Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 36

Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 36
36 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! L itlu mátti muna að drag-nótarbáturinn GuðrúnHF hafi strandað í fjör- unni við Sandvík út af Höfnum á Reykjanesi um hádegisbil á föstudag en báturinn fékk veið- arfærin í skrúfuna. Það var dragnótarbáturinn Benni Sæm GK 26 sem bjargaði bátnum frá strandi, en báðir bátarnir voru að veiðum út af Sandvík. Halldór Valdimarsson skip- stjóri á Benna Sæm sagði í samtali við Víkurfréttir að það hefði engu mátt muna að illa færi. „Guðrún var innan við hálfa mílu frá fjörunni þegar við komum spotta í hana. Ég var nýbúinn að kasta, en þegar þeir kölluðu setti ég belgi á tóg- in og dreif mig af stað.” Hall- dór segir að það hafi verið álandsvindur og töluverð hvika í sjónum. „Það gekk vel að koma taug í bátinn og við fór- um með hann í Sandgerði,” sagði Halldór í samtali við Vík- urfréttir. „Við vorum í engri hættu þannig séð, en þetta hefði getað farið verr ef Benni Sæm hefði ekki verið svona nálægt okkur,” segir Sigurður Aðalsteinsson útgerðar- maður dragnótarbátsins Guðrún- ar HF. Sigurður segir að belgur- inn hafi farið í skrúfuna þegar þeir voru að toga. „Við vorum að toga nálægt landi og Benni Sæm var um 500 metra frá okkur. Við kölluðum strax í hann því við vissum að hann yrði fljótur til okkar.” Sigurður segir að þeir hafi ekki þurft að kasta akkerum til að varna því að þeir myndu reka upp í fjöru. „Við hefðum notað akkerin ef Benni Sæm hefði ekki verið svona nálægt okkur. Það hefði ekki tekið nema um 5 -6 mínútur að reka upp í fjöru.” Vel gekk að draga skipið til hafn- ar í Sandgerði, en þó slitnaði taugin á milli skipanna einu sinni. Guðrún HF 172 er tæplega 78 brúttórúmlesta skip smíðað árið 1974. Bandaríski sendiherr-ann, James J. Gadsenheimsótti Reykjanes- bæ föstudaginn 5. des. Árni Sigfússon bæjarstjóri tók á móti sendiherranum og eftir fundinn var farið í skoðunar- ferð um bæinn, boðið í Kaffi- tár, framkvæmdir í Helguvík skoðaðar, söfnin í Duushús- um, snætt á Ránni og lista- mennirnir Sossa og Ásta Pálsdóttir heimsóttar. Sendiherrann hafði á orði að mikill menningarbragur væri á Reykjanesbæ og auð- séð að bæjaryfirvöld hefðu bjarta og metnaðarfulla sýn til framtíðar. stuttar f r é t t i r Bæjarstjórn Sand- gerðis ályktar um fjöldauppsagnir F jöldauppsagnir Varn-arliðsins á Keflavík-urflugvelli voru til umræðu á fundi bæjar- stjórnar Sandgerðis- bæjar í gær- kvöld þar sem Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi lagði fram tillögu sem sam- þykkt var samhljóða af bæjarstjórn. Í tillögunni skorar bæjarstjórn Sandgerðisbæjar á ríkisstjórn Íslands að bregðast við fjöldauppsögnum hjá Varnar- liðinu. „Bæjarstjórn Sandgerðisbæj- ar tekur undir skoðun SSS og ítrekar áskorun og bókun sína frá 12.11.2003 til ríkisstjórnar Íslands um viðbrögð við upp- sögnum á Keflavíkurflug- velli. Jafnframt telur bæjarstjórnin nauðsynlegt að viðræður stjórnvalda og heimamanna um stöðuna í atvinnumálum á Suðurnesjum fari fram hið fyrsta. Bæjarstjórn telur rétt að stjórn SSS standi að umrædd- um viðræðum.” Dagana 26. - 30. nóvember fór fram píanókeppni Íslands-deildar European Pianoteachers Association, EPTA.Keppnin fór fram í Salnum í Kópavogi. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sendi 4 nemendur í keppnina. Nemendurnir stóðu sig mjög vel þrátt fyrir að komast ekki á verðlaunapall og veitti Tónlistarskóli Reykjanesbæjar þeim viðurkenningar fyrir þátttöku í keppninni. Haraldur Árni sagði hópinn hafa staðið sig mjög vel og að þau hafi verið skólanum til mikils sóma. TÓKU ÞÁTT Í PÍANÓKEPPNI F.v. Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri, Brynhildur Ágústsdóttir kennari, Halldór Gylfason, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Sigtryggur Kjartansson, Stefanía Hildur Stefánsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir kennari, Steinar Guðmundsson kennari, Karen Sturlaugsson aðstoðarskólastjóri. Guðrún HF í togi Benna Sæm GK. BÁTI BJARGAÐ FRÁ STRANDI Á REYKJANESI VF -lj ós m yn d/ Be rg ur Þ ór Eg ge rt ss on Að se nd ljó sm yn d Bandaríski sendiherrann í Reykjanesbæ Ví ku rfr ét ta m yn d: Jó ha nn es K r. K ris tjá ns so n Jólafagnaður starfsfólks Langbest Lokum laugardaginn 13. desem- ber kl. 20 vegna jólafagnaðar starfsfólks, opnum aftur sun- nudaginn 14. desember kl. 14. Starfsfólk Langbest VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 14:02 Page 36

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.