Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.03.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 25.03.2004, Blaðsíða 14
14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! ➤ F E G U R Ð A R S A M K E P P N I S U Ð U R N E S J A 2 0 0 4 - U N D I R B Ú N I N G U R Leitin að fegurðardrottn-ingu Suðurnesja nær há-marki laugardaginn 17. apríl þegar fegurðarsamkeppni verður haldin í Bláa Lóninu. Að þessu sinni taka 12 stelpur þátt í fegurðarsamkeppninni og þessa dagana standa yfir strangar æfingar hjá þeim. Á bakvið stelpurnar stendur ein- valalið í hárgreiðslu, förðun, lík- amsrækt og framkomu. Allir þessir þættir skipta miklu máli fyrir stelpurnar. Víkurfréttir slógu á þráðinn til þeirra sem sjá um hárgreiðslu og förðun stelpnanna sem taka þátt í fegurðarsam- keppninni. Kolbrún Ída Harðardóttir hár- greiðslukona á hárgreiðslustof- unni Edilon segir að náttúrulegir litir séu í tísku núna. „Við ætlum að hafa greiðslurnar náttúrulegar og látlausar,“ segir Kolbrún og henni líst mjög vel á hópinn. „Þetta eru fallegar stelpur og hópurinn mjög skemmtilegur. Þetta verður spennandi keppni.“ Bryndís Knútsdóttir hárgreiðslu- kona á hárgreiðslustofunni Kamillu í Garði segir að það sé allt í gangi í hártískunni. „Stelp- urnar verða með fléttur, slétt hár og það er bara allt í gangi,“ segir Bryndís og líkt og Kolbrún líst henni mjög vel á hópinn sem tek- ur þátt í fegurðarsamkeppni Suð- urnesja. „Þetta er fallegar og fín- ar stelpur og hópurinn góður sem tekur þátt.“ Ingveldur H. Sigurðardóttir förð- unarfræðingur hjá Lyf og Heilsu í Keflavík sér um að farða kepp- endurna. Ingveldur segir að vor- litirnir séu mikið notaðir núna. „Það er voða mikið blátt og bleikt sem við notum til að undir- strika fegurð og ferskleika stelpn- anna,“ segir Ingveldur en einung- is eru notaðar snyrtivörur frá Dior. Ingveldi lýst vel á hópinn. „Þetta eru allt saman glæsilegar stúlkur og ég get með engu móti veðjað á hver muni vinna.“ Fegurðarsamkeppnin er haldin í fjórða sinn í Bláa Lóninu og seg- ir Sveinn Sveinsson forstöðu- maður veitingasviðs Bláa Lóns- ins að keppnin hafi ávallt farið vel fram og verið hin besta skemmtun. Að sögn Sveins verð- ur boðið upp á þríréttaðan kvöld- verð að hætti Bláa lónsins. Kalli Bjarni mun skemmta gestum, auk þess sem keppendur verða með tískusýningu. „Hápunktur kvöldsins verður keppnin sjálf þar sem þessar glæsilegu stúlkur ganga fram og í lokin verður sjálf krýningin,“ sagði Sveinn í sam- tali við Víkurfréttir. Dagskrá feg- urðarsamkeppni Suðurnesja verður auglýst síðar. Undirbúningur fyrir Fegurðarsamkeppnina á fullu Lögð verður áhersla á náttúrulegt útlit stelpnanna. Vorlitirnir verða áberandi í förðuninni. 13. tbl. 2004 umbrot hbb 24.3.2004 15:46 Page 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.