Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.2005, Page 15

Víkurfréttir - 11.08.2005, Page 15
VÍKURFRÉTTIR I 32. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 11. ÁGÚST 2005 I 15 Sandgerðisdagar voru settir með glæsibrag í Samkomuhúsi bæjar- ins á föstudagskvöld. Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar, setti Sandgerðisdaga og Jóhannes Kristjánsson var veislustjóri, hann stóð sig að vanda með prýði og kitlaði hláturtaugarnar hjá gestum. Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson tóku lagið með miklum til- þrifum og Brynja Dögg Jónsdóttir lék nokkur lög á þverflautu. South River Band spilaði nokkur vel valin lög en á meðan setningar- athöfnin stóð sem hæst busluðu krakkarnir í sundlauginni þar sem fjörugt sundlaugarpartý var haldið fyrir krakka í 7.-10. bekk. Sú skemmtilega uppákoma átti sér stað að söngvarinn Raggi Bjarna fann nafna sinn, Ástvald Ragnar Bjarnason, í salnum og gladdi hann með því að gefa honum áritað eintak af nýju geislaplötunni sinni. Var sá síðarnefndi í skýjunum yfir þessum glaðningi. Auglýsingasíminn er 421 0000 90,1% LESTUR VÍKURFRÉTTA Á SUÐURNESJUM MIKIÐ FJÖR Á SANDGERÐISDÖGUM Söngvarinn Raggi Bjarna fann nafna sinn, Ástvald Ragnar Bjarnason, í salnum og gladdi hann með því að gefa honum árit- aðan geisladisk.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.