Víkurfréttir - 13.10.2005, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 13. OKTÓBER 2005 I 21
Njarðvíkingar hrósuðu sigri á ná grönn um sín um í Kefla vík í
Meistarakeppni KKÍ á sunnu-
dagskvöld, 73-94. Leikurinn
fór fram í Íþróttahúsinu við
Sunnubraut, en þetta er annað
árið í röð sem Njarðvíkingar
sigra Keflvíkinga á heimavelli í
þessari keppni.
Heimamenn byrjuðu betur og
komust í 14-4, en Njarðvíkingar
svöruðu að bragði og komust
yfir, 18-22, áður en fyrsta leik-
hluta lauk. Fram að hálfleik var
leikurinn jafn og spennandi þó
að hann hafi vissulega borið
keim af því að liðin eru ekki í
fullri leikæfingu. Staðan þegar
liðin héldu inn í klefa var 42-46
fyrir Njarðvík.
Jeb Ivey og Magnús Gunnarsson
báru af í sitt hvoru liðinu, en
Njarðvíkingurinn Egill Jónason
átti einnig góðan leik, sérstak-
lega í vörninni þar sem hann
varði 5 skot.
Í upphafi seinni hálfleiks fóru
lykilmenn í Keflavíkurliðinu að
lenda í villuvandræðum. Jason
Kalsow fékk sína fjórðu villu og
munaði um minna þar sem þá
vantaði líka Zlatko Gocevski,
Makedónann í þeirra liði. Njarð-
víkingar héldu forskotinu í um
fimm stigum og náðu Keflvík-
ingar ekki að vinna það niður
þrátt fyrir ágætis innkomu hjá
mönnum eins og Arnari Frey
Jónssyni.
Njarðvíkingar voru einfaldlega
sterkari undir lokin þar sem Ivey
fór hreinlega á kostum auk þess
sem Egill sýndi snilldartakta á
köflum. Þessi ungi leikmaður
fær stærra hlutverk í liðinu nú
en oft áður og virðist vera í
stakk búinn að taka á sig meiri
ábyrgð, bæði í vörn og sókn.
Njarðvíkingar sigruðu því Meist-
arakeppnina í fimmta skipti á
síðustu sjö árum og hafa því
unnið fjögur mót í aðdraganda
Íslandsmótsins.
Fögnuðu sigri í Slátur-
húsinu annað árið í röð
Fjölbrautaskóli Suður-nesja og Íþrótta fé lag fatlaðra á Suðurnesjum,
NES, munu starfa náið saman
í vetur eins og síðustu ár en
skrifað var undir samning um
samstarfið í dag.
Samstarf skólans og NES felur
í sér að skólinn býður upp á
áfanga í íþróttum fatlaðra en
kennslan fer fram á æfingum
og mótum á vegum NES. Nem-
endur aðstoða þjálfara á æf-
ingum og taka þátt í mótahaldi
og keppnum sem leiðbeinendur
eða dómarar. Markmiðið er að
nemendur fræðist um og kynn-
ist íþróttum fatlaðra og þjálfun
fatlaðra. Þeir læri mótahald og
hlutverk starfsmanna á mótum,
taki dóm ara próf í Boocía,
læri skipulag og umsjón með
íþróttaferðalögum, kynnist fötl-
uðum einstaklingum og gildi
þess að aðstoða þá sem þurfa á
aðstoð að halda.
Á vefsíðu FS segir að það sé
skólanum mikið ánægjuefni að
áframhald verði á samstarfinu
við NES. Nemendur hafa haft
mikla ánægju af þátttöku sinni
í starfi félagsins og dregið af því
heilmikinn lærdóm. Á móti hafa
þeir fengið hugheilar þakkir frá
NES og meðlimum þess fyrir
sitt framlag. Á myndinni undir-
rita Oddný Harðardóttir skóla-
meistari og Kjartan Steinarsson,
formaður NES, samninginn.
Hörður Sveinsson frá Keflavík skoraði tvö fyrstu mörk U-21 liðs Íslands í stórsigri á Svíþjóð, 4-1, á þriðju-dag. Með sigrinum gerðu Íslendingar út um vonir
Svía að leika á HM U-21 liða á næsta ári. Hörður var nýlega
kjörinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins og hefur verið
einn af lykilmönnum ungmennalandsliðsins.
Félagi hans í Keflavíkurliðinu, Jónas Guðni Sævarsson, tók
einnig þátt í leiknum og var í byrjunarliðinu.
Hörður skoraði tvö mörk
fyrir U-21 landslið Íslands
FS og Íþróttafélagið NES halda áfram samstarfi
Upp skeru há t ið yngri flokka UMFNfór fram í félagsheimilinu Stapa
á dög un um. Það var hinn
landskunni sjónvarpsmaður,
Auðunn Blöndal, sem var heið-
ursgestur samkomunnar. Hann
afhenti viðurkenningarnar og
sprellaði jafnframt gestum til
mikillar ánægju.
Alls fengu 46 einstaklingar hinar
ýmsu viðurkenningar og þjálf-
arar fengu blómvendi fyrir góð
störf. Sparisjóðurinn í Keflavík,
aðalstyrktaraðili deildarinnar,
gaf öllum iðkendum peninga-
bauk og Sláturfélag Suðurlands
sælgæti sem iðkendur fengu. Há-
tíðin var mjög vel sótt og þakkar
knattspyrnudeildin öllum iðk-
endum og foreldrum þeirra gott
samstarf á liðnu starfsári.
5. flokkur stúlkna
Framfarir og ástundun:
Ásdís Vala Freysdóttir, Guðrún
Ósk Hermannsdóttir og Elín
Færseth
Besti félaginn í 5. flokki stúlkna:
Sigríður Sigurðardóttir
Leikmaður ársins:
Sigríður Sigurðardóttir
7. flokkur yngri
Framfarir og ástundun:
Jón Arnór Sverrisson og Rafn
Sigmarssons
Leikmaður ársins:
Samúel Þór Traustason
7. flokkur eldri
Framfarir og ástundun:
Atli Karl Sigurbjarnarson, Bene-
dikt Jónsson, Teitur Árni Theó-
dórsson og Theódór Sigurbergs-
son
Besti félaginn í 7. flokki:
Ragnar Friðriksson
Leikmaður ársins:
Arnþór Ingi Ingvason
6. flokkur yngri
Framfarir og ástundun:
Kristmann Ingi Kristjánssona,
Magnús Smári Ragnarsson,
Patrekur B. Þorbjargarson og
Thor Andri Hallgrímsson
Leikmaður ársins:
Ari Már Andrésson
6. flokkur eldri
Framfarir og ástundun:
Fannar Guðni Logason, Friðrik
Árnason og Hákon Harðarson
Besti félaginn:
Brynjar Þór Guðnason
Leikmaður ársins:
Þorgils Gauti Halldórsson
5. flokkur yngri
Framfarir og ástundun:
Aron Breki Skúla son, Aron
Hlynur Ásgeirsson og Arnór
Svansson
Leikmaður ársins:
Elvar Már Friðriksson
5. flokkur eldri
Framfarir og ástundun:
Óskar Örn Óskarsson, Sindri Jó-
hannsson, Sveinn H. Kristinsson
og Ævar Örn Auðunsson
Besti félaginn í 5. flokki:
Helgi Már Vilbergsson
Leikmaður ársins:
Arnór Ingvi Traustason
4. flokkur
Framfarir og ástundun:
Arnar Freyr Valsson, Guðjón H.
Björnsson, Haukur Harðarson
og Magnús Ágústsson
Besti félaginn í 4. flokki:
Sigurður Svansson
Leikmaður ársins:
Kristjón Freyr Hjaltested
3. flokkur
Framfarir og ástundun:
Ingvar Jónsson, Jón Árni Bene-
diktsson, Jóhann Baldur Braga-
son og Jóhann Eggertsson
Besti félaginn í 3. flokki:
Freyr Guðmundsson
Leikmaður ársins:
Alexander Magnússon
Glæsileg uppskeruhátíð í Stapa
VF
-m
yn
d/
Þo
rg
ilsVF
-m
yn
d/
Þo
rg
ils
Mynd/Axel
Sigríður
Sigurðardóttir með
verðlaunin sín sem
besti leikmaður 7.
flokks stúlkna.
Arnar Ingi
Traustason,
besti
leikmaður 5.
flokks ásamt
Auðunni
Blöndal.
Keflvíkingurinn Arnar
Freyr Jónsson keyrir
uppað körfu Njarðvíkinga.
Jeb Ivey er til varnar.