Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.06.2005, Page 11

Víkurfréttir - 30.06.2005, Page 11
VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 30. JÚNÍ 2005 I 11 Ás dís Helga dótt ir úr Sand gerði lét draum sinn rætast er hún gekk á Keili ásamt foreldrum sínum og Elínu systir sinni. Ásdís er fötluð, einhverf og þroska- heft, og hefur lengi borið þann draum í brjósti að ganga á Keilir. Í nánast hvert sinn er hún hefur ekið Reykjanesbraut- ina hefur hún spurt foreldra sína, „hvenær eigum við að fara.“ Þar sem fætur Ádísar hafa ekki alltaf verið í sem bestu ásig- komulagi, eftir ökklabrot og tvær aðgerðir á hné, fyrr en nú þá var ákveðið að ráðast á Keili og „klífa“ hann. Gangan var löng og ströng yfir urð og grjót og afskaplega bratt upp í mót. Hávaðarok og nístingskuldi var á leiðinni og jókst eftir því sem ofar dró en Ásdís lét það ekkert á sig fá og arkaði upp eins og herforingi. Næst verður tekist á við Esjuna og síðan er náttúru- lega Mt. Everest eftir. Elín systir hennar var að fara upp í annað sinn og hljóp nánast alla leið. Viðhorfskönnun Reykjanesbæjar Esjan og Everest næst hjá Ásdísi! Systurnar Elín og Ásdís á toppi Keilis. Næsta markmið þeirra er að ganga á Esjuna. Reykja nes bær og lög-reglan í Keflavík gerðu viðhorfskönnun meðal íbúa 20. apríl til 6. maí 2005 þar sem kannað var viðhorf íbúa til þeirrar þjónustu sem veitt er af þeirra hálfu. Könnuninni er ætlað að bæta þjónustu við íbúa og er áætlað að gera sambærilegar kannanir með reglulegu millibili til þess að leggja mat á viðhorf íbúa til þeirrar þjónustu sem veitt er. Þeir íbúar sem hafa áhuga á að taka þátt í stuttum t-póstkönn- unum geta skráð sig í Netsveit Reykjanesbæjar á upplýsinga- vefnum: reykjanesbaer.is en þar er hægt að velja málaflokka eftir áhugasviði. Verið er að vinna úr niður- stöðum könnunar innar en dregið hefur verið úr nöfnum þátttakenda sem svöruðu könn- uninni rafrænt. Vinningar voru eftirtaldir: 1. vinningur: Árskort í Sund- miðstöðinni við Sunnubraut. 2. til 3. vinningur: Helgardvöl (utan orlofstíma) í sumarhúsi STFS. 4. til 6. vinningur: 30 daga kort í Sundmiðstöðinni við Sunnu- braut. 7. til 10. vinningur: 10 daga kort í Sundmiðstöðinni við Sunnu- braut. 11. til 20. vinningur: Árskort í Bókasafn Reykjanesbæjar. Vinningshafar: 1. Svanbjörg K. Magnúsdóttir 2. Ásthildur Árnadóttir 3. Irena Liepina 4. Ragnhildur Ragnarsdóttir 5. Oddný Björgólfsdóttir 6. Katrín Halldórsdóttir 7. Sóley Ragnarsdóttir 8. Anna Kristjana Egilsdóttir 9. Gísli Grétarsson 10. Ingibjörg Óskarsdóttir 11. Þröstur Ástþórsson 12. Hallgrímur Færseth 13. Auður Sveinsdóttir 14. Eygló Þorsteinsdóttir 15. Rannveig Sigurðardóttir 16. Jane Petra Gunnarsdóttir 17. Hrefna Guðný Tómasdóttir 18. Thelma Björk Jóhannes- dóttir 19. Ragnheiður Ragnarsdóttir 20. Aníta H. Björnsdóttir Verðlaunahafar í viðhorfskönnun Ásdís kannar bestu uppgönguna

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.