Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 30.04.2014, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 30. apríl 2014 23 HÁTÍÐARDAGSKRÁ Í STAPA Kl.13:45 Húsið opnar Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist. Kl.14:00 Setning Stefán Benjamín Ólafsson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja Valdimar Guðmundsson syngur nokkur lög Ræða dagsins Sigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar Leikfélag Keflavíkur flytur atriði úr leikritinu Ávaxtakörfunni Gunnar Þórðarson flytur nokkur lög Kóngarnir syngja nokkur lög Kynnir: Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands ísl. Verslunarmanna. Kl.13:00 Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík. Merkjasala: 1. maí merki verða afhent duglegum sölubörnum miðvikudaginn 30. apríl á skrifstofu stéttarfélaganna Krossmóa 4, 4. hæð frá kl.12:00 til 15:00. Andvirði merkjasölu rennur til sölubarna. Félagar, fjölmennið á 1. maí hátíðarhöldin! Shimano Reykjanesmótið í götuhjólreiðum fór fram um síðustu helgi í björtu og fallegu veðri en tals-verðum vindi. Samtals voru um 160 manns skráðir til þátttöku. Um 100 manns tóku þátt í 64 km. keppninni og um 60 manns í 32 km. keppninni. 160 hjóluðu á Reykjanesmótinu Úrslit urðu eftirfarandi: 64 km Karlar 1. Ingvar Ómarsson, Tindur 1:39:58 2. Hafsteinn Ægir Geirsson Tindur 1:39:59 3. Miroslaw Adam Zyrek, HFR 1:40:00 64 km Konur 1. María Ögn Guðmundsdóttir Tindur, 2:02:34 2. Margrét Pálsdóttir, HFR 2:09:24 3. Ása Guðný Ásgeirsdóttir, HFR 2:10:07 32 km 1. Sigurður Gylfason, Utan félags 53:39 2. Klemenz Sæmundsson 3N 53:41 3. Elli Cassata, HFR 56:06 Grindvíkingar fengu sannar-lega skell í Vesturbænum þegar þeir mættu KR í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistara- titil karla í körfubolta á mánu- dag. Loktölur urðu 87-58 í leik þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá Grindvíkingum, en KR leiðir nú einvígið 2-1. Næsti leikur er í Grindavík þar sem núverandi Ís- lands- og bikarmeistarar Grinda- víkur fögnuðu sigri á dögunum. „Ef við erum saddir eftir bikartitil- inn þá getum við alveg eins hætt þessu bara. Við höfum tækifæri til að komast í sögubækurnar með því að vinna þrjá titla í röð en það er eins og að menn nenni því ekki. Ég er ekki að fara að horfa upp á KR-inga fagna í mínum heimabæ, það bara kemur ekki til greina,“ sagði Ólafur Ólafsson í viðtali við Karfan.is eftir leik en með sigri í Röstinni á morgun (1. maí) geta KR lyft Íslandsbikarnum sem hefur haft dvalarstað í Grindavík síðustu tvö árin. Ætlar ekki að horfa á KR fagna í Grindavík - KR 2-1 yfir gegn Grindavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.