Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2005, Síða 10

Víkurfréttir - 14.04.2005, Síða 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Myllubakkaskóli Nem end ur í Myllu-b a k k a s k ó l a m u n u frumsýna söngleikinn Hattur og Fattur í sal skólans á þriðjudag. Alls munu 38 nem- endur úr 4.-10. bekk taka þátt í sýningunni, sem er tileiknuð minningu Vilhjálms heitins Ketilssonar skólastjóra. Æfingar hafa staðið yfir í um tvo og hálfan mánuð og segja aðstandendur sýningarinnar að krakkarnir hafi staðið sig frábær- lega þó að svona kosti auðvitað mikla vinnu. Stjórnendur sýn- ingarinnar eru þær Íris Dröfn Halldórsdóttir, Freydís Kneif Kolbeinsdóttir og Gunnheiður Kjartansdóttir. Í sýningunni eru 12 lög sem allir þekkja og syngja nemendurnir sjálfir allar raddir og bakraddir, en auk þess er mikið dansað. Lögin sem krakkarnir syngja verða til sölu á sýningunum, en krakkarnir tóku lögin upp á geisladisk hjá Geimsteini. Leikritið fjallar um geimver- urnar Hatt og Fatt sem koma frá plánetunni Úrídúx. Þeir lenda á Íslandi, í miðjum Reykjanesbæ, þar sem þau hitta fyrir þau Óla og Rósu. Hattur og Fattur ving- ast við krakkana og lenda með þeim í ýmsum ævintýrum. Meðal leikenda í sýningunni eru þau Brynjar Sigurðsson, sem leikur Óla, og Lilja Rut Jóns- dóttir sem er dansari og söngv- ari. Brynjar, sem er í 7. bekk, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hann leikur á sviði. „Þetta er mjög gaman og ég hlakka til að sýna,” sagði þessi efnilegi leikari sem segist þó ekki viss um að hann ætli að feta leiklistarbraut- ina í framtíðinni. Lilja Rut er í 9. bekk og hefur æft dans af kappi frá því hún var lít il. „Þetta er rosa lega skemmtilegt, sérstaklega á æf- ingum. Svo er þetta líka góður félagsskapur.” Fyrstu tvær sýningarnar eru ein- ungis fyrir nemendur, en fyrsta almenna sýningin verður á mið- vikudagskvöld. Hattur og Fattur í minningu Vilhjálms skólastjóra ©RITSTJÓRNAR BRÉFHilmar Bragi BárðarsonF R É T T A S T J Ó R I S K R I F A R Í nógu að snúast á Víkurfréttum! Blaðamenn Víkurfrétta hafa haft í nógu að snúast síðustu daga. Tímarit Víkurfrétta var klárað í prentun um hádegi á þriðjudag eftir erfiða fæðingu. Því miður líða alltof margir mánuðir á milli blaða. Síðasta blað í haust og nú er sumarið handan við hornið. Blaðið hefur hins vegar aldrei verið stærra en kaupendur TVF fá nú 72 síður af Suðurnesjaefni á næsta blaðsölustað. Tímaritið er áhugavert og markmið þess er að höfða til sem flestra. Efni þess er kynnt ítarlega í þessu tölublaði Víkurfrétta og því óþarfi að rekja efni blaðsins hér. Netsíðan okkar var að slá enn eitt aðsóknarmetið í síðustu viku. Rúmlega 23.000 notendur og 56.000 innlit eru staðreynd og þessar tölur höfum við aldrei séð svona háar áður. „Bein útsending“ á golfi á Hafnarfjarðar-hluta vefsíðu Víkurfrétta vakti athygli og þar fylgdust fjölmargir með gengi Ólafar Maríu Jónsdóttur á atvinnumannamóti í golfi á Kanaríeyjum. Blaðamaður Víkurfrétta fylgdi Ólöfu eftir hvert fótmál í fjóra daga og nákvæmar lýsingar á gengi hennar á mótinu var að finna á vefnum á slóðinni vf.is og vikurfrettir.is. Einnig lásu margir íþróttafréttir á vf.is og fylgdust þar með baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Þá hefur mátt fletta hundruðum ljósmynda í myndagallerýum sem hafa verið gerð aðgengilegri á vefnum. Fréttaþjónusta Víkurfrétta á Netinu er eins og best gerist. Eingöngu Morgunblaðið, Vísir og Ríkisútvarpið eru stærri í fréttum á Netinu og Víkurfréttir fylgja fast á hæla þessara miðla og eru með öflugustu fréttaþjónustu af svæðinu! Margskonar nýjungar eru á teikniborðinu eða eru að komast á framkvæmdastig í tengslum við netmiðilinn okkar. Íþróttaumfjöllun verður öflug í sumar. Þá mega notendur eiga von á því að fara að sjá meira af lifandi myndum inni á netinu þegar sumarið gengur í garð. Víkurfréttir eru að koma sér upp búnaði til fullvinnslu á sjónvarpsefni og netsíðan mun njóta góðs af því. Þannig verða settar inn lifandi myndir með völdum fréttum. Einnig verður boðið upp á hljóðupptökur. Frá þessu verður greint nánar þegar nær dregur. Markaðsdeild Víkurfrétta hefur nýlokið útgáfu á Reykjaneskorti á íslensku og ensku sem er dreift í tugþúsundaupplagi um allt land. Þá er hafin vinna við sumarblað Víkurfrétta, sem jafnframt er dreift um landið og höfðar til Íslendinga og er ætlað að benda þeim á kosti Reykjaness þegar ferðalög innanlands eru annars vegar. Það er því óhætt að segja að við á Víkurfréttum sitjum ekki auðum höndum þessa dagana. Bestu kveðjur, Hilmar Bragi Bárðarson. Meðal leikenda í sýningunni eru þau Brynjar Sigurðsson, sem leikur Óla, og Lilja Rut Jónsdóttir sem er dansari og söngvari.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.