Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Qupperneq 32

Víkurfréttir - 11.12.2003, Qupperneq 32
32 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Þröst Jóhannesson, tónlistarmann og starfsmann Netagerðar Vest- fjarða á Ísafirði, mætti gjarnan kalla fjögurra barna föður í rokk- inu. Eða í kántríinu, því um helg- ar treður hann upp með kántrís- veitinni Unaðsdal. Markmið hennar er að vinna sveitatónlist- inni aukna lýðhylli á norðanverð- um Vestfjörðum og jafnvel víðar. Þröstur býr ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Höllu Magna- dóttur, og fjórum sonum við Hlíðarveg á Ísafirði. Má geta þess til að heimilshaldið sé oft líflegt þar á bæ. Fyrir utan standa reiðhjól sveinanna í öllum stærðum en þegar inn er komið blasir yfirvegunin við. Húsmóð- irin les nýútkomna bók um galdrastrákinn Harry Potter en húsbóndinn setur Megas undir geislann. Þröstur segir að strák- arnir séu komnir í háttinn utan frumburðarins Andra Péturs sem fylgist spenntur með hverju svip- brigði móður sinnar við lesturinn enda mikill aðdáandi Potters. Því miður þarf hann að bíða fram í nóvember eftir íslensku útgáf- unni. Þröstur hóf ungur að grufla í tón- list og starfaði meðal annars um skeið með hinni framsæknu rokksveit Texas Jesús sem tölu- vert kvað að á 10. áratug síðustu aldar. Þótt hann blási á allar klisj- ur um áhrifin frá íslenska bítla- bænum á Suðurnesjum má leiða að því líkur að hann sé eilítið öðruvísi innréttaður hvað tónlist varðar en algengast er hér vestra. - Þú ert fæddur og uppalinn suður með sjó... „Já, ég er fæddur og uppalinn Keflvíkingur.” - Hefurðu þá numið straumana beint frá Kananum? „Ætli það ekki að einhverju leyti. Þetta er náttúrlega frekar mikil klisja. Þetta var einmitt notað í kynningu um eina af hljómsveit- unum sem ég tók þátt í músíktil- raunum með: Þeir koma frá rokkbænum Keflavík. Auðvitað gengur tónlistarlífið þar upp og niður eins og annars staðar. En við eigum líka hetjur eins og Rúna Júl og fleiri.” - En stendur rokkið í Keflavík ekki á djúpum rótum? „Jújú, þeir voru náttúrlega á und- an öðrum og sóttu örugglega heilmikið til Kanans á sínum tíma.” - Þessi tugga um rokkbæinn Keflavík og straumana ofan af velli hefur kannski átt betur við fyrir 30 árum en í dag? „Já, heimurinn er allt annar nú en þá. Á sínum tíma var tilvist her- stöðvarinnar snertiflötur við út- lönd. En ég reikna ekki með því að þú finnir heitara popp þar í dag en einhvers staðar annars staðar á Íslandi.” Tapaði fyrir Greifunum - Nú starfar þú með kántrísveit- inni Undaðsdal hér fyrir vestan. Þar á undan áttu heilmikinn rokkferil. Geturðu sagt okkur að- eins frá því? „Ef ég byrja á byrjuninni, þá hófst minn tónlistarferill innan KFUM. Þar var sungið á fundum og einhver þurfti að spila undir. Þá byrjaði ég að spila. Þannig er ekki skrítið að maður sé í kántrí- inu í dag því að það byggir ansi mikið á gospeltónlistinni. Ég vil taka það skýrt fram að uppáhalds kántríhetjan mín er Hank Willi- ams - það er ekkert venjulegt kántrí sem kemur þaðan. Þegar Íslendingar hugsa um kántrí, þá hugsa þeir ekki endilega um Hank Williams, heldur frekar um kjánalegt kántrí sem menn jafn- vel hlæja að og gera gys að. Maður byrjaði tiltölulega ungur að grúska í tónlistinni og setti saman margar hljómsveitir með ýmsum nöfnum eins og gengur. Fyrsta ber að að nefna hljóm- sveitina Ofris sem tók þátt í Mús- íktilraunum og varð meira að segja svo fræg að bíða ósigur fyr- ir Greifunum á sínum tíma.” - Var það ekki með fyrstu Mús- íktilraununum sem voru haldn- ar? „Neinei, þær voru búnar að vera í gangi heillengi þegar við tókum þátt í þeim. Sigga Beinteins til dæmis byrjaði í Músíktilraunum með hljómsveitinni Meinvilling- unum - hún talar ekki um það í dag. Ég á einmitt myndbands- upptöku af henni syngjandi með þeim. Þetta var afleit pönkhljóm- sveit. Við tókum tvisvar þátt í Mús- íktilraunum með Ofrisi og lærð- um heilan helling af því. Síðan þróast bandið áfram og alltaf ver- ið að semja - við stóðum ekki í neinu „kóveri” á þeim vettvangi. Aftur á móti tókum við það fyrir í kántrísveit sem hét Vonlausa tríóið og spilaði mikið á pöbbum og þess háttar. Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn komu síðar og voru afturhvarf til þess að semja eigin tónlist. Sú hljómsveit er ennþá til en meðlimirnir eru dreifðir um heiminn. Hins vegar er þetta klúbbur sem reynir alltaf að hittast annað slagið þegar því verður við komið.” - Hvernig tónlist voruð þið að grúska í? „Úff, það er nú það! Hljómsveit- in einbeitti sér að kraftmikilli frumsaminni tónlist og var opin fyrir nánast öllum straumum. Mottóið var að hittast til að spila og leysa andann úr læðingi. Þetta var nokkurs konar djassstemmn- ing hjá okkur og ekkert atriði endilega að setja saman ákveðið lag. Texas Jesús gerði aftur á móti meira af því að útsetja og stílfæra en það voru engar svo- leiðis pælingar hjá þessu bandi. Þolinmæðin lykilatriði í tónlist Texas Jesús var band sem ég datt inn í. Sá hópur var búinn að vera til heillengi. Platan kemur út 1996 og ég var búinn að vinna með þeim árið á undan en Texas hafði starfað mun lengur. Þetta var alveg frábær hópur. Þar var verið að míga utan í allar tónlist- arstefnur og mikið spilað. Í raun- inni tilheyrðum við fríðu föru- neyti efnilegra hljómsveita því þá voru Kolrössurnar og fleiri góð bönd starfandi í Keflavík. Rúni Júl gaf þetta allt út á plötunni Kornflexi og Kanaúlpum. Þar eiga Texas Jesús, Hinir guðdóm- ➤ Þ R Ö S T U R J Ó H A N N E S S O N F R Á K E F L A V Í K B Ý R Á Í S A F I R Ð I Texti og myndir: Bæjarins besta - vikublað á Vestfjörðum i i : - i l j Fjögurra barna f VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:41 Page 32

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.