Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.03.2004, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 25.03.2004, Blaðsíða 8
Körfuknatt le iksdei ldKeflavíkur hefur sent frásér yfirlýsingu á heima- síðu félagsins þar sem DV er harðlega fordæmt fyrir frétt í blaðinu á þriðjudag þar sem greint er frá meintu kynferðis- broti Fannars Ólafssonar leik- manns í körfuknattleiksliði Keflavíkur. Yfirlýsingin sem ber fyrirsögnina „Fannar hafð- ur fyrir rangri sök - vinnu- brögð DV fordæmd“ fer hér á eftir: Fannar hafður fyrir rangri sök - vinnubrögð DV fordæmd Í sorpblaðinu DV í dag er greint frá meintu kynferðisbroti Fannars Ólafssonar. Um er að ræða ásak- anir stúlku sem var vistmaður á meðferðarheimilinu að Torfa- stöðum, en það er rekið af for- eldrum Fannars. Þar eru vistaðir unglingar sem átt hafa erfitt upp- dráttar í lífinu af ýmsum sökum. Vegna greinar þessarar vill körfuknattleiksdeildin taka fram að ásakanir þær sem settar hafa verið fram á hendur Fannari eru skv. okkar heimildum algerlega úr lausu lofti gripnar. Stjórn körfuknattleiksdeildarinn- ar fordæmir vinnubrögð DV harðlega og vill ekkert með þann fjölmiðil hafa að gera. DV er al- veg sama um tilfinningar fólks og birtir óhikað myndir og nefnir nöfn fólks sem hefur verið ásak- að, jafnvel þó það sé eða geti ver- ið alsaklaust. Þess ber að geta að Fannar hefur ekki verið kærður, heldur er málið á rannsóknar- stigi. Vinnubrögð DV eru afar ósmekkleg og lýsa mikilli mann- vonsku og tillitsleysi. Hreint ótrúlegt að Illugi Jökulsson skuli standa á bak við svona lagað. Stjórn körfuknattleiksdeildarinn- ar vill biðja stuðningsmenn Keflavíkur að standa þétt að baki Fannari, eftir sem áður, í þeirri trú og vissu að hér sé um alger- lega staðhæfulausar ásakanir að ræða. Nú er úrslitakeppnin í körfubolta og framundan hörku- leikir gegn Grindavík, vonandi fá þeir leikir að vera í aðalhlutverki. Vonandi breytir DV um stefnu í bráð eða verður gjaldþrota. Stjórn körfuknattleiksdeildar skorar á stuðningsmenn sína að kaupa ekki þennan sorapóst og veita ekki viðtöl, nema ýtrustu nauðsyn krefji. ÞAÐ ER SORGLEGT að fylgjast með því hvernig DV fremur hvert mannorðsmorðið á fætur öðru án þess að nokkuð fáist ráðið við. Nöfn ein- staklinga og risastórar myndir valda sárum sem sum hver gróa seint eða aldrei. Það má vera að sumir þeirra einstaklinga sem DV slær upp eigi skilið þá meðferð sem þeir fá í blaðinu en Illhugi og hans lið verður að kunna sig. Grunsemdir eru ekki alltaf á rökum reistar og alþekkt að kjaftasögum er komið í gang til að koma höggi á fólk. Það er of seint fyrir DV-menn að grípa um rassgatið á sér þegar skíturinn er dottinn út! KALLINN ER HINSVEGAR fullur stolti yfir árangri sundfólks Íþróttabandalags Reykjanesbæjar á Innanhússmeistaramóti Íslands í sundi sem fram fór í Eyjum um síðustu helgi. Uppskeran var 19 Íslandsmeistarartitlar af 40 mögulegum, sem samkvæmt heimildum Kallsins innan íþróttageirans er það mesta sem íslenskt félagslið hefur náð í keppni. Sundfólkið á heiður skilinn fyrir þetta afrek og bæjaryfirvöld ættu að hafa í huga að alltaf má bæta aðstöðu sundfólksins. Myndarleg sundlaug undir þaki er eitthvað sem löngu er kominn tími á í Reykjanesbæ. FERMINGAR HÓFUST á Suðurnesjum um síðustu helgi og var Kallinum boðið í þrjár veislur. Það er af sem áður var. Hvert fermingarbarn stendur uppi með hundruð þúsunda í beinhörðum peningum og ýmsa muni, sem vonandi koma að gagni í búskapi framtíðarinnar. Sjónvörpin eru ekki minni en 28“ eða tölvubúnaðurinn þannig að engin leið er að skilja öll megabætin. FJÁRMÁLASTOFNANIR ættu að halda námskeið í kjölfar ferminga til að ráðleggja unga fólkinu hvernig megi ávaxta peninginn, því víða eru skammtímasjónarmið sem ráða för og jafnvel skyndiákvarðanir sem ekki reynast vel að lokum. Hjálpum unga fólkinu að láta féð bera enn ríkulegri ávöxt. KALLINN ER ORÐINN SPENNTUR að sjá Hljómasýningu krakkanna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kallinn hugsar til áranna í Krossinum með glampa í augum. KALLINN BÍÐUR einnig forvitinn eftir Tímariti Víkurfrétta. Kveðja, Kallinn@vf.is stuttar f r é t t i r 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Kallinn á kassanum MUNDI ➤ K Ö R F U K N AT T L E I K D E I L D K E F L A V Í K U R S V A R A R F Y R I R F A N N A R Keflvíkingar ætla greinilega að troða DV í rusla-körfuna! Bifreið hafnaði á grindverki Nokkuð harðurárekstur varð fyrirhelgi á mótum Hringbrautar og Faxa- brautar í Reykjanesbæ. Önnur bifreiðin kastaðist á grindverk á gatnamótunum og fór langleiðina inn í garðinn við húsið. Bifreið- arnar eru báðar töluvert skemmdar. Áhöld til fíkni- efnaneyslu fund- ust í bifreið Áhöld til fíkniefna-neyslu fundust í bif-reið sem stöðvuð var í Grindavík í síðustu viku. Tveir aðilar sem voru í bif- reiðinni voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina í Grindavík. Engin fíkniefni fundust við leit á mönnunum, en við leit í bifreiðinni fannst annað áhald til fíkniefna- neyslu þar sem einnig fund- ust leifar af hassi. Eftir yfir- heyrslur var mönnunum sleppt. Ljóskastarar brotnir í Reykja- neshöll Þrír ljóskastarar semlýsa upp Reykjanes-höll hafa verið eyði- lagðir í þessum mánuði, en verðmæti hvers þeirra er um 100 þúsund krónur. Einn ljóskastari var brot- inn milli jóla og nýárs og er því ljóst að samanlagt tjón vegna skemmdarverkana er um 400 þúsund krónur. Lögreglan í Keflavík rann- sakar málið. Ofurölvi í vor- verkunum? Rétt fyrir hádegið dageinn í síðustu vikuvar lögreglunni í Keflavík tilkynnt um of- urölvi mann sem var í hús- garði við Hátún í Reykja- nesbæ. Lögreglumenn héldu á staðinn og óku ölv- aða manninum til síns heima, en ekki er vitað hvort maðurinn sinnti vor- verkum í garðinum þegar lögregluna bar að garði. Vinnubrögð DV fordæmd ➤ Fleiri fréttir á vf.is Fjölmenni var við útför Ómars Jóhannssonar, sem gerð var frá Útskálakirkju sl. föstudag. Það var Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur og fyrrum sóknarprestur að Útskálum, sem jarðsöng Ómar, en þeir Ómar og Hjörtur Magni voru góðir félagar og áttu margar stundir saman þar sem Ómar barðist við þann erfiða sjúkdóm sem krabbameinið var honum. Ólafur Ómar Jóhannsson fæddist á Seyðisfirði 31. desember 1951. Hann lést á heim- ili sínu í Reykjavík hinn 10. mars síðastliðinn. Fjölmenni við útför Ómars Jóhannssonar 13. tbl. 2004 umbrot hbb 24.3.2004 13:50 Page 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.