Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.2005, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 13.10.2005, Blaðsíða 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Nú á dög un um bauð Heil brigð is stofn un Suð ur nesja velunn- urum sínum í kaffisamsæti þar sem þeim var þakkað fyrir hlýjan hug og höfðingsskap í garð stofnunarinnar. HSS hefur fengið fjöldann allan af gjöfum frá fyrirtækjum, ein- staklingum, samböndum og fé- lögum á þessu ári. Fram kom í kaffisamsætinu að það sé löngu þekkt hve góða og sterka bak- hjarla HSS hefur og hafa læknar og stjórnendur heilbrigðisstofn- ana á öllu landinu öfundað HSS fyrir það. Þær gjafir sem hafa borist á þessu ári eru: -Málverk frá Höllu Haralds- dóttur. -Ein milljón króna frá ÍAV í minningu Margrétar Haralds- dóttur, en það verður notað til þess að bæta aðstöðu fyrir verð- andi og nýbakaða foreldra. -Augnsmásjá frá Hitaveitu Suð- urnesja. -Sjálfvirkan blóðþrýstingsmæli frá SpKef. -Hjartarafsjá á 2. D-álmu frá SpKef, D-álmusamtökunum og Verkstjórasambandi Íslands. -Hjartarafstuðtæki frá Styrktar- félagi HSS. -Garðhúsgögn frá Húsasmiðj- unni. -Ytri öndunarvél frá Félagi hjartasjúklinga á Suðurnesjum. -Hjartalínuritstæki frá Iðn- sveinafélagi Suðurnesja, Starfs- mannafélagi Suðurnesja, Verka- lýðs- og sjómannafélagi Kefla- víkur og Verslunarmannafélagi Suðurnesja. HSS þakkar velunnurum góðar gjafir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja: Opið alla daga frá kl. 11:00 - 01:00 og á föstud. og laugard. frá kl. 11:00-03:00 Veitingastaður með frábært útsýni Borðapantanir í síma 421 4601 www.rain.is * * * Fimmtudagur: Mugison á Ránn, húsið opnar kl. 21 Hljómsveitin Hafrót með siglfi rskasveifl u alla helginaInga Rósa Kristinsdóttir sýnir um þessar mundir sextán vatnslitamyndir í sýningarsal byggðasafns- ins á Garðskaga í Garði. Um er að ræða uppstillingar, myndir af dýrum og fleira. Sýningin stendur til 19. októ- ber. Inga Rósa er fædd í Stykk- is hólmi en hef ur búið í Reykjavík og Hollandi. Hún er í dag búsett í Keflavík og stundar þar list sína. Sýn- ingin er opin á opnunartíma veitingasölunnar Flasarinnar, sem er í byggðasafninu. Sýnir myndlist á Garðskaga

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.