Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 41

Víkurfréttir - 11.12.2003, Blaðsíða 41
VÍKURFRÉTTIR I 50. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 11. DESEMBER 2003 I 41 Kristinn Óskarsson, körfuknattleiksdómariúr Keflavík, hefur fengið tilnefningu umað dæma tvo Evrópuleiki í Frakklandi í lok janúar. Þetta er önnur tilnefning Kristins frá FIBA-Europe í vetur. Þann 20. desember dæmir Kristinn leik Paris Basket Racing (PSG) og Anwil frá Póllandi í B-riðli meistaradeildarinnar, en leikurinn fer fram í París. Anwil er sem stendur í efsta sæti riðilsins, en París í því neðsta. Daginn eftir þann 21. desember dæmir Kristinn leik USO Basket gegn Kozachka-Zalk frá Úkraínu í milliriðli E í Bikarkeppni kvenna í Mondeville. Meðdómari Kristins í leikjunum tveimur er portú- galskur og heitir José Araujo. Erla Dögg Haraldsdóttir,15 ára sundkona úrÍRB, vann til silfurverð- launa í 200m bringusundi á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fór fram um síð- ustu helgi. Erla Dögg keppti í fjórum öðrum greinum og hafnaði aldrei neðar en í fimm- ta sæti. Þetta er sannarlega góður árangur hjá þessari ungu og efnilegu sunddrottn- ingu og verður eflaust fróðlegt að fylgjast með henni þegar fram líða stundir. Annars voru íslensku krakkarnir að standa sig vel á mótinu þar sem Oddur Örnólfsson úr Ægi var í þriðja sæti í 400m fjórsundi og boðsundsveitin bætti fjögurra ára gamalt Íslandsmet í 4x100m skriðsundi karla. Kristinn Óskarsson dæmir í Evrópukeppni Frábær árangur Erlu Daggar á Norðurlanda- meistaramóti Að se nd ljó sm yn d Vantar þig að láta reykja hryggi eða hangikjöt fyrir jólin? Tek að mér ýmis verk fyrir jólin. Reynsla frá árinu 1968. Guðrún Grétarsdóttir Grænási. Til hamingju með daginn! Ætluðu þið að fá að borða? Hangikjöt í reykingu... VF 50. tbl.03/ 48p heima 10.12.2003 15:33 Page 41

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.