Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.2005, Page 28

Víkurfréttir - 13.10.2005, Page 28
28 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Grunnskólar í Reykjanesbæ: Annað stærsta ræstingarþjónustufyrirtæki á Íslandi er starfandi á Suðurnesjum en það varð til eftir sameiningu Allt Hreint ehf. og Hilmar R. Sölvason ehf. sem gekk í gegn í júní síðastliðnum. Fyrirtækið heitir Allt Hreint/ Hilmar R. Sölvason og eru um 80 starfsmenn sem starfa hjá fyrirtækinu eftir sameininguna. Halldór Guðmundsson, einn eigenda fyrirtækis- ins, sagði í samtali við Víkurfréttir að ein af þeim ástæðum sem liggja að baki sameiningarinnar sé að fyrirtækin verði töluvert sterkari á landsvísu. Bæði fyrirtækin hafa mikla reynslu í ræstingar- þjónustu en Allt Hreint var um 12 ára gamalt áður en það sameinaðist en Hilmar R. Sölvason ehf. um 23 ára. Þetta nýja fyrirtæki býður bæði einstaklingum og fyrirtækjum upp á ræstingar, hreingerningar, gluggahreinsun, rimlagardínuhreinsun, teppa- hreinsun, bónhreinsun, bónun gólfa og dúka ásamt því að sjá um þrif á flísum, þrif á loftræsti- kerfum, stéttum, bílastæðum ásamt almennum bílaþvætti. „Fyrirtækið hefur á bak við sig ræstingafólk sem hefur áratuga reynslu af ræstingum en við leggjum sérstaklega áherslu á persónuleg sam- skipti við verkkaupa. Við veitum einnig alla þá að- stoð sem þörf er á hvað varðar ráðgjöf og fleira,” sagði Halldór og bætti því við að ásamt því að sjá um ræstingar flytji þeir inn að mestu leiti öll hrein- gerningarefni sjálfir. Meðal þeirra verkefna sem hið nýja fyrirtæki sér um er meðal annars öll þrif fyrir Sambíóin í Reykjavík. „Það er alltaf nóg að gera hjá okkur,” sagði Hall- dór og var að vonum ánægður með nýtt og sam- einað fyrirtæki. Með allt á hreinu Guðrún Hjörleifsdóttir miðill starfar fimmtudaginn 20. október hjá Sálarrannsóknafélagi Suðurnesja. Skúli Lórentsson starfar miðvikudaginn 19. október. Þeir sem vilja fara í bænahring vinsamlegast skráið ykkur í síma 421-3348 eða í síma 866-0621. Starfið hjá SRFS Á evrópskum tungumála-degi og degi stærðfræð-i n n a r v a r b r yd d a ð upp á ýmsum skemmtilegum verkefnum fyrir nemendur í Holtaskóla. Á evrópskum tungumáladegi æfðu nem end ur yngsta og miðstigs sönginn um Meistara Jakob á fjórum tungumálum. Eftir hádegið buðu yngri nem- endur þeim eldri á sal skólans og sungu hátt og snjallt fyrir þá. Þá skoruðu þeir á unglingana í keðjusöng og að lokum sam- einuðust allir nemendur í söng á íslenskum Meistara Jakob. Á unglingastigi voru dyr dönsku- og enskustofu opnaðar upp á gátt og gátu nemendur flakkað á milli stofa og spilað borðspil á ensku og dönsku og leyst ýmis konar tungumálaverkefni. Ekki var minna um að vera á þriðjudag, degi stærðfræðinnar. Á öllum stigum var sérstök áhersla lögð á stærðfræðitengd verkefni, spiluð voru spil, búnar til klukkur og margt fleira. Allir nemendur skólans fóru á sal þar sem nemendur 9. og 10. bekkjar höfðu útbúið einstak- lega skemmtileg veggspjöld með margvíslegum spurningum á borð við hve þungt mannsheil- inn vegur. Möguleikar voru gefnir á svörum og síðan fengu nemendur að handfjatla hluti af sömu þyngd. Unglingarnir kepptu einnig sín á milli í því að vera sem fyrst að leysa eina Su Ko Du þraut. Einnig tóku allir nemendur skólans þátt í stærðfræðigetraun sem kenn- arar höfðu útbúið. Á unglinga- stigi áttu nemendur að finna út hversu marga kassa sem er rúmmetri að stærð þyrfti til að fylla upp í nýja salinn okkar. Miðstigsnemendur glímdu við flatarmál og yngsta stigs nem- endur við lengd. Á hverju stigi voru að sjálfsögðu veitt vegleg verðlaun í boði Langbest og því var kapp nemenda mikið við að komast sem næst réttu svari. Nemendur stóðu sig með stakri prýði báða dagana og leystu þau verkefni sem fyrir þá voru lögð vel af hendi og með bros á vör. Líf og fjör í Holtaskóla! Viðskipti og Atvinnulíf:

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.