til og frá veiðistað ef þess er
óskað. Á sama stað eru til sölu
nýjar rjúpur.
Dregnir voru aukavinningar í
Jólaleik Samhæfni og Víkur-
frétta á þriðjudaginn. Met þáttta-
ka var í leiknum enda til mikils
að vinna. Þessa vikuna fær einn
heppinn vinningshafi HP Desk
Jet 3650 litaprentara og 5 aðrir
pizzaveislu frá Pizza 67.
Vinningshafar vikunnar eru:
Anna Andrésdóttir vann HP Desk
Jet 3650 litaprentara. Selma
Kristjánsdóttir, Bjarni Bene-
diktsson, Soffía K. Grímsdóttir,
Sigríður, Þórðardóttir og Andri
Fannar Freysson unnu sér inn piz-
zaveislu frá Pizza 67, Samhæfni og
Víkurfréttir óska vinningshöfum til
hamingju með vinningana og
minna á að þeir sem dregnir eru í
aukaúrdrætti geta einnig átt von á
aðalvinningi. Bara að muna að
skila í hverri viku og vin-
ningslíkurnar stóraukast og þú
gætir unnið glæsilega HP
borðtölvu ásamt fjölda annarra vin-
ninga. Næst verður dregið
þriðjudaginn 16. desember n.k.
Bjarni Sigurðsson
verslunarstjóri Samhæfni og
Jónas Franz markaðsstjóri
Víkurfrétta draga aukavinn-
inga vikunnar.
DREGIÐ Í JÓLALEIK
SAMHÆFNI OG VÍKURFRÉTTA
Guðrún Halldórsdóttir verður 80
ára laugardaginn 13. desember.
Hún tekur á móti vinum og
vandamönnum í Selinu á afmæl-
isdaginn kl. 16-19. Innilega til
hamingju með daginn, börn,
tengdabörn, barnabörn og barna-
barnabörn.
VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 15:28 Page 29