Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.09.2006, Page 25

Víkurfréttir - 28.09.2006, Page 25
25ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Knattspyrnudeild Keflavíkur afhenti foreldrum Hugins Heiðars, sem átt hefur við alvarleg veikindi að stríða frá fæðingu, peningagjöf að upphæð 100.000 kr. nú fyrr í vikunni. Fyrir nokkru stóð knattspyrnudeildin að söfnun fyirir Huginn og mættu foreldrar hans, þau Guðmundur og Fjóla, til þess að taka á móti gjöfinni. Huginn er tveggja ára gamall og sögðu foreldrar hans að nú gerði hann fátt annað en að hlusta á tónlist og spá í fótbolta. Á myndinni eru frá vinstri, Ólafur Bjarnason, Jón Örvar Arason og Rúnar V. Arnarson frá Keflavík ásamt þeim Guðmundi og Fjólu, foreldrum Hugins. Safnaði stigum í Sviss Jóhann Rúnar Kristjánsson hefur lokið þátttöku sinni á heimsmeistaramótinu í borðtennis sem fram fór í Sviss. Jóhann féll í fyrstu um- ferð út úr opnum flokki en rak- aði inn stigum í sitjandi flokki og sagði þetta besta árangur sinn á heimsmeistaramóti. Í fyrstu umferð riðlakeppninnar í sitjandi flokki hafði Jóhann betur gegn tékkneskum spilara 3-2 og fór sú viðureign í odda- lotu þar sem Jóhann hafði betur 11-9. Í öðrum leik í riðlakeppn- inni mætti Jóhann frönskum spilara sem var í 2. sæti á heims- listanum og tapaði þar 3-1 og missti því naumlega af því að komast í átta manna úrslitin. Fyrir HM var Jóhann í 19. sæti á heimslistanum en gerir ráð fyrir því að komast nokkrum sætum ofar eftir keppnina þar sem hann náði inn 150 stigum í Sviss. „Þetta var skrýtið mót þar sem bæði sitjandi heimsmeistari og ólympíumeistarinn komust ekki upp úr riðlakeppninni,“ sagði Jóhann og sagði árangur sinn í Sviss einn þann besta frá upphafi. Jóhann er í feikna- formi þessa dagana og æfði vel fyrir mótið í Sviss og hefur m.a. bætt á sig um 10 kílóum af vöðvamassa. Arnar Freyr Jónsson fór á kostum í fyrsta nágrannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur í körfunni. Keflvíkingar urðu Húsasmiðjumeistarar í körfuknattleik um síðustu helgi og lögðu þeir Njarðvíkinga 86-92 í Ljónagryfjunni. Þessi fyrsti nágrannaslagur liðanna sveik engan þó liðin væru stödd í sínum undirbúningstímabilum. Arnar Freyr fór mikinn í 3. leikhluta og félagar hans í Keflavík fylgdu eftir og höfðu að lokum sigur. Góð fyrirheit fyrir körfuboltaveturinn framunda.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.