Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.2005, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 13.10.2005, Blaðsíða 13
VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 13. OKTÓBER 2005 I 13 Skipulagsstofnun hefur sam- þykkt tillöguna sem gerir ráð fyrir að línan verði lögð með austurhlíð Sýrfells suður að skarðinu á milli Sýrfells og Sýr- fellsdraga. Þar verður línan lögð vestur um skarðið að spennu- virki Reykjanesvirkjunar. Með þessu fyrirkomulagi mun línan liggja lægra í landinu og nær iðnaðarsvæðinu en fyrri áform gerðu ráð fyrir. Svæðinu sem línunni er ætlað að fara um hefur þegar verið raskað með vegi og vatnslögn. Umhverfis- rask vegna vega slóða o.þ.h. verður því óverulegt. Sam kvæmt sam komu lag i Hitaveitu Suðurnesja, Nátt- úruverndarsamtaka Íslands og Landverndar verður allt að 2 km af loftlínunni skipt út með jarðstreng innan 8 - 10 ára svo fremi sem rannsóknir á jarð- skjálftavirkni og yfirborðsjarð- hita leiði ekki í ljós að slíkt sé tæknilega óframkvæmanlegt, segir í tilkynningu frá Náttúru- verndarsamtökum Íslands. Útgáfutónleikar Matta Ó l a f ó r u f r a m í Fr um leik hús inu í Reykjanesbæ á fimmtudags- kvöld. Tabula Rasa, sem sam- anstendur af þeim Finnbirni Benónýssyni og Fríðu Dís Guð- mundsdóttur, hitaði upp fyrir Matta Óla en Finnbjörn og Fríða vöktu nokkra athygli og þóttu standa sig með miklum ágætum. Matti Óla hóf útgáfutónleikana einn síns liðs vopnaður klassíska gítarnum sínum en smátt og smátt týndust spilafélagar hans upp á svið með honum. Matti var duglegur að spjalla við sal- inn á milli laga og var persónu- legur og einlægur í samtölum sínum. Meðal annars fengu tón- leikagestir að vita að það versta sem getur komið fyrir karlmann sé að gleyma afmælisdegi konu sinnar. Að þeim fróðleiksmola loknum fékk salurinn að heyra afsökunarbeiðni Matta til konu sinnar. Matti lék lög af nýútkominni geisla plötu sinni „Nak inn” ásamt nýjum lögum sem hann hefur verið að semja að undan- förnu. Umgjörðin í kringum tón- leikana var eins og best verður á kosið og áheyrendur klöppuðu Matta ákaft lof í lófa þegar hann hafði lokið tónleiknum. Reykjanesvirkjun: Ný línuleið og jarð- strengur eftir 8-10 ár Hitaveita Suðurnesja hefur gert samkomulag við Náttúru-verndarsamtök Íslands og Landvernd þess efnis að leggja allt að 2 km langan jarðstreng í stað háspennulínu frá virkjuninni á Reykjanesi innan 8 - 10 ára. Í kjölfar samkomulags- ins hefur verið leitað til Skipulagsstofnunar um samþykki fyrir nýrri leið fyrir loftlínuna sem mun flytja orku frá virkjuninni þar til jarðstrengurinn verður lagður. PERSÓNULEGUR OG EINLÆGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.