Víkurfréttir - 30.06.2005, Síða 13
VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 30. JÚNÍ 2005 I 13
Fimmtudaginn 9. júní lögðu Víkurfréttir upp í hringferð um landið til þess að dreifa sumarefni sínu á alla helstu ferða-
mannastaði Íslands. Var Jón Björn Ólafsson,
starfsmaður Víkurfrétta, fenginn til verksins og
lánaði Hekla í Reykjanesbæ Volkswagen Caddy
til fararinnar.
Ferðin hófst við höfuðstöðvar Prentmets í Reykja-
vík og Caddyinn kjaftfylltur af kössum með
Reykjanes Map 2005-2006, Ferðahandbók Víkur-
frétta 2005 og Enjoy more of Reykjanes en þessar
þrjár útgáfur eru á jafn mörgum tungumálum,
íslensku, ensku og þýsku.
Fyrsti viðkomustaðurinn var Litla Kaffistofan og
síðan herjað á suðurlandsundirlendið allt fram
að Vík í Mýrdal. Gisti Jón Björn að Höfðabrekku
í Vík og fékk þar höfðinglegar móttökur og eiga
staðarhaldarar þar hinar bestu þakkir skildar fyrir
velvild sína.
Snemma föstudags var haldið af stað áleiðis
að Kirkjubæjarklaustri og þaðan í Jökulsárlón.
Staldraði Jón Björn við lónið og smellti nokkrum
vel völdum myndum af sem hægt er að skoða í
myndasafni inni á www.vf.is. Frá Jökulsárlóni lá
leiðin á Höfn í blíðskaparveðri. Laust fyrir kvöld-
mat náði Jón Björn inn á Egilsstaði en tók skottúr
á Seyðisfjörð og svo aftur inn á Egilsstaði og var
þar yfir nóttina.
Á laugardeginum var ekið beina leið að Mývatni
og þaðan inn á Akureyri með myndapásu við
Goðafoss. Um hádegisbil varð Bautinn fyrir val-
inu og sviku þeirra landsfrægu hamborgarar ekki
svangan ferðalanginn. Með grátstafinn í kverk-
unum yfir því að þurfa að kveðja veðurblíðuna á
Akureyri staldrað Jón Björn við í Varmahlíð og
hélt svo að Blönduósi. Þar tók Magnús Hreins-
son, starfsmaður Hótel Blönduóss, við ferðabæk-
lingum Víkurfrétta og líkaði honum vel.
Frá Blönduósi lá leiðin til Reykjavíkur með stuttu
stoppi í Borgarnesi og allmargir kílómetrar að
baki þennan langa laugardag. Sunnudagurinn fór
svo í það að breiða út ferðablöð Víkurfrétta um
Snæfellsnesið en þá er það einungis Vestfjarða-
kjálkinn sem er óplægður en það stendur til bóta.
Sérlega þakkir fær Hekla í Reykjanesbæ fyrir lánið
á Caddyinum svo og staðarhaldararnir að Hótel
Höfðabrekku í Vík ásamt öllum þeim er lögðu
Víkurfréttum lið við útgáfu á þessum sumar-
blöðum um Reykjanesið. 2218 kílómetrar eru að
baki og ættu innlendir sem og erlendir ferðamenn
um land allt að geta nálgast greinargott efni um
Reykjanesið á næstu upplýsingamiðstöð.
2218 km ferðalag með
ferðaútgáfu Víkurfrétta
Víkurfréttir fóru stóran hring um Ísland:
Jón Björn Ólafsson kominn að
Seljalandsfossi og strax farinn að velta
því fyrir sér hvar eigi næst að stoppa.
Við sýslumörk Austur-Skaftafellssýslu.
Ferðaútgáfunni stillt upp við
sýslusteininn góða í blíðskaparveðri.
Á Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þarna hafa
Hollywood-myndir verið teknar í gegnum árin.
Nú er myndað á hrjóstrugu Reykjanesinu.
Á Seyðisfirði. Húsin undir hlíðinni og ennþá
talsverður snjor í fjöllunum.
Goðafoss í Bárðardal er eins og gamli vitinn á Garðskaga, endalaust myndaefni.
Stemmningsmynd
frá Djúpavogi.
Ungir menn á Garðskaga með
ferðaútgáfuna.
Okkar maður við upphaf ferðar á Caddy frá Heklu.