Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.03.2004, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 25.03.2004, Blaðsíða 11
Það gladdi gamla sjóaraog marga fleiri þegarBátasafn Gríms var opnað. Þar voru fluttar ræður sem gáfu vonir um að þetta væri aðeins byrjunin. Ellert bæjarstjóri lofaði framtakið og sagði að næst lægi fyrir að ganga frá viðbótarhúsnæði í skúrnum við hliðina á safninu. Fyrirheit voru gefin um að færa safninu fleiri líkön þegar pláss yrði fyrir þau. Efndirnar urðu þær að skúrinn var gerður að því sem þeir köll- uðu Listagallerí og var standsett með ærnum kostnaði - þar dugði ekki bert steingólf. Unnið var um helgar og nótt með degi til að geta tekið við röð af „listaverk- um“ sem frægur listamaður ætl- aði að færa bænum að gjöf ákveðinn dag. Sýning var opnuð með viðhöfn á tilsettum tíma og snobbarnir máttu vart vatni halda af aðdáun. Almúgafólk sá ekki betur en að þetta væru stækkuð ljósrit af leiðarmerkjum úr dönsku herfor- ingja-kortunum sem gefin voru út upp úr aldamótunum 1900. Nýlokið er sýningu Árna John- sen á grjóti úr Grundarfirði sem hann hafði flikkað upp á af miklu ímyndunarafli. Þau verk hlutu ekki náðar listasnobbaranna svo ráðamenn bæjarins brugðust snart við og létu útbúa annan sýningarsal fyrir grjótið hans Árna í skúrnum við suðurendann á bátasafninu og nefndu það Gryfjuna. Hvaðan nafngiftin er komin er mér hulið. Þetta voru skúrar sem HF-Keflavík byggði á sínum tíma. En þar með var end- anlega lokað fyrir frekari stækk- un á Bátasafninu. Sýningin á grjótinu hans Árna sló í gegn og setti aðsóknarmet, þótt lítið væri um hana fjallað og henni lauk með Árnakvöldi í Gryfjunni. Þar var húsfyllir - vel á þriðja hund- rað manns sem skemmti sér vel. Sýningu listaprófessorsins sem Galleríið var útbúið fyrir lauk með því að stórmennum bæjar- ins, blaðamönnum og fleirum var boðið. Þar mættu 24 og ekki bar á að neinn hefði gaman af. Nýju fötin Keisarans heyrðist hvíslað. Almúginn lætur ekki að sér hæða. Mér dettur í hug saga sem ég heyrði fyrir löngu, hún gæti verið úr Góða dátanum. Þar segir frá flækingi sem var orðinn kald- ur og hrakinn á flakki sínu í hörku frosti, en varð að gera þarfir sínar. Þegar hann leit á hraukinn, sem niður af honum hafði gengið og beinfrosið, datt honum í hug að þetta mætti kall- ast listaverk og hann nefndi það Móses í hugleiðingu. Bóndabær var í nánd. Þangað hélt flækingurinn og knúði dyra. Húsfreyjan, sem var snobbuð í meira lagi, kom til dyra. Flæk- ingurinn rétti fram „listaverkið“ og bauð það falt fyrir súpudisk. Húsfreyjan tók boðinu fegins hendi, færði flækingnum súpu- disk á eldhúsborðið og setti Móses á arinhilluna í stofunni. Flækingurinn sötraði súpuna af græðgi og forðaði sér við svo búið. Skömmu seinna hróparði húsfreyja til bónda síns. „Móses er búinn að skíta á hilluna og far- inn.“ Vonandi eru listaverkin hans Garibalda geymd við hæfilegan hita, því varla verða þau sýnd aft- ur í bráð. Enginn mun ljá þeim veggpláss, en mikið hafa þau kostað. Ástæða þess að ég er að skrifa um list án þess að hafa nokkurt vit á slíku er sú að ég tel listasnobb og dekur hafa komið í veg fyrir framgang Bátasafnsins, sem hefði getað orðið einstakt á landsvísu. Nóg er af vannýttu húsnæði í Reykjanesbæ sem nýta mætti fyrir sýningar á listaverk- um - um það tel ég mig dómbær- ann. Ólafur Björnsson VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 25. MARS 2004 I 11 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 xx 03 /2 00 4 Samsung X600 Myndavélasími Zoom, snúningur og ljós Stærð myndar 640 x 480 punktar Litaskjár 65.000 litir Minni 9 MB Verð 19.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda ➤ Ó L A F U R B J Ö R N S S O N S K R I F A R Enn þrengir að Bátasafni Gríms 13. tbl. 2004 umbrot hbb 24.3.2004 15:37 Page 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.