Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Qupperneq 33

Víkurfréttir - 11.12.2003, Qupperneq 33
VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 11. DESEMBER 2003 I 33 legu Neanderdalsmenn, Kolröss- urnar og fleiri góð bönd lög. Það var mikil gerjun í gangi þarna og mikið að ske. Þessar hljómsveitir gerðu til dæmis mikið af því að halda tónleika saman.” - Ertu formlega menntaður í gít- arleik eða hefurðu tileinkað þér hann alveg upp á eigin spýtur? „Í þessu grúski mínu fór ég í tón- listarskóla og tók upp klassíska gítarinn. Ég er að vinna í fimmta stigi núna. En maður hefur ekki nógu mikinn tíma til að æfa sig þó maður sé alltaf að spila eitt- hvað.” - Verður klassíska námið tekið föstum tökum seinna þegar meiri tími gefst? „Já, ég held það. Maður er svo sem alltaf annað slagið að fara yfir lögin. Þetta klassíska dæmi er þannig að maður getur enda- laust velt sér upp úr því. Í rokk- inu er það agaleysið sem ræður ríkjum en klassíkin gengur svo mikið út að aga sig og sitja við. Það getur tekið á taugarnar, en um leið og maður kemst á flug, þá er það mjög gaman.” - Er þá lagt upp úr því að æfa sömu hlutina aftur og aftur og liggja yfir smáatriðum? „Já, það tilheyrir og er að vissu leyti nýr flötur á að takast á við tónlistina. Reyndar hefur maður rekið sig á það í þessum hljóm- sveitabransa, að þar er þolin- mæðin lykilatriði. Í rauninni má segja að þolinmóðasta bandið sé besta bandið. Auðvitað var mað- ur alltaf að hugsa um það þegar maður var ungur að slá í gegn, en það er ekkert atriði. Málið er að finna sig í því að gera tónlist og það getur verið ansans kúnst að klára dæmið. Það er til dæmis frábært mál þegar tekst að ljúka plötu en það gengur á ýmsu í ferlinu.” - Má kannski segja að góðar hljómsveitir búi yfir einhverjum sérstökum félagslegum hæfi- leikum sem haldi bandinu sam- an? „Jú, hljómsveit er ákveðin gerð af samfélagi. Ef ég tek Unaðsdal, þá erum við allir með okkar bak- grunna í músík, komum sinn úr hverri áttinni en erum einhverra hluta vegna allir staddir hérna. Við erum afslappaðir og gerum þetta ánægjunnar vegna. Það er að skila sér í tónlistinni. Reyndar höfum við lítið verið í því að búa til frumsamið efni en mig grunar að við eigum eftir að gera eitt- hvað meira í því. Allavega á léttu nótunum. En við eigum þó orðið eitt lag sem gefur tóninn fyrir það sem koma skal.” Klassíkin hentar betur fjárhag fjöl- skyldufólks - Hvernig atvikast það að þú flyst til Ísafjarðar? „Konan mín sá til þess. Hún flutti suður til að byrja með og var þar í ellefu ár og tengdamamma sagði að ég þyrfti að borga það til baka. Mér finnst tónlistaráhugi gríðar- lega mikill hér á Ísafirði og það hefur bærinn til dæmis fram yfir Keflavík. Maður finnur kannski ekki mikið fyrir því í poppinu, en hér er hellingur að gerast, margir kórar starfandi og heilmikið líf í kringum tónlistarskólann. Þetta er afskaplega gott að eiga í bak- hendinni þegar meiri tími gefst. Ég hef alltaf viljað gefa mig að hlutunum þegar ég fer út í þá á annað borð. Reyndar hef ég sungið aðeins með Sunnukórnum en hafði til dæmis ekki tíma til að taka þátt í þessu heljartaki sem plötuútgáf- an hjá þeim er.” - En hvað líturðu á sem þinn heimavöll í tónlistinni? Er það ef til vill gítarleikurinn? „Ég lít nú alls ekki á mig sem gítarleikarara þó að gítarinn sé mitt helsta tæki til að koma tón- listinni á framfæri. En ég hef mjög gaman af því að semja tón- list og pæla dálítið í því. Mér finnst eins og ég hafi heilmikið fram að færa í þeim efnum sem ég eigi eftir að skila frá mér síðar. Auðvitað er það lykilatriði, því ef maður fær á tilfinninguna að maður hafi ekkert að segja, þá náttúrlega gerist ekki neitt - hvor- ki í tónlistinni né á öðrum svið- um.” - Þegar þú semur, ertu þá að taka tónlistina niður á blað til að eiga til seinni tíma eða hvaða farveg hefurðu fyrir hana? „Þetta vill safnast upp í skúffunni hjá mér. Ég á slatta af efni sem er búið að vera í geymslu lengi og verður það sjálfsagt eitthvað áfram. Maður er alltaf að leita. Um það snýst þetta tónlistar- vafstur - að leita og skapa. Þess vegna heldur maður áfram að spila og brjóta hlutina til mergjar. Einhvern tíma kemur að því að maður veit hvað maður ætlar að segja og kemur því frá sér á plötu en gerir það ekki fyrr en maður er tilbúinn.” - Hlustarðu mikið á tónlist? Áttu stórt plötusafn og ert jafn- vel sífellt að leita að nýju efni? „Ég hlusta mjög mikið á tónlist en ég er hættur að vera sífellt að leita að nýju efni. Þegar maður var ungur var maður alltaf að reyna að finna ný bönd og með- taka nýjar stefnur. En ég er mjög hrifinn af klassíkinni og hlusta mikið á hana í dag. Reyndar sta- far það að hluta til af öðrum ástæðum. Klassíska diska er oft hægt að fá á góðu verði og mað- ur hefur helst haft efni á henni þessi búskaparár. Auðvitað er líka alls konar öðruvísi tónlist í gangi, til dæmis mikið af djassi og blús. Síðan fylgir maður að sjálfsögðu eftir sínum mönnum. Nick Cave er þannig alveg magnað dæmi um mann sem hefur þroskast úr alveg gríðar- legri reiði yfir í alveg yndislegan tónlistarmann. Dylan er líka alltaf eftirlæti hjá mér. Hann er kannski töluvert á skjön við ann- að sem ég hef verið að grúska í en flytur og túlkar tónlist á alveg frábæran hátt. Hann býr yfir mikilli einlægni í því sem hann gerir.” Þreytan leysir sköpunargáfuna úr læðingi - En hvernig er veraldlega hlið- in á tónlistarmanninum? Mér skilst að þú sért á leiðinni að a faðir í rokkinu VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 8:42 Page 33

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.