Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.09.2006, Page 15

Víkurfréttir - 28.09.2006, Page 15
KEFLAVÍK - KR Bikarúrslitaleikur á Laugardalsvelli kl. 14:00 á laugardag ÁFRAM KEFLAVÍK - BIKARINN HEIM Hefur leikið með báðum liðum Haukur Ingi Guðnason hefur leikið bæði með KR og Kefla-vík. Hann varð bikarmeistari 1997 með Keflavík og síðar varð hann Íslandsmeistari með KR. Haukur segir að ef Keflavík skori á undan á laugardag geti það opnað leikinn og þá séu Keflvík- ingar jafnvel líklegri til þess að bæta við. Rétt eins og aðrir leikmenn Keflavíkur 1997 fór Haukur ekki varhluta af bikar- tísku liðsins. „Ég var með rautt skegg í fyrri leiknum gegn ÍBV, reyndar var þetta ekki skegg, bara húðin á mér, maður var svo ungur að það varð að mála skeggið á mig,“ sagði Haukur og hló. „Fyrir síð- ari leikinn lét ég svo aflita á mér hárið, meira að segja Hrafnkell læknir var með aflitað hár það árið,“ sagði Haukur sællar minningar. Haukur segir Keflavík hafa verið hvað sókndjarfasta liðið í sumar en að á móti hafi KR verið varnarsinnaðasta lið deildarinnar síðari hluta tímabilsins. „KR-ingar voru að fá mikið af mörkum á sig í upphafi leiktíðar en Teitur las stöð- una rétt og KR fór að halda hreinu og vinna sína leiki 1-0. Það gæti orðið erfitt fyrir Keflavík að lenda undir á móti KR því þeir eru vel skipulagðir í vörninni en ef Keflavík skorar á undan er allt opið,“ sagði Haukur. Bikarblað Henti skónum upp í stúku Ég henti skónum upp í stúku þegar við unnum 2004,“ sagði Þórarinn Brynjar Kristjánsson spurður hvort hann ætlaði að spila í sömu skóm og gegn KA. Tóti setti tvö fyrstu mörkin gegn KA í bikarnum 2004 og lagði þar með grunninn að sigri Keflavíkur í leiknum. „Þetta voru örugglega svartir Pumaskór, ég þarf að fá mér nýtt par fyrir laugardaginn og þeir fjúka aftur upp í stúku ef við vinnum,“ sagði Þórarinn sem varð einnig bikarmeistari með Keflavík árið 1997 og þá aðeins 16 ára gamall. Þórarinn kom þá inn á sem varamaður í báðum framlengingunum gegn ÍBV, en það árið urðu leikirnir tveir. „Ég skoraði í undanúrslitum 1997 gegn Leiftri og það var mitt fyrsta bikarmark fyrir Kefla- vík,“ sagði Þórarinn sem er kominn með hanakamb núna en flestir muna eflaust eftir Keflvíkingum 1997 þegar þeir mættu með aflitað hár gegn ÍBV. „Meira að segja Maggi Þorsteins er búinn að krúnuraka sig núna. Við erum bara að peppa okkur saman og hafa gaman af þessu,“ sagði Þórarinn og lofaði að Keflvíkingar myndu mæta flottir til leiks á laugardag.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.