Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 16
miðvikudagurinn 30. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR16 Það var skemmtileg byrjun á hátíð fjöl-breytileikans, List án landamæra, í bíó- sal Duushúsa í Reykjanesbæ á sumardaginn fyrsta. Þá frumfluttu saman þeir Már Gunn- arsson, Keflvíkingurinn ungi og Villi nagl- bítur, Vilhelm A. Jónsson, nýtt lag sem þeir sömdu saman. Villi samdi texann en lagið gerðu þeir félagar í sameiningu. Villi söng og lék á gítar og Már lék á píanó. Þeir voru sammála um að það hafi verið skemmtilegt að vinna saman að laginu. Már hefur vakið athygli fyrir margvíslega hæfi- leika sína þrátt fyrir að vera blindur og Villi sagði að drengurinn væri öll þyngd sín mas- sífir hæfileikar. Lagið hlaut mikið lófaklapp gesta sem fjölmenntu á opnun hátíðarinnar. Fjölskylda Más átti byrjun hátíðarinnar alger- lega því bróðir hans, Nói og mamma þeirra, listakonan Lína Rut, opnuðu á sama tíma myndlistarsýningu í bíósalnum. Lína Rut not- aði teikningar Nóa í myndirnar sínar. Í þeim blandast saman hrátt og óheft handbragð Nóa og fínleg vinnubrögð Línu Rutar sem segir að það hafi verið sérstaklega gaman að vinna að þessu verkefni. Átta spennandi viðburðir fara fram á árlegri listahátíð Listar án landamæra sem hófst á sumardaginn fyrsta og lýkur 4. maí. Á hátíð- inni er áhersla lögð á fjölbreytileika mann- lífsins þar sem horft er á tækifæri en ekki tak- markanir. List fólks með fötlun er komið á framfæri, samstarfi komið á á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Á opnunardag hátíðarinnar var fleira gert til skemmtunar og fróðleiks. Í bíósalnum var frumsýnt myndband sem Davíð Örn Óskars- son gerði með félögum Hæfingarstöðvarinnar, við mikla kátínu viðstaddra. Félagar hæfingar- stöðvarinnar með Ástvald Bjarnason í farar- broddi, fóru á kostum í myndbandinu sem er til sýnis í bátasal Duushúsa til 4. maí nk. Allir sem vilja geta tekið þátt. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að alls konar list með frábærri útkomu. Það leiðir til auðugra sam- félags og aukins skilnings manna á milli. Sveitarfélögin á Suðurnesjum í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Hæf- ingarstöðina og Björgina geðræktarmiðstöð taka nú þátt í hátíðinni. Suðurnesjafólk er ein- dregið hvatt til að taka þátt í og njóta. Í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar kemur fram að sýnileiki ólíkra einstaklinga sé mikilvægur, bæði í samfélaginu, í sam- félagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafn- rétti á öllum sviðum. Það er því ánægjulegt að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa hlotið styrk frá Menningarsjóði Suðurnesja til verkefnisins. Listahátíð eigi erindi við okkur öll, líka þau sem halda að hún sé bara fyrir hina. Hátíð fjölbreytileikans á Suð- urnesjum stendur til 4. maí -mannlíf pósturu vf@vf.is Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.   Kjörstjórn veitir framboðslistum móttöku þann dag frá kl. 10:00 til kl. 12:00 á hádegi á skrifstofu Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3.   Kjörstjórn vill vekja sérstaka athygli á 22. gr. laga nr. 5/1998 en þar er kveðið á um fjölda meðmælenda með framboðslistum sem skulu vera að lágmarki 20 og hámarki 40. Leiðbeiningar og eyðublöð fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista má finna á vefslóðinni: http://www.kosning.is   Kjörstjórn Sandgerðisbæjar Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí 2014 Kv e n n a k ór Su ð u r n e s j a heldur vortónleika í hinum nýja sal, Bergi, í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ mánudaginn 5. maí og miðvikudaginn 7. maí og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20:00. Dagskrá tónleikanna litast af því að kórinn mun í haust taka þátt í hátíð Leifs Eiríkssonar sem haldin er árlega í Minneapolis í Banda- ríkjunum og verður Kvennakór Suðurnesja fyrsti íslenski kórinn til að koma fram á þessari hátíð. Kórinn verður því á þjóðlegu nót- unum og syngur eingöngu íslensk lög á tónleikunum; þjóðlög, ætt- jarðarlög, dægurlög og lög eftir íslensk samtímaskáld. Stjórnandi Kvennakórs Suður- nesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geir- þrúður Fanney Bogadóttir. Kórkonur taka sér ýmislegt fyrir hendur í fjáröflunarskyni til að fjármagna starfsemi kórsins og ferðina sem framundan er. Þær hafa m.a. tekið að sér hlutverk í leikverkinu Djöfulgangi eftir framandverkaflokkinn Kviss Búmm Bang og aukahlutverk í kvikmyndinni Afinn sem frum- sýnd verður í haust. Síðastliðið sumar tóku kórkonur að sér undirbúning og skipulagningu bæjarhátíðarinnar Sandgerðis- daga sem haldin er í lok ágúst ár hvert í Sandgerði og hefur kórinn gert samkomulag við Sandgerð- isbæ um að endurtaka leikinn í ár. Mörg undanfarin ár hefur Reykja- nesbær gert þjónustusamning við kórinn og stutt myndarlega við starfsemi hans. Auk þess hefur verið leitað til fyrirtækja eftir styrkjum og kunna kórkonur þeim sem styrkt hafa starfsemi kórsins miklar þakkir fyrir stuðn- inginn. Tónleikarnir verða sem áður segir í Bergi í Hljómahöllinni mánu- daginn 5. maí og miðvikudaginn 7. maí og hefjast kl. 20:00 bæði kvöldin. Forsala aðgöngumiða er hjá kórkonum, hjá formanni kórsins í síma 899-6397 og á net- fanginu kvennakorsudurnesja@ gmail.com. Miðaverð í forsölu er 1500 kr. en 2000 kr. við inn- ganginn. Vortónleikar Kvenna- kórs Suðurnesja ■■ Már og Villi naglbítur sungu saman við opnun Listar án landamæra

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.