Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 18
miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 AUGLÝSING VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2014 Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar veitir framboðslistum móttöku á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, frá kl. 10:00 til 12:00 á hádegi, laugardaginn 10. maí 2014. Framboðsgögnum skal skila á rafrænu formi. Athygli er vakin á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5 frá 1998, með síðari breytingum, sérstaklega 21. gr, 22. gr og 23. gr. Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, www.kosning.is/sveitarstjórnarkosningar Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar, Otto Jörgensen, Krisbjörn Albertsson, Hildur Ellertsdóttir, Bára Benediktsdóttir, Ásdís Óskarsdóttir, Stefán Ólafsson. Menntun- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun, sem tengist málefnum ™ölskyldunnar svo sem félagsráðgjafi, sálfræðingur eða kennaramenntun. • Þekking á málefnum barna og ™ölskyldna. • Þekking á úrræðum sveitarfélaga og ríkis. • Samskiptahæfni, þjónustulund, sveigjanleiki, sjálfstæð vinnubrögð. • Skipulögð og fagleg vinnubrögð. • Góð íslensku kunnáŸa. ALMENNAR SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR FARA FRAM ÞANN 31. MAÍ 2014 Mikil fjölgun grunnskólanema í mataráskrift XXMatarverð sem grunnskóla- börn í Reykjanesbæ greiða er með því lægsta samanborið við önnur sveitarfélög. Hver há- degismatur fyrir grunnskóla- nema kostar foreldra 297 kr. í áskrift. Um er að ræða holla máltíð með ábót. Raunverð mál- tíðar er kr. 542 en Reykjanes- bær niðurgreiðir hverja máltíð um kr. 244 eða um rúm 45%. Á hverju ári hefur orðið mikil fjölgun barna sem nýta sér þessa þjónustu og voru um 79% nem- enda í áskrift nú í apríl en var um 75% á sama tíma fyrir tveimur árum. Þá hafði verið mikil aukn- ing í mataráskrift frá fyrri árum. „Öll börn sem eiga fjölskyldur sem eru í tengslum við félags- þjónustu bæjarins fá stuðning við kaup á hádegisverði. Einnig hefur Reykjanesbær lagt styrk til Velferðarsjóðs kirkjunnar sem annast aðstoð við aðra foreldra sem einhverra hluta vegna hafa ekki tök á að kaupa mat á þessu niðurgreidda verði fyrir börn sín,“ segir Hjördís Árnadóttir félags- málastjóri Reykjanesbæjar. Leigja þrjá kjörklefa XXKjörstjórn í Sveitarfélaginu Garði hefur óskað eftir heimild til þess að leigja þrjá kjörklefa fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar 31. maí nk. Í fundargerð bæjarráðs Garðs kemur fram að kostnaður við leiguna er áætlaður kr. 30.000, auk skatts. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita kjörstjórn um- beðna heimild þannig að Garð- menn geti kosið við sómasam- legar aðstæður í lok maí. Fengu 29 milljónir fyrir HS Veitur XXSveitarfélagið Garður fékk rúmar 29,2 milljónir króna fyrir hlut sinn í HS Veitum. Sölu- verðið hefur verið greitt, sam- kvæmt fundargerð bæjarráðs Garðs en þar var lagt fram afsal dagsett þann 8. apríl sl. vegna sölunnar. Staða aðstoðarskólastjóra í Akurskóla er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með góða færni í mannlegum samskiptum og sem sýnt hefur mikinn metnað í störfum sínnum. AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI AKURSKÓLA Í REYKJANESBÆ Umsóknarfrestur er til 14. maí nk. Laun og starfskjör fara eir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna SÍ. Sjá nánar um Akurskóla: www.akurskoli.is Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar h…p://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Karlar jafnt sem konur eru hvö… til að sækja um starfið. Umsóknum skal fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Róbertsdóir, skólastjóri í síma 420-4550 eða 849-3822. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið sigurbjorg.robertsdoir@akurskoli.is Menntunar og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og ré…indi til kennslu í grunnskóla • Farsæll kennsluferill • Stjórnunarnám æskilegt • Reynsla af stjórnunarstörfum æskileg • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum og reynsla af miklu samstarfi við foreldra • Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og samstarfsvilji • Metnaður til árangurs og vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi • Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í skólastarfi Akurskóla Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að: • Vera staðgengill skólastjóra og taka virkan þá… í daglegri stjórn skólans • Vinna að mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans • Vinna að skipulagi skólastarfs • Hafa umsjón með vinnutilhögun starfsmanna • Vinna markvisst að því að ná fram þeim markmiðum sem se… eru fram í framtíðarsýn Reykjanesbæjar Ölvuð reykti á salerni flugvélar XXÓskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suður- nesjum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðustu viku vegna farþega, konu á þrítugsaldri, sem verið hafði til vandræða í flugvél WOW-air. Konan var verulega ölvuð um borð og hafði meðal annars reykt inni á salerni vélarinnar með þeim afleiðingum að viðvörunarkerfið fór í gang. Árangurslaust hafði reynst að ræða við hana svo hún væri til friðs í ferðinni. Konan var færð til upplýsingatöku í varðstofu flugstöðvardeildar lögreglunnar, þar sem hún kvaðst iðrast framkomu sinnar. Að því búnu fékk hún að halda leiðar sinnar. Fimmtán ára féll af hestbaki XXFimmtán ára stúlka féll af hestbaki í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni sem leið. Hún kenndi sér meins eftir byltuna. Stúlkan var í útreiðatúr með kunningja sínum og átti óhappið sér stað á vegaslóða á Miðnesheiði. Þar hnaut hesturinn sem stúlkan reið með þeim afleiðingum að hún féll fram af honum og lenti á vinstri öxlinni. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki lengi í Paradís XXÞeir voru ekki lengi í Paradís, innbrotsþjóf- arnir, sem brutust inn í húsnæði á Suðurnesjum um helgina, frekar en títt er um þá sem stunda slíkt athæfi. Þeir brutust inn í verkstæði og stálu með ærinni fyrirhöfn nýjum dekkjum, ásamt felgum, undan jeppa sem verið var að gera upp, að verðmæti um 500 þúsund krónur. Tjakki og topplyklasetti höfðu þeir stolið úr nærliggjandi húsnæði. Að auki höfðu þeir á brott með sér tvö málverk úr húsnæði listmálara, við hlið verk- stæðisins. Þýfið földu þeir í gömlum dæluskúr. Athugull íbúi í umdæminu sem rakst á dekkin og málverkin þóttist fullviss um að þarna væri ekki allt með felldu. Hann gerði því lögreglunni á Suðurnesjum viðvart og kom hún mununum í réttar hendur. Málið er í rannsókn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.