Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 10
miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 -kosningar 2014 pósturu vf@vf.is Friðjón Einarsson skipar 1. sæti hjá Samfylkingu og óháðum fyrir komandi kosningar í Reykjanesbæ. Hann svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum nú þegar mánuður er til sveitarstjórnar- kosninga. Hvernig leggjast komandi sveitarstjórnarkosningar í þig? Spenntur og get varla beðið eftir því að hefja kosningabaráttuna. Hópurinn okkar er samheldinn og vinnusamur og hefur lagt sig fram við alla stefnumótun. Við erum mjög fjölbreyttur hópur og mikið af ungum og efnilegum einstaklingum í bland við eldri og gamla hunda eins og mig. Þetta verður bara gaman og fullt af jákvæðum uppákomum. Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað? Þetta er nú rétt að byrja og of snemmt að segja nokkuð um kosningabaráttuna en það er mjög ánægulegt að verða var við aukinn áhuga á bæjarbúa á bæjarmálum. Ég held þó að í þetta sinn gæti baráttan orðið ansi hörð og óvægin en ég vona að allir gæti hófs í orðavali og athöfnum. Við munum reka mál- efnalega og jákvæða kosningabaráttu, kynna bæjarbúum okkar sýn og lausnir og hvetja þá til þess að móta framtíð bæjarins með okkur. Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ? Ég held að ekkert eitt mál muni skipta hér mestu máli. Fjölskyldan og atvinnumálin eru mikilvægustu málaflokkarnir auk þess að rík krafa er meðal íbúa að gera bæinn okkar lýðræðislegri og að umhverfismál fái aukið vægi. Um hvað munu kosningarnar snúast? Kosningarnar munu snúast um fram- tíð bæjarins okkar. Snúast um það hvernig við getum saman mótað sam- félag grundvallað á jöfnuði, lýðræði, ábyrgð og gegnsæi með fjölskylduna í fyrir- rúmi. Heilbrigðu umhverfi og lausnum sem byggja á að styrkja atvinnulífið þannig að það blómstri og skapi betur launuð störf fyri alla. Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum? Við stefnum á fjóra fulltrúa í bæjarstjórn eftir næstu kosningar, ekki spurning. 2 karla og 2 konur, tvo reynslubolta og tvo ferska nýliða. ■■ Samfylkingin og óháðir: Baráttan gæri orðið ansi hörð og óvægin - segir Friðjón Einarsson sem skipar 1. sæti X-S Kristinn Þór Jakobsson skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi kosningar. Hann svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum nú þegar mánuður er til komandi sveitar- stjórnarkosninga. Hvernig eru komandi sveitarstjórnarkosningar að leggjast í þig? Kosningarnar leggjast vel í framsóknarmenn og við göngum bjartsýn til baráttunnar. Við höfum stillt upp samstilltum lista með nýju fólk þar sem Silja Dögg sem skipaði 2. sætið í síðustu kosningum var kosin á Alþingi fyrir ári. Halldóra Hreins- dóttir skipar nú 2. sætið og Halldór Ármannsson 3. sæti. Þau koma með ferska vinda inn í málefnavinnuna og hið sama má segja um alla aðra sem listann skipa. Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað? Málefnavinnan er nánast búin og kosninga- baráttan framundan. Málefnavinnan með hópnum er búin að vera mjög skemmtileg og gefandi og ég hef mikla trú á fólkinu okkar. Okkur hlakkar til að kynna þau mál sem við ætlum að standa fyrir á næsta kjörtímabili en við opnum kosningamiðstöð okkar föstu- daginn 2. maí kl. 20:00 og ætlum að bjóða félagsmönnum og gestum upp á skemmti- lega kvöldstund. Framsóknarmenn munu keyra jákvæða kosningabaráttu undir kjör- orðunum – Meiri og betri Reykjanesbær – fyrir okkur öll! Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ? Breytingar eru óumflýjanlegar, en vöxtur er val. Kosningamálið er valið milli áframhald- andi meirihluta skuldasöfnunar og glans- mynda annars vegar og ráðdeildar og skyn- semi hins vegar. Við þurfum að auka tekjur bæjarins með aukinni atvinnu til að tryggja velferðina sem nauðsynleg er til að tryggja stöðugleika og uppbyggingu þar sem fólk er í fyrirrúmi. Um hvað munu kosningarnar snúast? Framsókn er eina framboðið sem gengur heilt og ólaskað til kosning- anna. Með sterkan málefnagrunn þar sem við leggjum áherslu á betri og meiri Reykjanesbæ. Hægt er að draga hann í meðal annars í eftirtalda punkta: Meiri lífs- gæði, betri skóla, betri frístundir, meiri at- vinnu, meira íbúalýðræði, betra umhverfi, skynsamlega fjármálastjórnun og betri for- gangsröðun. Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum? Framsókn hefur einn fulltrúa í bæjarstjórn og stefnir á að fjölga þeim. Ef við fáum ekki þrjá menn kjörna þá sættum við okkur við tvo. Til þess að ná þessu þarf öflugt starf og markvisst. Markmiðin og málefnin er skýr og hópurinn er öflugur og samstilltur. ■■ Framsóknarflokkurinn: Breytingar eru óumflýjanlegar - segir Kristinn Þór Jakobsson sem skipar 1. sæti X-B Guðbrandur Einarsson skipar 1. sæti á framboðslistanum hjá Beinni leið í Reykjanesbæ. Hann svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum nú þegar mánuður er til komandi sveitarstjórnar- kosninga. - Hvernig eru komandi sveitarstjórnarkosningar að leggjast í þig? Þessar kosningar leggjast mjög vel í mig. Ég hef verið að vinna með góð- um hópi fólks sem er tilbúinn til að nýta krafta sína í þágu samfélagsins. Hópi, þar sem flestir eru að koma að stjórnmálum í fyrsta skipti og hefur alla burði til þess að reynast þessu bæjar- félagi vel. Það spillir heldur ekki fyrir að hópurinn er svo skemmtilegur og mikil gleði ríkjandi. Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað? Mér sýnist þetta fara rólega af stað en það segir svo sem ekki allt. Framboðin hafa bara verið að vinna sína undirbúningsvinnu. Eins eru samskiptamiðlar, eins og Facebook, farnir að hafa áhrif á hvernig kosningabar- áttu er háttað og við hjá Beinni leið höfum nýtt þá talsvert. Get hins vegar ímyndað mér að það verði snarpur endasprettur. Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ? Bein leið vill að þessar kosningar snúist um fólk, aðbúnað þess og líðan. Þar er í raun allt undir. Við viljum ekki „með eða á móti pólitík“, heldur eigum við að leggjast á eitt um að gera bæinn okkar betri. Það er stærsta kosningamálið. Um hvað munu kosningarnar snúast? Eigum við ekki láta þær snúast um vilja okkar til þess að láta gott af okkur leiða? Að hvert og eitt okkar velti því fyrir sér hvernig við teljum bænum okkar best borgið til framtíðar litið. Að við virðum og umberum vilja fólks hver sem hann er. Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum? Ég er ekki spámaður en ég met það svo að það sé vilji til breytinga og það er ástæða þess að Bein leið býður fram. Við viljum ná árangri og erum metnaðarfull en erum meðvituð um það að við erum nýir leik- endur á sviðinu og tökum því auðmjúk við þeim stuðningi sem okkur verður úthlutað í þessum kosningum. ■■ Bein leið: Þessar kosningar snúist um fólk - segir Guðbrandur Einarsson sem skipar 1. sæti X-Y Árni Sigfússon skipar 1. sæti hjá Sjálf-stæðisflokknum fyrir komandi kosn- ingar. Hann svaraði nokkrum spurningum Víkurfrétta nú þegar mánuður er til kom- andi sveitarstjórnarkosninga. Hvernig leggjast sveitarstjórnarkosningar í þig? Þetta er eitt af því sem víst er að kemur alltaf á fjögurra ára fresti. Ef maður er öll fjögur árin að vinna með íbúum að undirbúningi og uppskera, geta kosn- ingar ekki annað en lagst vel í mann. Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað? Þetta fer vel af stað - mér sýnist flestir vera málefnalegir. Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ? Styrkja í sessi frábæran árangur okkar í menntamálum, umhverfismálum, málefnum aldraðra og ekki síst að uppskera í atvinnu- málum. Við höfum sýnt að við getum boðið góða þjónustu og náð jafnframt að lækka skuldir. Um hvað munu kosningarnar snúast? Þær munu snúast um hverjum íbúar treysta til að leiða þá vinnu sem nú er komin svo nærri uppskeru: að skapa hér vel launuð og fjölbreytt störf, styrkja umhverfismál og menntamál í sessi, skapa bæjarstemningu sem er skemmtileg og kraftmikil. Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum? Til að við getum staðið við það sem við segjum, án málamiðlana, er æskilegast að við hljótum hreinan meirihluta. En það breytir því ekki að við höfum boðið öðrum fram- boðum til samstarfs um góð verk og munum ítreka það í þessum kosningum og eftir þær. ■■ Sjálfstæðisflokkurinn: Æskilegast að við hljótum hreinan meirihluta - segir Árni Sigfússon sem skipar 1. sæti X-D

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.