Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR6
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt gagnaver Advania í Reykja-
nesbæ. Gagnaverið rís upp af Fitjum í Njarðvík á svæði sem við
flest þekkjum sem Patterson-flugvöll. Undanfarið hefur mátt
sjá stórvirkar vinnuvélar á svæðinu og langir vinnudagar hjá
iðnaðarmönnum. Byggingin sem rís á svæðinu verður 2500
fermetrar en á þessu svæði við Patterson er gert ráð fyrir enn
frekari starfsemi t.a.m. fyrir gagnaver. Svona framkvæmd
skiptir miklu fyrir atvinnulífið á svæðinu og hlutirnir munu
gerast hratt. Þannig gera áætlanir ráð fyrir að byggingin verði
risin í júní og að starfsemi gagnaversins verði komin í gang á
þessu ári. Í viðtali á forsíðu Víkurfrétta í dag segir Kjartan Þór
Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflug-
vallar:
„Við erum búin að vinna í því á undanförnum árum að mark-
aðssetja svæðið fyrir þennan iðnað. Verne fór af stað fyrir
nokkrum árum síðan og hefur verið í sinni uppbyggingu en
það er ánægjulegt að sjá fleiri aðila velja þessa staðsetningu,
Ásbrú, fyrir sín gagnaver. Á margan hátt er þetta mjög ánægju-
legt og líka það að þetta er fyrsta nýbyggingaframkvæmdin hér
á svæðinu. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir
allan þennan byggingafjölda hér, að það væri þegar farið að
byggja húsnæði undir nýjan rekstur hér á svæðinu“. Það svæði
sem heyrir undir Ásbrú er mun meira en bara gamla byggðin
á Keflavíkurflugvelli. Ásbrú er í raun allt það svæði sem áður
heyrði undir Varnarliðið. „Þetta eru um 50 ferkílómetrar lands
í kringum Keflavíkurflugvöll sem við erum að þróa og höfðum
það hlutverk að markaðssetja og skipuleggja og draga starfs-
semi á. Og þetta svæði sem er hérna niðri á Fitjum er í jaðri
þess og við settum inn í aðalskipulag Reykjanesbæjar ákveðinn
reit sem við ætluðum undir þessa gagnaversuppbyggingu fyrir
nokkrum árum. Það er mjög ánægjulegt að sjá að fyrstu skrefin
eru stigin í uppbyggingu þar og ég held að það sé alveg ljóst að
þetta mun mynda grunninn að miklu meiri uppbyggingu á
þessum reit,“ segir Kjartan Þór.
Kosningamánuðurinn
Gengið verður til bæjarstjórnakosninga í lok þessa mánaðar.
Fjörið er að byrja, kosningaskrifstofurnar hafa opnað og
handaböndum fjölgar. Frambjóðendur eru duglegir að senda
frá sér greinar og líf er að færast í stjórnmálaumræðuna.
Spennan magnast örugglega í brjóstum þeirra sem lifa og
hrærast í pólitíkinni. Landslagið er að breytast og framboðin
eru fleiri en fyrir síðustu kosningar. Á forsíðu Víkurfrétta í
dag er vitnað í skoðanakönnun sem Talnakönnun ehf. gerði í
Reykjanesbæ í byrjun mánaðar. Þá hefur heyrst að unnið er að
frekari skoðanakönnunum í Reykjanesbæ. Kosningar vinnast
hins vegar ekki í skoðanakönnunum. Án efa spennandi að
fylgjast með könnunum en það er hins vegar raunveruleikinn
sem kemur upp úr kjörkössum á kjördag sem ræður úrslitum.
Það er stutt til kosninga en án efa á mikið eftir að gerast þangað
til.
Nýtt gagna-
ver í Reykja-
nesbæ
-ritstjórnarbréf
vf.is
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is
Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur
Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is.
Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn
sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins.
Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
SÍMI 421 0000
Mynd: Gísli Dúa//Texti: Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is
Kristján Jökull Marinósson er tólf ára og sem lítill hnokki
var hann sífellt sveiflandi prikum
og hinu og þessu eins og golf-
kylfu. Á þriðja aldursári fór hann
svo fyrst í golf, sló tvö högg og
púttaði svo beint ofan í holu. Þá
var ekki aftur snúið og í dag er
hann með 18 í forgjöf, sem þykir
mjög gott fyrir strák á hans aldri.
Hefur átt fjögur golfsett
„Ég er búinn að eiga fjögur golfsett.
Hef fengið nýtt sett eftir því hversu
mikið ég hef stækkað,“ segir Krist-
ján Jökull og bætir við að hann noti
allar kylfurnar í pokanum. Það er
greinilegt að þessi ungi kylfingur
er vel að sér um kylfurnar því hann
fer í það að fræða blaðamann að-
eins um þær. „Það er erfiðara fyrir
suma að nota „driverinn“ því hann
er þungur og kylfuhausinn stór. En
þeir eru misjafnir.“
Skemmtilegast að spila með pabba
Faðir Kristjáns Jökuls, lögreglu-
maðurinn Marinó Már Magnús-
son, hefur stundað golf í fjölda-
mörg ár og tekur soninn oft með
sér. Kristján Jökull segir ekki marga
foreldra taka börnin sín með.
„Skemmtilegast við golfið er að
spila með pabba. Hann er aðeins
betri en ég.“ Þeir feðgar fóru saman
um liðna páska til Englands með
félögum sínum í Golfklúbbi Suður-
nesja. Svo á hann einn golfvin og
þeir spila töluvert saman tveir í
Leirunni.
Byrjaði að æfa 4 ára
Einnig f innst Kristjáni Jökli
skemmtilegt að spila og keppa og
að það reyni á hann. „Það er erf-
iðast fyrir flesta að ná góðri sveiflu.
Ef þú sveiflar vitlaust getur bolt-
inn farið bara eitthvert út í loftið
en ef sveiflan er rétt er hægt að
stýra því hvert boltinn fer.“ Hann
hefur ekki tölu á hversu mörgum
mótum hann hefur tekið þátt í.
„Ég hef a.m.k. tekið þátt í öllum
meistaramótum síðan ég fór að æfa
golf fjögurra ára og hefur oftast
gengið mjög vel. Þegar ég keppi við
unglinga víða að á landinu þá er ég
svona meðalmaður en þegar ég er
heima að keppa við sama aldurs-
hóp er ég oftast í einu af þremur
efstu sætunum.“
Adam Scott og Birgir Leifur bestir
Kristján Jökull segist æfa helst á
hverjum degi í öllum veðrum. Best
sé að spila í logni og ekki miklum
hita. Þá hefur hann sankað að sér
töluverðu af golfbolum og -húfum.
„Stærsta fyrirmynd mín er Ástral-
inn Adam Scott. Hann er með svo
flotta sveiflu. Af íslenskum golf-
urum er Birgir Leifur Hafþórsson
bestur. Ég stefni jafn langt og hann
og langar að verða atvinnumaður,“
segir Kristján Jökull að endingu.
„Pabbi
er aðeins betri en ég“
■■ Ungur Reykjanesbæingur ætlar að verða atvinnukylfingur:
Umhverfis- og auðlindaráð-herra, Sigurður Ingi Jó-
hannsson, veitti Kaffitári Kuð-
unginn, umhverfisviðurkenningu
umhverfis- og auðlindaráðu-
neytisins, fyrir framúrskarandi
starf að umhverfismálum á síð-
asta ári. Viðurkenningin var veitt
í síðustu viku.
Kaffitár hlýtur Kuðunginn fyrir
öflugt umhverfisstarf fyrirtækisins
allt frá stofnun þess árið 1990. Segir
meðal annars í rökstuðningi val-
nefndar að eigendur þess hafi verið
brautryðjendur varðandi meng-
unarvarnir í framleiðslu og um-
hverfisvottun kaffihúsa auk þess
sem þau hafi lagt áherslu á að kaupa
hráefni „án krókaleiða“, beint frá
þeim bændum sem rækta það.
Kaffihús Kaffitárs hafi verið þau
fyrstu hér á landi til að fá vottun
umhverfismerkisins Svansins árið
2010 og sem ein vinsælasta kaffi-
húsakeðja landsins hafi fyrirtækið
þannig orðið öflugur boðberi um-
hverfisvænna hátta meðal almenn-
ings. Hugað sé að umhverfismálum
allt frá hinu smæsta til hins stærsta,
hvort sem um eru að ræða borð-
tuskur sem notaðar eru á kaffihús-
unum eða mengunarvörnum kaffi-
brennslunnar.
Verðlaunagripurinn, Kuðungur-
inn, sem Kaffitár hlaut, er að þessu
sinni eftir listamanninn Bjarna
Sigurðsson. Þá öðlast fyrirtækið
rétt til að nýta merki verðlaunanna
í kynningu á starfsemi sinni.
Kaffitár hlaut kuðunginn
Ég hef
tekið þátt í
öllum meistara-
mótum síðan ég
fór að æfa golf
fjögurra ára