Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.03.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 25.03.2004, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ V E R S L U N O G V I Ð S K I P T I Tobías Sveinbjörnsson,ljósmyndari Víkurfrétta,heldur þessa dagana ljós- myndasýningu á Salatbarnum við Faxafen 9 í Reykjavík. Sýn- inguna kallar Tobías „Ferða- lag“. Sýningin stendur til 19. maí nk. „Með sýningunni er ég að sýna ykkur ferðalag mitt sem spannar allt frá Siglufirði til Washington DC þar sem gaman er að bera saman mismunandi kúltur, arki- tektúr og mannlíf. Á sýningunni má finna a.m.k. eina yfirlits- mynd frá þessum stöðum og svo útvalin smáatariði frá völdum stöðum“, segir Tobías í samtali við Víkurfréttir. Tobías Sveinbjörnsson er fæddur 1983 og uppalin í sjávarþorpinu Grindavík. Hann hóf snemma að taka ljósmyndir og þegar hann var aðeins 14 ára átti hann sínar fyrstu myndir í blöðunum og hef- ur myndað af miklum krafti síð- an. Hann dvaldist í Suður Kar- ólínu USA ‘98 & ‘99 eða um tveggja ára skeið í námi. Frá ár- inu 2000 hefur hann starfað sem tölvu, tækni & vefstjóri hjá Ljós- myndaversluninni Beco ehf. Þeg- ar hann kom frá USA hefur hann myndað mikið fyrir íslensk blöð og tímarit, og þar má nefna Morgunblaðið, DV, Víkurfréttir og fleiri miðla. Tobías notar mest Canon EOS 10D fyrir digital og Cambo stór- formats myndavél fyrir filmu. T ískuverslunin Mangó íKeflavík hefur flutt sigum set við Hafnargötuna og opnað nýja verslun að Hafnargötu 54. Verslunin er glæsilega innréttuð, björt og falleg og vöruúrvalið er meira en á gamla staðnum. Rakel Ársælsdóttir, eigandi Mangó, sagði í samtali við Vík- urfréttir að nú væri 20% afsláttur af öllum vörum í tilefni af opnun nýju verslunarinnar. Afslátturinn verður fram yfir páska. Þá styttist í að sumarvörurnar komi í hús og með hækkandi sól mun úrvalið í stærri stærðum aukast. Einnig ætlar Mangó í Keflavík að bjóða upp á meira úrval af fatnaði sem er saumaður sérstaklega fyrir verslunina í Keflavík Meðfylgjandi mynd var tekin í Mangó í Keflavík. Afgreiðslu- borðið hefur vakið athygli og er án efa eitt það frumlegasta í verslun á Suðurnesjum í dag. Ekið á bifreið markaskorara við FS Knattspyrnukonan og markaskorarinn Nína Ósk Kristinsdóttir úr Sandgerði varð fyrir óskemmtilegri reynslu utan við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sl. fimmtudag. Þegar hún kom að bifreiðinni sinni úti á bílastæði var búið að keyra utan í bifreiðina og valda á henni skemmd- um. Ekki er hægt að sjá lit af annarri bifreið í skemmdinni, en hins vegar var skemmdin skítug, sem gæti verið vegna þess að grafa eða vinnutæki hafi rekist í bílinn. Bifreiðin er blár Renault Megane Coupe. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband í síma 423 7746 eða 846 5078. ➤ V Í K U R F R É T TA L J Ó S M Y N D A R I N N Tobbi með ljósmyndasýningu Mangó opnar nýja verslun í Keflavík Nær helmingur fólks í umferðarkönnunSlysavarnafélagsins Landsbjargar íGrindavík í síðustu viku voru án bíl- belta. Úrtakið var 171 bíll á fjölförnum gatna- mótum og voru 81 án belta eða 47,4% en 90 voru í beltum eða 52,6%. Könnunin stóð yfir frá kl. 14:00 til 14:30. Að könnuninni stóðu umferðarfulltrúi Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Kjartan Benediktsson og slysvarnakonur úr Slysavarnadeildinni. Að umferðarkönnuninni lokinni fóru slysavarna- konur með umferðarfulltrúann um bæinn og skráðu niður athugasemdir þar sem talin var þörf á lagfæringum. Kjartan mun vinna skýrslu úr gögn- unum og senda viðkomandi aðilum og þrýsta á að lagfæringar verði gerðar. 47,4% Grindvíkinga án bílbelta VF -M YN D: H IL M AR B RA GI B ÁR ÐA RS O N 13. tbl. 2004 umbrot hbb 24.3.2004 15:04 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.