Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.03.2004, Síða 17

Víkurfréttir - 25.03.2004, Síða 17
VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 25. MARS 2004 I 17 SNÆFELL-NJARÐVÍK Óhætt er að segja að Njarðvíkingar hafi ekki riðið feitum hesti frá fyrstu tveimur viður- eignunum við deildarmeistara Snæfells. Skemmst frá að segja töpuðu þeir báðum leikjunum og þurfa nánast á kraftaverki að halda ætli þeir sér áfram í úrslitin. Stóru mennirnir þeirra, Friðrik og Páll hafa átt erfitt uppdráttar í leikjunum og verið í skugganum af Hlyni Bæringssyni, sem hefur verið óstöðvandi í úrslitakeppninni og tók meðal annars 28 fráköst í fyrri leiknum í Stykkis- hólmi. Fyrri leikurinn var jafn og spennandi allan tímann þar til Snæfell sprakk út í síðasta leik- hluta og sigldi framúr og vann að lokum 10 stiga sigur, 97-87. Brenton Birmingham var allt í öllu í sóknar- leik Njarðvíkinga og skoraði 45 stig, aðrir voru langt frá sínu besta. Í öðrum leiknum mættu Hólmarar í Ljóna- gryfjuna ásamt fríðu föruneyti fylgismanna sem hefur staðið þétt á bak við sína menn í allan vetur. Heimamenn virtust þó hafa leik- inn í hendi sér og voru með þægilega 21 stigs forystu þegar skammt var eftir af þriðja leik- hluta. Endaspretturinn var þó eign Snæfell- inga þar sem Njarðvíkingar fóru að reyna að halda í forystuna í staðinn fyrir að halda áfram keyrslunni. Heimamenn hleyptu and- stæðingunum aftur inn í leikinn og voru al- gjörlega bugaðir undir lokin þar sem Snæfell skoraði síðustu 15 stig leiksins og unnu 79- 83. Nú bíður þeirra það erfiða verkefni að sækja sigur í Stykkishólm sem hefur sannað sig sem einn erfiðasti völlur landsins í vetur. Engu að síður hefur aldrei talist ráðlegt að af- skrifa Njarðvíkinga fyrir fram og má hafa það hugfast að þeir eru þegar búnir að vinna einn leik þar í vetur og ef það tekst verður erfitt fyrir Snæfell að koma aftur í Ljónagryfjuna þar sem allt getur gerst. Þriðji leikurinn verður í Hólminum í kvöld, sá fjórði verður á sunnudaginn og sá fimmti á þriðjudag, þ.e.a.s. ef þörf verður á. GRINDAVÍK-KEFLAVÍK Eftir tvo spennandi og skemmtilega leiki er staðan jöfn hjá Grindavík og Keflavík, sem hafa unnið sitt hvorn heimaleikinn. Í fyrri leiknum, sem fór fram í Röstinni í Grindavík, höfðu heimamenn frumkvæðið til að byrja með, en í þriðja leikhluta létu Allen, Bradford og Arnar Freyr finna fyrir sér og náðu góðu forskoti fyrir lokafjórðunginn. Þar fór hins vegar öll vinnan í vaskinn þar sem Keflvíkingar gáfust hreinlega upp og leyfðu Grindvíkingum að vaða uppi og gera það sem þeir vildu og því var 99-84 sigur Grindvík- inga staðreynd. Annar leikurinn, sem fór fram á laugardag- inn, var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda. Þar voru hraðinn og baráttan í fyrirrúmi þar sem Keflvíkingar náðu frumkvæðinu snemma og voru skrefinu á undan Grindvík- ingum meira og minna allan leikinn. Arnar Freyr Jónsson átti frábæran leik fyrir Keflavík þar sem hann stjórnaði leik sinna manna og var hreint ekki banginn við að taka af skarið í sókninni og taka mikilvæg skot. Hann hefur vaxið með hverjum leik og á ef- laust bjarta framtíð fyrir sér. Þá var einnig ánægjulegt að sjá Helga Jónas Guðfinnsson eiga frábæra innkomu í fyrri hálfleik þar sem hann hitti úr öllum fimm 3ja stiga skotum sínum, en hann hefur verið mik- ið fjarverandi í vetur vegna meiðsla. Grindvíkingar virtust ætla að koma sér inn í leikinn undir lokin þar sem þeir skoruðu 7 stig í röð og minnkuðu muninn í eitt stig, en þá sögðu Keflvíkingar hingað og ekki lengra og settu allt í lás í vörninni og létu 3ja stiga körfunum rigna niður þar sem Magnús Þór Gunnarsson fór fremstur í flokki. Lokatölurn- ar voru 116-105 og allt í járnum í einvíginu. Næsti leikur verður í Grindavík á morgun, en sá fjórði verður á sunnudaginn og oddaleikur verður á þriðjudag, ef til þess kemur. Undanúrslitin í Íslandsmóti karla í körfuknattleik hófust í vikunni þar sem Grindavík og Keflavík áttust við annars vegar og hins vegar Snæfell og Njarðvík. Undanúrslit karla GRINDAVÍK-KEFLAVÍK 99-84 Grindavík: Darrel Lewis 25, Jackie Rogers 21/13, Ant- hony Jones 20/13/13, Páll Axel Vilbergsson 16. Keflavík: Nick Bradford 28, Derrick Allen 15, Arnar Freyr Jónsson 11, Fannar Ólafsson 9/13. KEFLAVÍK-GRINDAVÍK 116-105 Keflavík:Derrick Allen 30/11, Nick Bradford 24, Arnar Freyr Jónsson 18, Magnús Þór Gunnarsson 17, Fannar Ólafsson 17. Grindavík: Jackie Rogers 24, Anthony Jones 22/14, Darrel Lewis 21, Helgi Jónas Guðfinnsson 17, Páll Axel Vilbergsson 16. SNÆFELL-NJARÐVÍK 97-87 Snæfell:Corey Dickerson 23, Edmund Dotson 22, Sig- urður Þorvaldsson 21, Hlynur Bæringsson 19/28, Haf- þór Gunnarsson 12. Njarðvík: Brenton Birmingham 45/11, Brandon Woudstra 16, Friðrik Stefánsson 10. NJARÐVÍK-SNÆFELL 79-83 Njarðvík: Brandon Woudstra 25, Will Chavis 24, Páll Kristinsson 11, Brenton Birmingham 10/12. Snæfell: Corey Dickerson 27, Dondrell Whitmore 23, Edmund Dotson 17/13, Hlynur Bæringsson 10/12. Undanúrslit kvenna KEFLAVÍK-GRINDAVÍK 66-62 Keflavík: Erla Þorsteinsdóttir 18, Anna María Sveins- dóttir 16/15, Svava Stefánsdóttir 12. Grindavík: Kesha Tardy 18, Ólöf Pálsdóttir 15/10, Sól- veig Gunnlaugsdóttir12. Ú R S L I T V I K U N N A R U N D A N Ú R S L I T I N Í Í S L A N D S M Ó T I K A R L A HÁSPENNA! VF -M YN D: H IL M AR B RA GI B ÁR ÐA RS O N 13. tbl. 2004 umbrot hbb 24.3.2004 15:31 Page 17

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.