Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2004, Síða 10

Víkurfréttir - 15.07.2004, Síða 10
R eykjanesbær hefurákveðið að bjóða ungufólki í atvinnuleit á aldr- inum 16 - 24 ára tímabundna vinnu í sumar. Alls var um 60 ungmennum boðin þátttaka og eru mörg þeirra þegar farin að vinna. Krakkarnir fá vinnu í 4- 6 vikur og eru sum búin að finna vinnu eftir það en aðrir neyðast til að fara aftur í sama farið. Ljósmyndari Víkurfrétta hitti í vikunni á hóp unglinga sem var við gróðursetningu á Nikkel- svæðinu. Þau létu veðrið ekki á sig fá enda eru þau flest fegin að vera komin í vinnu. Margir krakkanna sem urðu fyrir svörum sögðust hafa verið að leita sér að vinnu frá því snemma í vor en það væri ekkert að finna, sérstaklega fyrir þá sem ekki höfðu náð 18 ára aldri. Krakk- arnir létu atvinnuástandið þó ekki skemma góða skapið. „Það má eiginlega segja að þetta sé skítavinna,“ sagði sá sem sá um lífræna áburðinn í gróðursetning- unni og glotti við tönn. „Þetta er samt betra en að gera ekkert.“ Áætlaður kostnaður við verkefn- ið er kr. 11.820.000 og mun At- vinnuleysistryggingasjóður greiða hluta af þeim kostnaði en að auki hefur bæjarráð Reykja- nesbæjar samþykkt viðbótarfjár- veitingu til atvinnuátaksverkefna að upphæð kr. 4.000.000. Við könnun á högum atvinnuleit- enda á aldrinum 16 - 24 ára kom í ljós að um 30 einstaklingar á aldrinum 17 - 20 ára, aðallega skólafólk, eru atvinnulausir og án bótaréttar og falla því ekki undir skilyrði um sérstök verkefni svæðisvinnumiðlana. Einnig eru 6 einstaklingar með 50% bótarétt og 23 með 100% bótarétt. Meðal verkefna sem unnin verða í sumar eru uppgræðsla og fegr- un á útivistarsvæðum, aðstoð við kynningu á víkingaskipinu Ís- lendingi, vinna við gagnagrunn fyrir ferðaþjónustu á Reykjanesi, stuðningur og umönnun við fötl- uð börn í sumarvistun, vinna við gagnagrunn landupplýsingakerf- is fyrir Reykjanesbæ, skráning á listasafni Reykjanesbæjar og að- stoð við námskeiðahald í Lista- skóla barna. Að vinna eða sitja heima - það er stóra spurn- ingin! KALLINN FÓR Á stúfana í vikunni og ræddi við nokkra atvinnurekendur á Suðurnesjum sem hann þekkir. Kallinn spurði út í hvernig þeim hefði gengið að fá fólk til vinnu af Suður- nesjum. Af þeim fjórum vinnustöðum sem Kallinn heimsótti áttu tveir þeirra í vandræðum með að fá fólk í vinnu af atvinnuleysisskránni á Suðurnesjum. Báðir atvinnurekendurnir voru búnir að gefast upp á því að leita til vinnumiðlunarinnar eftir starfskröftum. GETUR ÞAÐ VIRKILEGA verið að fólkið sem er á atvinnuleysisskránni vilji ekki vinna - vilji frekar vera á atvinnuleysisskránni? Kallinn trúir því bara ekki og skilur að á skránni er fólk sem treystir sér ekki til að vinna hvaða vinnu sem er. En að það takist ekki að manna stöður í fiskvinnslu- og framleiðslufyrirtækjum á Suð- urnesjum sýnir að eitthvað er að. Gæti það verið að unga fólkið sé orðið svo fínt með sig að það vilji frekar vera á bótum en vinna í fiski? Kallinn er ekki að fullyrða neitt en ef svo er þá er sú kynslóð í miklum vanda. ÞAÐ HLÝTUR ALLT AÐ vera betra en að hafa ekki atvinnu; hafa ekkert að gera allan liðlang- an daginn. Það hlýtur að vera mannskemm- andi og ekki hollt fyrir neina sál - hvorki aldna né unga. Kallinn fer fram á að Víkurfréttir skoði málið ofan í kjölinn og kanni hvort það sé tilfellið að fólk sem er á atvinnuleysisskrá sé ekki tilbúið til að vinna - sé bara sátt við aurana sem það fær í bætur. Kallinn trúir þessu ekki - en vill að málið sé kannað. NÚ ER HERINN svo sannarlega að sýna sig á svæðinu. Herflugvélarnar fljúga látlaust yfir Njarðvík svo dynur í öllu. Eru þeir að taka kveðjuflugið - eða sýna að þeir séu ekki að fara og að allt sé á fullu hjá þeim? ROSALEGA EIGA SUÐURNESJAMENN gott íþróttafólk. Hver verðlaunin á fætur öðrum koma og má þar nefna; fimmti flokkur Kefla- víkur fékk verðlaun á Esso mótinu; Hesta- menn gerðu góða hluti á landsmótinu; gamla fólkið vann verðlaun á landsmótinu og Jói Kristjáns náði frábærum árangri í borðtennis ófatlaðra á landsmótinu á Sauðárkróki. ÍÞRÓTTAHÁSKÓLANN HINGAÐ! Kallinn yrði rosalega ánægður með Geir Sveinsson sem skólastjóra og styður hann heilshugar. Maður- inn er goðsögn að mati Kallsins og góð fyrir- mynd fyrir nemendur skólans. AÐ LOKUM vill Kallinn minna á að hann er lýðræðissinni og hann skilur ekki það sem er að gerast i Íslenskri pólitík þessa dagana! Bara skilur það ekki! Kveðja, kallinn@vf.is 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! MUNDI Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 421 0004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttafréttir), sími 868 7712, sport@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0000 Eins gott að þetta séu ekki enskar fótboltabullur....nú eða ítalskar! Kallinn á kassanum Bílabraut og íþróttaháskóli - gott mál! Atvinnulausum unglingum boðin vinna ➤ Allt að 60 atvinnulausir unglingar í Reykjanesbæ komast í tímabundna vinnu í sumar : Grískar fótboltabullur á vegum sumarleikhóps Vinnuskólans í Reykjanes- bæ heimsóttu knattspyrnuvöll Keflvíkinga í vikunni. Þeir mættu aðeins of tímanlega vegna þess að leikurinn átti ekki að hefjast fyrr en klukkan 19:15 um kvöldið. Leikhópurinn hefur verið með ýmis verk í allt sumar og hefur sannarlega sett skemmtilegan svip á bæinn. Krakkarnir voru klædd að hætti Forn-Grikkja og gengu um knattspyrnuvöllinn. Kofabyggðin sem stendur á malarvellinum í Keflavík tæmdist fljótt þegar smíðakrakkarnir hópuðust í kringum þessi skrýtnu goð. Grískar fótboltabullur á Keflavíkurvelli Unglingarnir fást við all- skyns garðyrkjustörf. 29. tbl. 2004-Stefan7 14.7.2004 14:11 Page 10

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.