Víkurfréttir - 14.04.2005, Síða 26
26 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Rúnar Ingi Erlingsson, fyrirliði 10. flokks Njarðvíkinga, var að landa sínum 19. titli með 89’ árgangnum
í körfuknattleik um helgina þegar Njað-
víkingar urðu Íslandsmeistarar. Rúnar
var aðeins 5 ára þegar hann byrjaði að
æfa og fljótlega eftir það fóru titlarnir að
hrannast upp hjá honum.
„Þetta byrjaði strax í minnibolta, þá sá
maður að við vorum með flottan hóp.
Sami kjarninn er búinn að vera að æfa
saman síðan í minnibolta og höfum við
lagt mikið á okkur. Við höfum verið að
æfa fimm sinnum í viku í vetur og svo
oft leikir með því. Síðasta sumar æfðum
við þrisvar í viku í íþróttahúsinu og svo
vorum við tvisvar í viku í Perlunni,” sagði
Rúnar, en það verður lítið um sumarfrí hjá
honum þar sem hann fer með U-16 ára
landsliðinu ásamt fjórum öðrum félögum
sínum úr liðinu til Svíþjóðar á Norður-
landamótið í maí og svo á Evrópumótið á Spáni
í lok júlí, ásamt því að æfa með Njarðvík í sumar.
Rúnar hinsvegar lifir og hrærist í körfubolta og er
ánægður með að vera á stífum æfingum í sumar.
„Svona á þetta að vera, þetta gerist ekki skemmti-
legra,” sagði þessi unga skytta í samtali við Víkur-
fréttir.
Firmakeppni Keflavíkur
Sportið sport@vf.is
1 Liverpool - Tottenham X 1 1
2 Charlton - Bolton 1 X 2 1 X 2 1 X 2
3 Southampton - Aton Villa 2 1 1
4 Fulham - Man City 1 1 X 1 X
5 C. Palace - Norwich 1 X 1 X 1
6 Leicester - Wigan 2 X 2 1 X 2
7 Reading - Nott. Forest 1 1 1
8 QPR - Leeds 1 X 2 1 1 2
9 Preston - Cardiff 1 1 1
10 Burnley - Brighton 1 1 1
11 Gillingham - Crewe 1 X 1 1
12 Coventry - Wolves X 2 1 X 2 1 X
13 Hansa Rostock - Stuttgart 2 2 1
Seðill vikunnar
Nú er komið að úrslitastundu í Getraunakeppni Keflavíkur. Liðin þrjú
eigast við þessari viku og þeirri næstu og sigrar það lið sem hefur
flesta rétta eftir vikurnar tvær.
Bent er á að enn er hægt að vinna farseðil á leik Arsenal og
Liverpool þann 7. maí, en þeir sem tippa fyrir 500 eða meira í
K-Húsinu eru í pottinum
Viðhaldsdeild
Varnarliðsins
Njarðvíkurdrengir í 10. flokki tryggðu sér um helgina Íslandsmeist-
aratitilinn í körfuknattleik
með sigri á Breiðabliki, 85-56
í úrslitaleik.
Drengirnir hafa verið með ein-
dæmum sigursælir síðustu ár og
hafa unnið alla titla sem í boði
voru á grunnskólaaldri, fyrstir
liða. Þá unnu þeir Scaniamótið
tvö síðustu ár.
Frá árinu 2000, þegar þeir hófu
keppni á Íslandsmóti, hafa þeir
unnið 104 af 106 leikjum og
hafa unnið 83 leiki í röð. Þeir
töpuðu síðast 11. nóvember
2001, gegn Keflavík.
Fyrir utan titlana sem þeir hafa
unnið í sínum flokki hafa þeir
einnig unnið fjóra Íslands- og
Bikarmeistaratitla þegar þeir
keppa upp fyrir sig í flokkum.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
drengjanna hefur unnið með
þeim síðustu 3 ár og var einnig
með þá fyrstu tvö árin í minni-
boltanum. Hann segir marga
samverkandi þætti hafa skilað
liðinu eins langt og raun ber
vitni.
„Þessi árangur hefur kostað
gríðarlega vinnu bæði hjá strák-
unum og öðrum sem koma
að liðinu. Vil ég þá helst nefna
Ingólf Ólafsson, fyrrverandi for-
mann unglingaráðs og Einar
Oddgeirsson núverandi for-
mann auk Erlings Hannessonar
sem hefur farið fyrir öflugum
foreldrahópi. Strákarnir sjálfir
hafa lagt mikið á sig, m.a. æft á
sumrin þegar önnur lið taka því
rólega og þannig að þetta eru
margir samverkandi þættir sem
skila þessum árangri.”
Þrátt fyrir óslitna sigurgöngu
í áraraðir segir Einar Árni að
værukærð sé eitthvað sem fyrir-
finnst ekki hjá þeim og hafa þeir
klárað alla sína leiki síðustu árin
með miklum yfirburðum. „Það
hefur sjaldan komið fyrir að
þeir hafi misst einbeitinguna á
vellinum og þegar það gerist eru
þeir fljótir að ná sér upp aftur.
Þeir eru afskaplega einbeittir og
spila af fullum krafti allan tím-
ann.”
Framtíð strákanna er björt á
vellinum og er víst að ef fram
fer sem horfir munu allnokkrir
þeirra verða burðarásar í meist-
araflokki Njarðvíkur.
„Ég hlakka til að fylgjast með
þeim. Ég hef enga trú á öðru en
að þeir haldi sínu striki,” segir
Einar að lokum.
Einstakur árangur
Njarðvíkurpilta
Þórarinn Kristjánsson skoraði sigurmark með varaliði Aberdeen gegn
Motherwell í Skotlandi á þriðju-
daginn.
Víkurfréttir spjölluðu við Þórar-
inn skömmu eftir leikinn. „Ég
er náttúrulega ekki búinn að
spila í yfir sex vikur og það tók
mig smá tíma að komast í gír-
inn en svo rann þetta saman. Ég
fann hinsvegar aðeins fyrir verk
síðustu 15 mínúturnar. Ég byrj-
aði að æfa með liðinu nýlega en
hef verið að hlaupa í þrjár vikur.
Það tognaði illa vöðvi fyrir ofan
kúluna á ökklanum þannig að
ég hef ekki getað sparkað í bolta
meðan ég hef verið að jafna
mig, maður verður bara að nota
leftarann meira,“ sagði Þórar-
inn á léttu nótunum. Næsti
leikur liðsins er á laugardag, en
óvíst er hvort Þórarinn verði
kominn í leikform fyrir þann
leik. Þjálfari liðsins var hins
vegar ánægður með drenginn
í varaliðsleiknum. Annars hafa
Þórarinn og fjölskylda verið að
aðlagast ífinu í Skotlandi vel.
„Veturinn er farinn og sumar og
blíða er hérna í Skotlandi núna
og við erum búin að aðlagast
mjög vel. Þetta eru fínir strákar
í liðinu líkt og maður er vanur
í Keflavíkinni,“ sagði Þórarinn
í Skotlandi.
Tóti á skotskónum í Skotlandi
Haraldur Guðmunds-son og fé lag ar í Ålesund gerðu jafn-
tefli við norsku risana í Ros-
enborg 2-2
í norsku úr-
valsdeild-
i n n i s í ð -
ast lið inn
laugardag
þ a r s e m
R o s e n -
borg náði
að jafna á síðustu mínútum
leiksins.
Haraldur lék allan leikinn
og sagði í samtali við Víkur-
fréttir að honum hafi gengið
vel í miðvarðarstöðunni á
troðfullum leikvelli í Þránd-
heimi. Hægt er að lesa viðtal
við Harald og kærustu hans,
Ingu Láru, í nýju tímariti
Víkurfrétta sem komið er á
næsta blaðsölustað.
Gerir það gott
í Noregi
Lo g i G u n n a r s s o n , körfuknattleiksmaður frá Njarðvík, lét ljós
sitt skína með félagsliði sínu,
Giessen 49’ers í þýsku úrvals-
deildinni á laugardaginn.
Logi, sem hefur ekki fengið
að leika neitt að ráði í vetur,
skor aði 12 stig og gaf 5
stoðsendingar á 14 mínútum.
Hann hleypti lífi í leik sinna
manna sem sigruðu á end-
anum, 99-83, og var Logi
hylltur ákaft af stuðnings-
mönnum Giessen í lok leiks.
Á heimasíðu Njarðvíkinga
kemur fram að þjálfari liðs-
ins þakkaði Loga sérstaklega
fyrir sigurinn sem kom liðinu
í sjötta sæti deildarinnar. Þar
er einnig haft eftir Loga að
hann vonist eftir að fá fleiri
tækifæri eftir frammistöð-
una.
Logi nýtti tækifærið
Hefur unnið 19 titla með Njarðvík
Nýr golfkennari hefur tek ið til starfa hjá G o l f k l ú b b i S u ð -
urnsja. Hann heit ir Paul
Stoll er og er 32 Eng lend-
ingur.
Paul kom til landsins í vik-
unni og er strax byrjaður að
kenna byrjendum sem lengra
komnum í æfingahúsi GS við
Hafnargötu 2 í Keflavík. Paul gerðist PGA golfkennari árið
1992 og hefur kennt síðan bæði í heimalandi sínu og víðar
annars staðar, s.s. i Svíþjóð, Tyrklandi, Malasíu, Austurríki,
Slóveníu og Póllandi en breskir golfkennarar hafa verið mjög
vinsælir víða um heim.
Paul hóf að leika golf aðeins tólf ára og stefndi á að verða
atvinnumaður í golfi og gerði góða tilraun til þess en ákvað
að snúa sér frekar að golfkennslu sem væri öruggari starfsvett-
vangur til framtíðar.
„Mér líst mjög vel á aðstæður hér hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
Ég hef ekki leikið Hólmsvöll en það sem ég hef séð líst mér
vel á. Aðstæður til golfkennslu eru fínar í Leirunni og einnig
í æfingahúsinu og ég vonast eftir góðu samstarfi við golfara á
Suðurnesjum”, sagði Paul. Hægt er panta tíma hjá Paul beint
í gsm: 898-0087 og hjá GS í síma 421-4103.
Nýr golfkennari til GS