Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2014, Síða 11

Víkurfréttir - 30.04.2014, Síða 11
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 30. apríl 2014 11 Daglegar fréttir á vf.is Trausti Björgvinsson skipar 1. sæti hjá Pírötum fyrir komandi kosningar í Reykjanesbæ. Hann svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum nú þegar mánuður er til sveitarstjórnarkosninga. Hvernig leggjast komandi sveitarstjórnarkosningar í þig? Kosningarnar leggjast mjög vel í mig. Ég hef fundið fyrir miklum áhuga fólks á framboði Pírata í Reykjanesbæ. Við Píratar förum af stað í þessar kosn- ingar með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi og stefnum á það að ná til kjósandans með þær hugmyndir okkar, hvernig gera má Reykjanesbæ að betra bæjarfélagi. Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað? Hún hefur farið frekar rólega af stað, en ég held að um miðjan maí verði allt komið á fullt skrið hjá öllum. En við hjá Pírötum byrj- uðum samt snemma, og opnuðum kosninga- skristofu okkar að Hafnargötu 32 á sumar- daginn fyrsta. Þar verður opið allar helgar fram að kosningum. Hvet ég fólk til að kíkja við í kaffi og spjall. Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara. Ef ég ætti að taka eitthvað framar öðru þá yrði ég að velja, atvinnu- og húsnæðismál, það er það sem þarf að vinna mest í að svo stöddu. Önnur málefni eru að sjálfsögðu stór og mikilvæg. En þetta er allavega það sem stendur upp úr að mínu mati. Um hvað munu kosningarnar snúast? Fyrir okkur Pírata snúast þær um at- vinnumál, húsnæðismál, skuldavanda bæjarins og þeirra sem verst hafa það. Einnig munum við standa fast á að opna bókhald bæjarins, gera það opin- bert á rafrænu formi og jafnvel á prenti, þannig að auðvelt verði að nálgast það fyrir alla. Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum? Ég held að möguleiki Pírata sé mikill. Við þurfum auðvitað að ná til kjósenda með stefnu okkar og ef það tekst þá ættum við allveg að ná inn 2 til 3 mönnum. Gunnar Þórarinsson skipar 1. sæti hjá Frjálsu afli fyrir komandi kosningar. Hann svaraði nokkrum spurningum Víkurfrétta nú þegar mánuður er til komandi sveitarstjórnarkosninga. Hvernig leggjast komandi sveitarstjórnarkosningar í þig? Við hjá Á-listanum Frjálsu afli erum bjartsýn á gengi okkar í kosningunum 31. maí. Við vonum að kosningabar- áttan verði heiðarleg og að hér verði breyt- ingar til góðs. Áskorunin felst í því að skapa réttlátt, heilbrigt og skemmtilegt bæjarfélag þar sem okkur getur öllum liðið vel. Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið af stað? Kosningabaráttan er auðvitað rétt að byrja en við hjá Á-listanum Frjálsu afli sjáum fyrir okkur snarpa og skemmtilega baráttu. Hvert er að þínu mati stærsta kosningamálið í Reykjanesbæ? Að innleiða ábyrga fjármálastjórn í bæjar- félaginu og að ráðinn verði faglegur bæjar- stjóri sem hefur góða þekkingu á rekstri og endurskipulagningu skulda. Skulda- staða bæjarfélagsins er óásættanleg og verulega íþyngjandi fyrir íbúa Reykja- nesbæjar. Stóra verkefnið er þess vegna að ná niður skuldum svo að lækka megi skatta og álögur á bæjarbúa. Um hvað munu kosningarnar snúast? Við hjá Á-listanum Frjálsu afli leggjum sér- staka áherslu á atvinnumál og velferð barna, auk bættrar fjármálastjórnunar, svo að lækka megi íþyngjandi álögur á bæjarbúa. Þar er mikið verk að vinna. Hvað gerir þú þér von um að ná inn mörgum mönnum í komandi kosningum? Við viljum ná sem flestum inn, því það er ávísun á nauðsynlegar breytingar í þágu íbúa Reykjanesbæjar. ■■ Frjálst afl: Skuldastaða bæjarfélagsins er óásættanleg - segir Gunnar Þórarinsson sem skipar 1. sæti X-Á ■■ Píratar: Atvinnu- og húsnæðismál stærstu kosningamálin - segir Trausti Björgvinsson sem skipar 1. sæti X-Þ -kosningar 2014 pósturu vf@vf.is • Gott torfærudekk • Milligróft og gripsterkt við erfiðustu aðstæður • Sjálfhreinsandi munstur hindrar grjót í að gata dekkið • Einn sterkasti hjólbarðinn á markaðnum í dag • Nýtt alhliða jeppadekk frá Cooper  • Ný gúmmíblanda sem eykur grip í bleytu • Nýstárlegt munstur sem bætir aksturseiginleika bílsins • Frábært heilsársdekk með framúr- skarandi endingu og virkar við nánast allar aðstæður Cooper Discoverer ST MAXX Cooper Discoverer AT3 Jeppaeigendur þekkja að við íslenskar aðstæður veltur mikið á að hjólbarðarnir séu af bestu gerð. Láttu dekkin frá Cooper draga fram það besta í jeppanum þínum. Cooper undir jeppann ÍSLE N SK A /SIA .IS E N N 68784 04/14 www.n1.is facebook.com/enneinn N1 hjólbarðaþjónusta Grænásbraut 552, Reykjanesbæ 440-1372 Opið mánudaga–föstudaga kl. 08–18 laugardaga kl. 09–13 www.n1.is www.dekk.is 

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.