Víkurfréttir - 29.09.2005, Page 21
VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 29. SEPTEMBER 2005 I 21
Jæja, gott fólk. Þá er lokið enn einu tímabili hjá ung-lingadeild R/V (Reynis/
Víðis) og aftur er verið að fara
af stað eftir sumarfrí.
Stjórn unglingadeildar R/V
hefur samþykkt að ganga aftur
til samninga við Grindavík í
kvennaboltanum sem gaf svo
góða raun á síðasta tímabili
og spila undir merkjum GRV.
Tímabilið hefur verið frábært
og öllum flokkum hefur gengið
vel.
Þar af er helst að nefna að í
fyrsta skipti í sögu félaganna
Reynis og Víðis er kominn Ís-
landsmeistaratitill.
Hér á eftir er gengi flokkanna
sumarið 2005 rakið.
Kvennabolti GRV:
7 fl. Tóku þátt á Símamóti með
góðum árangri.
6 fl. Nóatúnsmeistarar og Síma-
mótsmeistarar.
5 fl. Hraðmótsmeistarar á Síma-
móti og Suðurnesjameistarar A
og C liða.
4 fl. Faxaflóameistarar, Suður-
nesjameistarar og Íslandsmeist-
arar (7m) auk 2. sætis á Síma-
móti.
3 fl. Faxaflóameistarar, Suður-
nesjameistarar og 2. sæti á Ís-
landsmóti.
Karlabolti RV
7 fl. Suðurnesjameistarar og KB-
mótsmeistarar.
6 fl. Stóðu sig með sóma á þeim
mótum sem þeir tóku þátt í.
5 fl. Halda sér í B-riðli á Íslands-
móti. 3. sæti á KB móti í Borga-
nesi.
4 fl. Komust í 8 liða úrslit á Ís-
landsmóti og 2. sæti á KB móti
í Borganesi.
3 fl. Stóðu sig með sóma á þeim
mótum sem þeir tóku þátt í.
Þetta sýnir það að félögin eru á
réttri leið í uppbyggingu á barna
og unglinga starfi
Svona starf hefur mikið forvarn-
argildi og byggir upp og eflir
sjálfstraust hjá einstaklingum
og heldur ungu fólki frá því
að fara villur vega. Eru forráða-
menn barna því hvattir til þess
að styðja börn sín til að fara að
æfa fótbolta .
Þegar fjöldinn er ekki nægilega
mikill til að halda úti flokkum
í byggðalögum þarf að fara á
milli bæja. Við það verð ur
rekstur á barna- og unglinga-
starfi óneitalega meiri, en það
á að gera allt til að halda þessu
samstarfi gangandi og geta verið
með alla flokka og gefa öllum
sem hafa áhuga á fótbolta tæki-
færi til að vera með.
Það er einlægur vilji og metn-
aður unglingadeildar félaganna
að byggja upp öflugt starf í
kring um börn og unglinga bæj-
arfélaganna.
Ef við höld um ekki ótrauð
áfram að byggja upp þá ýmist
hætta börn eða leita til annarra
félaga sem sjá hag sinn að halda
úti yngri flokkum og byggja
þannig grunn að frábærum ein-
staklingum í meistaraflokki.
Þráinn Maríusson, formaður
B a r n a - o g u n g l i n g a r á ð s
Reynis.
Körfuknattleiksmaður-inn Logi Gunnarsson, frá Njarð vík, gerði í
síðustu viku eins árs samning
við þýska körfuknattleiksliðið
Bayreuth.
Logi sem leikið hefur tvö síðustu
tímabil með Giessen 46ers hefur
þegar leikið þrjá æf ingaleiki
með Bayreuth. Liðið er í þýsku
2. deildinni og á sér nokkra sögu
í þýska boltanum en liðið varð
m.a. meistari árið 1989.
Þau Hrefna Guðmunds-dóttir og Jónas Guðni Sævarsson voru kjörin
bestu leikmenn meistaraflokks
karla og kvenna á loka hófi
knattspyrnudeildar Keflavíkur
í Stapa um liðna helgi.
„Ég er mjög sáttur við þessi verð-
laun og tel mig hafa unnið fyrir
þeim með góðu sumri. Viður-
kenning af þessu tagi ýtir meir
á það að gera betur næst og jafn-
vel að þetta geti orðið til þess
að maður fái sjéns erlendis,“
sagði Jónas Guðni í samtali við
Víkurfréttir en að lokum vildi
hann koma á framfæri þakklæti
til þeirra sem kusu sig besta leik-
mann Keflavíkurliðsins í sumar.
„Það er mikil vinna sem liggur
að baki þessum verðlaunum.
Sumarið var mjög skemmtilegt
og gaman að komast upp í úr-
valsdeild og standa sig svona vel,
að ná að halda sér í deildinni,“
sagði Hrefna í samtaldi við Vík-
urfréttir. „Það er óljóst hvort ég
haldi áfram í knattspyrnu en ef
svo fer þá verð ég líkast til áfram
hjá Keflavík. Einnig vil ég koma
á framfæri þökkum til Ásdísar
og Dodda þjálfaranna og stelpn-
anna í liðinu,“ sagði Hrefna að
lokum.
Þar voru einnig veittar fjöl-
margar aðrar viðurkenningar og
fylgja þær helstu hér á eftir:
2. fl. karla:
Besti félaginn:
Heiðar Arnarsson.
Mestu framfarir:
Garðar Eðvaldsson.
Besti leikmaðurinn:
Ólafur Berry.
Mfl. kvenna:
Besti félaginn:
Ágústa Jóna Heiðdal.
Efnilegasti leikmaðurinn:
Elísabet Ester Sævarsdóttir.
Besti leikmaðurinn:
Hrefna Guðmundsdóttir.
Gullskór:
Nína Ósk Kristinsdóttir 9 mörk.
Silfurskór:
Vesna Smiljkovic 5 mörk.
Mfl. karla:
Besti félaginn:
Guðmundur Steinarsson.
Efnilegasti leikmaðurinn:
Baldur Sigurðsson.
Besti leikmaðurinn:
Jónas Guðni Sævarsson.
Gullskór:
Hörður Sveinsson, 9 mörk.
Silfurskór:
Guðmundur Steinarss. 7 mörk.
Jónas og Hrefna best í Keflavík
Sneri aftur eftir 23 árMynd/Jón Örvar
VF-m
ynd/Þorgils
Framhald á samstarfi
Reynis og Víðis
Samdi við
Bayreuth
Sýnishorn af
verðlaunagripum
sumarsins hjá
Reyni/Víði og
GRV.
Liðsmenn GRV fagna góðum árangri eins og svo oft áður í sumar.
Íþrótta- og æskulýðsfröm-uðurinn Stefán Bjarkason reimdi á sig körfubolta-
skóna í fyrsta sinn um árabil í
Reykjanesmótinu í körfuknatt-
leik á mánudag.
Stefán, sem lauk ferli sínum
með meistaraflokki með Kefla-
vík árið 1982, fékk sæti í liðinu
eftir að Rúnar Magnússon, gam-
all nemandi Stefáns úr Njarðvík-
urskóla, keypti sætið á árlegu
uppboði á herrakvöldi UMFN
síðasta haust og eftirlét það Stef-
áni.
„Það var skemmtilegt að fá að
taka fram skóna að nýju og ég
var hissa á því hvað ég fékk að
spila mikið. Ég átti nokkur skot
sem geiguðu, en í síðustu sókn-
inni setti Einar þjálfari upp kerfi
fyrir mig og ég náði þriggja stiga
skoti rétt áður en flautan gall og
það fór ofaní.“
Eftir leikinn spurði Stefán leik-
menn Njarðvíkur í gríni hvenær
næsta æfing væri, en hann játar
að sennilega séu hans bestu ár
að baki. Hann muni því láta
ungu mönnunum eftir sætið í
liðinu.
VF-m
ynd/Atli M
ár