Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.03.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 25.03.2004, Blaðsíða 6
Í liðlega tvö ár hefur hug-búnaðarhúsið cTarget á Ís-landi ehf. unnið í samvinnu við Reykjanesbæ og Samband íslenskra sveitarfélaga að þró- un hugbúnaðarlausna fyrir sveitarfélög. Afraksturinn af þessari samvinnu nefnist SAM- skjár. Lausnin hefur SAM- þættan tilgang sem felur í sér margþættar nýjungar sem ekki eru í boði annars staðar. Helstu nýjungarnar felast í því að sveitarstjórnarmenn geta nú unn- ið samhliða í þessu upplýsinga- kerfi á vefnum þótt þeir séu ekki á sama stað. Jafnframt geta þeir séð hvorir aðra og talað saman. Allt það sem annar gerir sér hinn á skjánum hjá sér. Til viðbótar felur hugbúnaðurinn í sér nýjung sem ekki er fyrir hendi í venju- legu vefumhverfi. Hún felst í því að farið er beina leið (lárétt) á milli sveitarfélaga innan sama málaflokks á vefnum með mögu- leikum á beinu mynd- og hljóð- sambandi við aðra notendur SAMskjásins gegnum fjarfunda- búnað um Netið. SAMskjárinn samanstendur af þremur aðskildum hugbúnaðar- lausnum sem allar geta þó unnið saman. Lausnirnar þrjár nefnast: SAM Alþingi sem einfaldar vafrið um vefsvæði stjórnarráðs- ins, SAM Sveitarfélög sem inni- heldur heimasíður allra sveitarfé- laga í landinu og flokkar þær eftir markvissu og einföldu kerfi og SAM Heimabyggð sem er sér- sniðin lausn fyrir hvert sveitarfé- lag fyrir sig. Stjórnendur sveitar- félaga þurfa oft að bera sig sam- an við stjórnendur annarra sveit- arfélaga til að samhæfa ákvarð- anatöku. Þessi samanburður hef- ur síðustu árin að mestu fram í gegnum Netið og getur verið tímafrekur því heimasíður sveit- arfélaga eru oft flóknar og ólíkar að uppbyggingu. SAMskjárinn einfaldar þessa vinnu verulega og sveitarstjórnarmaður sem vill bera saman ákveðna þætti í sveit- arfélaginu við önnur sambærileg sveitarfélög þarf því ekki að eyða löngum tíma í að vafra um Netið heldur flettir innan sama mála- flokks á augabragði frá einu sveitarfélagi til annars með SAMskjánum. Samvinna stjórnenda í sveitarfé- lögum er mikilvæg en í mörgum tilfellum kostar hún ferðir milli staða, milli skrifstofa ólíkra sviða sem oft eru staðsettar á víð og dreif um bæjarfélagið. SAM- skjárinn hefur innbyggt video- /hljóðSAMband um Netið sem notendur lausnarinnar geta notað til að hafa samband sín á milli. Símareikningurinn hækkar því ekki þótt SAMskjárinn sé notað- ur til ítarlegra skoðanaskipta. Hægt er að setja lausnina upp í fundarherbergi sveitarfélaganna og nota fjarfundabúnaðinn til að beina t.d. spurningum til stjórn- enda sem ekki hafa verið boðaðir á fundinn eða eru annars staðar í húsinu eða í bænum. Jafnvel get- ur viðkomandi verið staddur utan bæjarfélagsins, en svo fremi sem hann er tengdur við Netið getur hann tekið virkan þátt í fundin- um. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir þessa ís- lensku hugbúnaðarlausn fyrir stjórnendur í opinberum rekstri ákaflega spennandi. „Allar góðar hugmyndir sem hafa það mark- mið að auka skilvirkni við stjórn- un sveitarfélaga eru vel þegnar,“ segir Árni. „Upplýsingatæknin hefur alla burði til þess að auka hagræði og spara tíma í opinberri stjórnsýslu og mér sýnist SAM- skjárinn vera kærkominn búnað- ur með þessa kosti. Af þeim ástæðum höfum við í Reykjanes- bæ stutt þessa þróunarvinnu og fögnum því tækifæri að vera fyrsta sveitarfélagið sem fær þetta öfluga verkfæri í hendur,“ segir hann. Einkahlutafélagið SAM ehf. sér um áframhaldandi þróun hug- búnaðarlausnanna og sinnir markaðssetningu en félagið var stofnað að þróunarvinnunni lok- inni. 6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!           !        "#$%#$&'() *+,(-#%&. /0 #1/0 $234"#%2,5#2$6$234"#%2,5#2$7, 2%%7%&#$89:$+((#;&(+<,()%=#,>7?                         !"#    $ !  !      !   !    %       $                  #    &!    $     ! !'# ())*  "!       + $ #     ,       +      ,    -   .$ $   /  /    $       !   $" !      0     !"  #      ➤ U P P L Ý S I N G ATÆ K N I Lárus Rúnar Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SAM ehf. og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar við tölvuskjáinn. Reykjanes- bær tekur SAMskjáinn í notkun VF -M YN D: H IL M AR B RA GI B ÁR ÐA RS O N Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði. Guð blessi ykkur öll. Guðmundar Inga Ólafssonar, frá Hagavík í Grímsneshreppi, áður til heimilis að Suðurgötu 39, Keflavík. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Margrét G. Lange, William Lange, Einar S. Guðmundsson, Ólafur H. Guðmundsson, Ósk M. Guðmundsdóttir, Páll Gíslason, Bonnie L. María Colvin, Luke Theophilus, barnabörn og barnabarnabörn. 13. tbl. 2004 umbrot hbb 24.3.2004 13:50 Page 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.