Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.09.2005, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 29.09.2005, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 29. SEPTEMBER 2005 I 15 Bjartsýnishópurinn, sem er sjálfshjálparhópur foreldra ofvirkra barna, er nú að hefja sitt 11. starfsár. Hópurinn vinnur skv. grunn- hugmyndum að hópstarfi þ.e. að þátttakendur hjálpi bæði sjálfum sér og öðrum með því að bera saman aðstæður og reynslu, skiptast á hug- myndum, tillögum og lausnum með því að ræða saman um sameiginlega reynslu. Þátttakendur byggja á og nýta eigin úrræði þátttakenda, eigin skilgreiningu á vandamálinu, eigin normum og eigin vinnu með vandamálið Í hópnum er lögð áhersla á trúnað, virðingu, jafnrétti og við- urkenningu. Bjartsýnishópurinn var stofn- aður af foreldrum eftir námskeið sem Þroskahjálp á Suðurnesjum og foreldrafélög grunnskólanna á Suðurnesjum sameinuðust um að halda fyrir foreldra og að- standendur ofvirkra/misþroska barna haustið 1995. Á þeim tíma var ofvirkni ekki eins þekkt og viðurkennd staðreynd og í dag og ennþá ýmsir sem efuðust um að ofvirkni væri annað en óþekkt og slæmt uppeldi. Í dag er ofvirkni viðurkennd staðreynd og talið að 3 - 5% barna uppfylla þau læknisfræði- legu greiningarskilyrði sem þarf til að þau teljist ofvirk. Mjög sterk fræði leg rök benda til þess að ofvirkni eigi sér líffræði- legar skýringar og talin stafa af truflun í boðefnakerfi í heila. Meðhöndlun beinist að því að draga úr truflun í aðlögun og líðan barnsins með lyfjagjöf og sálfræði- og uppeldislegum að- ferðum. Álag á foreldra ofvirkra barna er oft mikið því ofvirknin hefur áhrif á allt heimilislífið. Þess vegna hefur það reynst mörg um for eldr um mik il hjálp að taka þátt í Bjartsýnis- hópnum, deila sameiginlegri reynslu, finna þar samkennd og skilning og skiptast á tillögum og lausnum. Í tilefni af því að nú eru liðin 10 ár frá stofnun Bjartsýnis- hópsins fyrirhugar hópurinn að standa fyrir fræðslufyrirlestrum á næstunni um áhrif ofvirkni á fjölskyldur og um fullorðna of- virka. Fyrirlestrarnir verða aug- lýstir síðar. Fund ir Bjart sýn is hóps ins eru haldnir fyrsta mánudag í hverjum mánuði frá október til maí í Ragnarsseli að Suður- völlum 7 í Reykjanesbæ. Fyrsti fundur vetrarins verður mánu- daginn 3. október n.k. kl. 20.30. Vefþátturinn Splash.is, sem er í eigu Suð-urnesjamanna, hefur verið keyptur á sjónvarpsstöð- ina Sirkus. Þetta kemur fram á vefsíðu þáttarins, Splash.is, og fer fyrsti þátturinn í loftið 6. október næstkomandi. Það eru bræðurnir Óli Geir Jóns- son og Jóhann Þór Jónsson sem eiga og reka vefþáttinn en Víkur- fréttir tóku viðtal við Óla Geir um þáttinn sem birtist í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Þegar blaðamaður hafði sam- band við Óla Geir var hann í skýjunum yfir þessu öllu saman: „Sjónvarpsstöðin Sirkus keypti af okkur tvo þætti sem þeir ætla að sýna hjá sér 6. og 13. október. Eftir þessar sýningar þá ætla þeir að mæla áhorfið á þættina og taka síðan ákvörðun í framhaldinu hvort þeir vilji fleiri þætti.“ „Þetta er ýkt spennandi, það vita rosalega margir um þetta og við bræðurnir vonum að sem flestir horfi á og styðji okkur í þessu,“ sagði Óli Geir Jónsson í samtali við Víkurfréttir. Það verður spennandi að fylgj- ast með framgangi mála hjá Splash.is en næsta þátt hjá þeim bræðrum má sjá á slóðinni Splash.is næstkomandi mánu- dag. - sjálfshjálparhópur foreldra ofvirkra barna Ellefta starfsár Bjart- sýnishópsins að byrja Vefsjónvarpsþátturinn Splash Keyptur á sjónvarpsstöðina Sirkus

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.