Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.2014, Síða 4

Víkurfréttir - 06.02.2014, Síða 4
fimmtudagurinn 6. febrúar 2014 • VÍKURFRÉTTIR4 -fréttir pósturu vf@vf.is Tækifæri í atvinnuuppbygg-ingu á norðurslóðum voru kynnt fyrir fyrirtækjum á Suður- nesjum í síðustu viku. Þá fór fram fyrsti kynningarfundur verk- efnisstjórnar á vegum Heklu- nnar- Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Samtaka atvinnu- rekenda á Reykjanesi og Isavia um ný tækifæri í atvinnuupp- byggingu á norðurslóðum. Hátt í eitthundrað manns sóttu fundinn sem haldinn var í Eldey, þróunar- setrinu á Ásbrú. Helstu tækifæri Suðurnesjamanna í þjónustu við norðurslóðir er að á Keflavíkurflugvelli verði staðsett björgunarmiðstöð fyrir norður- slóðir vegna þeirra verkefna sem unnið er að t.a.m. vegna opnunar siglingarleiða og í tengslum við olíuleit við austurstönd Grænlands, svo dæmi séu tekin. Fjórir aðilar fluttu fyrirlestra á fundinum og sögðu frá gangi mála í þessu stóra verkefni. Guðmundur Pétursson, formaður SAR, Sam- taka atvinnurekenda á Reykjanesi sem sá um undirbúning fundar- ins sagðist afar ánægður með þær upplýsingar sem komu fram og þá framtíðar möguleika sem væru fyrir Suðurnesjamenn í tengslum við norðurslóðir. Tækifæri fyrir Suðurnesja- menn á norðurslóðum Útibú Landabankans í Sand-gerði fagnaði 50 ára afmæli síðastliðinn föstudag. Af því til- efni færðu bæjarstjórinn, Sig- rún Árnadóttir, og forseti bæjar- stjórnar, Ólafur Þór Ólafsson, El- ísu Baldursdóttur þjónustustjóra veglegan blómvönd. Elísa hefur starfað við bankann í tæp 30 ár, eða frá því hún var 17 ára. Nem- endur 3. bekkjar grunnskólans kíktu við og sungu afmælissöng- inn. Myndaalbúm lágu frammi fyrir viðskiptavini að skoða og gestir og gangandi gæddu sér á af- mælisköku og öðrum kræsingum n Stór tímamót í Sandgerði: Landsbankinn fimmtugur Ólafur Þór Ólafsson, Elísa Baldursdóttir og Sigrún Árnadóttir. Starfskonur Landsbankans, Guðrún Sig- ríður Helgadóttir, Hrönn Hjörleifsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Guðrún Jóna Ara- dóttir og Elísa Baldursdóttir. Grunnskólabörn sungu afmælissönginn og gæddu sér á veitingum. Viðskiptavinur og fyrrum starfsmaður skoðar albúm. Mörghundruð nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla á Suðurnesjum kynntu sér störf um 60 manns í íþróttamiðstöð- inni við Sunnubraut í morgun. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku myndir og einnig viðtöl við nokkra viðstadda. Áhugasvið nemendanna voru fjölbreytt og þeir voru vel undirbúnir með tilbúnar spurningar. Flestir nemendur spurðu um laun og vinnutíma en lengd náms og atvinnumöguleikar fylgdu þar fast á eftir. Einn hafði ákveðið fyrir 12 árum að verða kokkur og annar hafði gert myndbönd í 6 ár og stefnir í kvikmyndagerð. Þá var ein stúlka harðákveðin í að verða lögregla. Almenn ánægja var meðal nemenda og þeirra sem standa að kynn- ingunni, sem síðast var árið 2010. Auðvelt var að fá fólk til að kynna störf sín og það í sjálfboðavinnu utan venjulegs vinnutíma. n Vel heppnuð starfakynning fyrir grunnskólanema: „Hvað færðu í laun?“ ERUM FLUTTIR Á IÐJUSTÍG 1C VIÐ HLIÐINÁ SS BÍLALEIGUNNI Iðjustíg 1c - sími 421 7979 www.bilarogpartar.is BÍLAVIÐGERÐIR-PARTASALA Orlofshús VSFK Páskar 2014 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 16. apríl til og með miðvikudeginum 23. apríl 2014. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og er umsóknarfrestur til kl. 15:00 föstudaginn 7. mars 2014. Úthlutað verður samkvæmt punktaker. Orlofsstjórn VSFK HONDA CR-V BÍLL ÁR SINS 201 4 Á ÍSLAN DI Í FLOK KI JEPPA OG JEP PLINGA * HONDA CR-V KOSTAR FRÁ 5.290.000 EYÐSLA FRÁ 4,5L/100km www.honda.is * S kv . v al i B an da la gs ís le ns kr a bí la bl að am an na , B ÍB B . Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.