Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 30. apríl 2014 19 ERUM V IÐ AÐ LEITA A Ð ÞÉR ? Umsóknarfrestur er til 11. maí nk. og sótt er um störfin á www.byko.is. Nánari upplýsingar veitir Birgir Örn Friðjónsson framkvæmdastjóri Verslanasviðs í tölvupósti birgir@byko.is eða í síma 515-4272. STARFSSVIÐ: Starfið felst í rekstri verslunar BYKO á Suðurnesjum. Verslunarstjóri ber ábyrgð á rekstri verslunarinnar í samræmi við heildarstefnu og rekstraráætlun. HELSTU VERKEFNI VERSLUNARSTJÓRA: • Stýrir mönnun verslunar. • Ber ábyrgð á vöruframsetningu. • Stýrir sölumálum í samvinnu við sölustjóra. • Ber ábyrgð á að vinnuferlum sé framfylgt. • Samskipti við viðskiptavini og birgja. HÆFNISKRÖFUR: Við leitum að öflugum stjórnanda með mikla þjónustulund og drifkraft. Reynsla af rekstri er skilyrði og þekking á verslun er kostur. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. ÓSKUM EFTIR VERSLUNARSTJÓRA Í BYKO Á SUÐURNESJUM „Ég hef horft upp á eldri systur mína ganga í gegnum það erfiða verkefni að berjast með syni sínum. Hann fæddist þremur og hálfum mánuði fyrir tímann og við fæðingu vó hann 700 grömm. Hann fór svo niður í 600 grömm og var mjög hætt kominn og ástandið var frekar svart um tíma. En með hjálp góðra lækna er þessi litli frændi minn stútfullur af lífi og ást og það er yndislegt að horfa á hann vaxa og dafna,“ segir Freyja Sigurðardóttir, sem stendur fyrir góðgerðarhlaupi til styrktar ungum Suðurnesja- manni, Stefáni Sölva Fjeldsted. Vill létta undir með fjölskyldunni Stefán Sölvi varð eins árs 30. apríl en hann hefur meira og minna verið inni á Barnaspítala Hringsins síðustu mánuði vegna veikinda sem ekki er búið að greina að fullu. „Hann á erfitt með að nærast, heldur ekki höfði og getur lítið sem ekkert hreyft sig. Foreldrar hans hafa þurft að breyta sínu daglega lífi umtalsvert og við viljum létta undir hjá fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum með því að efna til þessa viðburðar,“ segir Freyja. Margfaldar áhyggjur Freyja rifjar upp stöðu systur sinnar og fjölskyldu hennar, sem á einnig tvo eldri syni, og hversu erfitt ástandið og álagið á fjöl- skyldunni var. „Að þurfa að skipta vöktum sem foreldrar, annað for- eldrið heima í Keflavík til að sinna stóru strákunum og hitt keyrandi alla daga til Reykjavíkur til að vera á spítalanum og styðja við litla ungann sinn. Ofan á allt bætt- ust við áhyggjur af fjárhagsstöðu, vinnutapi og fleiru,“ segir Freyja. H la u pa h ó p u r R ö g gu Rag g hafði áhrif „Eftir að ég hljóp í Reykjavíkur- maraþoninu í fyrra með hlaupa- hópi Röggu Ragg þá get ég ekki hætt,“ segir Freyja. Góðgerðar- hlaupið verður 3. maí og ætlar Þitt form með Freyju Sig að vera þar í fararbroddi. „Hlauparar renna úr hlaði kl. 10:00 en bæði verður hægt að skrá sig í einstaklingshlaup eða í sveitakeppni,“ segir Freyja og bætir við að gjald á hvern þátttakanda verði að lágmarki 2000 krónur. Allt fé rennur óskert í söfnunina fyrir Stefán Sölva. Boðið verður upp á léttar veitingar eftir hlaupið og veitt verða verðlaun fyrir fyrstu sæti í einstaklingskeppni og sveita- keppni. Freyja hvetur að sjálfsögðu alla til að taka þátt og gera daginn að skemmtilegum heilsudegi. „Lát- um gott af okkur leiða og sýnum samhug. Allir út að hlaupa!“ Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta haft samband í netföngin freyja@sporthusid.is og kristjan@ sporthusid.is. Reikningsnúmerið er: 542-14-408011 og kennitalan 131180-4119. ■■ Stendur fyrir góðgerðarhlaupi: Ætla að styrkja fjöl- skyldu Stefáns Sölva -fréttir pósturu vf@vf.is DAGLEGAR FRÉTTIR Á VF.IS

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.