Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.02.2005, Síða 15

Víkurfréttir - 26.02.2005, Síða 15
VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 2005 I 15 8 Lionsklúbbur Sandgerðis: Lionsklúbbur Sandgerðis hélt upp á 40 ára afmæli sitt föstudaginn 18. febr- úar sl. Skemmtinefnd klúbbs- ins sá um og undirbjó afmælis- hátíðina og stóð sig frábærlega í því. Hátíðin var haldin í nýupp- gerðu og stórglæsilegu sam- komuhúsi staðarins. Rúmlega eitt hundrað manns komu til að samfagna klúbbnum á þessum tímamótum. Ásgeir Gunnars- son sá um harmonikkuleik fyrir matinn, sem var gómsætt og glæsilegt sjávarréttahlaðborð í höndum Stefáns Sigurðssonar veitingamanns. Veislustjóri var Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri, ræðumaður kvölds- ins var Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fór hann á kostum í því hlutverki. Félagar úr Karlakór Keflavíkur sungu nokkur lög við frábærar und- irtektir. Þá rifjaði Lionskórinn upp gamla takta. Gestir komu færandi hendi og fékk klúbbur- inn margar góðar gjafir. Tókst hátíðin í alla staði mjög vel og vill klúbburinn þakka afmælis- gestum kærlega fyrir kvöldið. Stjórnin. Fertugur Lionsklúbbur Ræðumaður kvöldsins var Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fór hann á kostum í því hlutverki. Félagar úr Karlakór Kefla- víkur sungu nokkur lög við frábærar undirtektir. Þá rifjaði Lion- skórinn upp gamla takta.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.