Víkurfréttir - 08.05.2014, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR14
Nú þegar sumarið er komið þá fara börnin á stjá á reiðhjólum, hjólabrettum, hlaupa-
hjólum og blessuðum vespunum.
Því miður er það þannig að allt of
fáir eru að nota hjálma á þessum
fararækjum.
Þó að börnin ykkar séu ekki á
mikilli ferð á hjólunum og þau fari
varlega og allt það þá er það bíllinn
sem gæti hugsanlega ekið á barnið
þitt sem er það hættulega. Bifreiðinni er kannski
ekið á 50-60 km hraða og höggið sem myndast við
slíkan árekstur er lífshættulegt fyrir barnið, þó að
það hafi bara ætlað sér að hjóla varlega, bara vera
á gangstéttinni og fara hægt. Bifreiðin vegur allt að
nokkrum tonnum.
Foreldrar verða að átta sig á því hvað getur gerst
við slíkan árekstur, ég veit það því miður sjálfur og
hef því miður komið oftar en einu sinni að ljótum
slysum þar sem hjálmur hefði getað bjargað öllu.
Sem betur fer hef ég líka komið að slysum þar sem
hjálmurinn bjargaði öllu.
Við foreldrar viljum ekki að börnin okkar verði
bundin við hjólastól eða með alvarlegan heila-
skaða, við viljum ekki að börnin okkar upplifi
hræðilegan sársauka eða þaðan af verra. Sérstak-
lega ekki ef við hefðum getað komið í veg fyrir það
með því einu að kenna barninu að nota hjálm.
Ábyrgðin er hjá okkur foreldrunum.
Með sumarkveðju,
Sigvaldi Arnar Lárusson, lög-
reglumaður og foreldri.
-aðsent pósturu vf@vf.is
Árið 2013 þurftu 557 einstakl-ingar að leita fjárhagsaðstoðar
til Reykjanesbæjar,
sem samsvarar nær
4% af heildaríbúa-
fjölda bæjarins. Þar
af bættust 146 að-
ilar við á árinu 2013
þegar þeir duttu út
af atvinnuleysis-
skrá. Í ár er áætlað að við bætist um
160 manns. Kostnaðurinn við fjár-
hagsaðstoðina hefur hækkað um
250% frá árinu 2007. Þessar tölur
eru sláandi og mikið áhyggjuefni.
Ljóst er að hrinda verður af stað öfl-
ugu átaksverkefni í atvinnumálum.
Uppbyggingin í Helguvík mun von-
andi fyrr en síðar skila traustum og
vel launuðum störfum, en fólk er orð-
ið langþreytt á ofnotuðum loforðum
bæjaryfirvalda um að verkefnin séu
alveg að skella á. Búið er að senda
út ótal fréttatilkynningar og efna til
borðaklippinga og formlegra undir-
skrifta milli sveitarfélaga, einkaaðila
og ríkis. Það er meira að segja búið
að reisa risavaxið stálgrindarhús utan
um álver. En ekkert gerist og störfin
láta standa á sér. Hér verða bæjaryfir-
völd að vinna miklu nánar með ríkis-
stjórninni um að ryðja burt óþarfa
hindrunum í orkumálum frá því í tíð
síðustu ríkisstjórnar.
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn hafa
gert of mikið af því að tala upp ein-
stök verkefni í stað þess að einbeita
sér að raunhæfum verkefnum á
völdum sviðum. Þeir hafa t.d. gjör-
samlega hunsað ferðamannaiðnað-
inn ef frá eru talin nokkur skilti með-
fram Reykjanesbrautinni eða risa-
vaxið hálftómt Víkingaminjasafn sem
enginn sækir.
Atvinnuþróunarfélagið Heklan
á Ásbrú er góður vettvangur til að
styðja við bakið á frumkvöðlastarf-
semi. Þar eru nú þegar í gangi mörg
spennandi verkefni sem geta skilað
fjölbreyttum störfum í framtíðinni.
En frumkvöðlastarfsemi er lang-
hlaup sem krefst fjárfestinga. Með
því að efla Hekluna meðal annars
með bættri tengingu við atvinnulífið
og ýmiss konar samtök, er hægt að
skapa enn fleiri tækifæri í ferðaþjón-
ustu, iðnaði, nýsköpun og annarri
þjónustu.
Með samstilltu átaki í atvinnumálum,
með áherslu á verkefni sem skila
störfum strax, er hægt að koma áður
nefndum einstaklingum, sem eru við
það að festast í félagslega kerfinu, til
sjálfsbjargar.
Tökum til og hefjum uppbyggingu!
Davíð Páll Viðarsson er í
3. sæti á Á-listanum.
Frjálst afl – fyrir ykkur!
■■ Davíð Páll Viðarsson skrifar:
■■ Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður og foreldri skrifar:
■■ Baldvin Gunnarsson skrifar:Atv inna
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir að ráða til starfa
vélfræðing eða vélstjóra í Kölku, brennslustöð fyrirtækisins.
Unnið er á vöktum.
Starfssvið felst m.a. í stjórnun á brennslulínu stöðvarinnar,
viðhaldi og þrifum á vélbúnaði, tækjum o.fl.
Umsækjendur þurfa að hafa góða samskiptahæfileika,
geta unnið sjálfstætt og undir álagi.
Umsækjendur þurfa að hafa góða tölvufærni og enskukunnáttu.
Kalka er eina sorpbrennslustöðin sem starfrækt er
hér á landi og var tekin í notkun árið 2004.
Stöðin er tæknilega fullkomin og þar starfa um 20 manns.
Upplýsingar veitir Ingþór Karlsson í síma 862-3505.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til ingtor@kalka.is
fyrir 19. maí 2014.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar er alþjóðleg flugstöð og staðsett
hér hjá okkur í
nágrenni Reykja-
nesbæjar. Hún er
m i k i l v æ g s a m -
gönguæð fyrir alla
landsmenn og mjög
mikilvæg fyrir at-
vinnulífið hér hjá
okkur. Hún skapar ekki bara störf
heldur fylgja henni fjölmörg af-
leidd störf sem og möguleikar varð-
andi uppbyggingu ferðaþjónustu
á Suðurnesjum. En við þurfum að
nýta þá möguleika sem staðsetning
hennar gefur okkur betur en nú er.
Rétt skal vera rétt
Gallinn er hins vegar sá að flugvöllur-
inn er eyrnamerktur REYKJAVÍK. Á
flugmiðanum þurfum við að breyta
áfangastað (destination) í Keflavík
International Airport. Þá eru ferða-
menn sem eru að koma hingað til
landsins á réttri leið inn í landið. Ekki
á leið til Reykjavíkur heldur að lenda
á Keflavík International Airport. Mér
finnst ekki rétt að afvegaleiða ferða-
menn eins og gert er með þessum
hætti.
Reykjanes er spennandi
áfangastaður
Breytingin á nafni áfangastaðar
myndi hafa mikla þýðingu fyrir sam-
félagið okkar og möguleika varðandi
uppbyggingu ferðaþjónustu. Þegar
við pöntum okkur ferð til útlanda
þá skoðum við t.d. á netinu áður en
við förum hvað hægt er að hafa fyrir
stafni á áfangastað. Ef áfangastaður
flugvallar væri Keflavík, ekki Reykja-
vík, þá myndi fólk fletta upp á netinu
hvað hægt væri að gera á því svæði.
En eins og við vitum þá er margt að
skoða hér á Reykjanesinu, t.d. Brúna
milli heimsálfa, Gunnuhver, Codl-
and, Víkingaheima, Bláa lónið auk
fjölmargra annarra áfangastaða og
gönguleiða.
Tengja ferðaþjónustuna
við fiskiðnaðinn
Möguleikar til áframhaldandi upp-
byggingar ferðaþjónustu á Reykja-
nesi eru óþrjótandi. Ég sé t.d. fyrir
mér hótel og gistisvæði við höfnina
við Fitjar í Njarðvík og alls konar
atvinnutengdan ferðamannaiðnað
á svæðinu frá Fitjum að Víkinga-
heimum. Ég hef heyrt nefnt að fram-
kvæmdafólk hafi sýnt því áhuga að
kaupa Slippinn í Njarðvík, þ.e. aðal-
bygginguna við Sjávargötuna. Þar
dreymir fólk um að reka gististað og
ég sé fyrir mér möguleika á veitinga-
stað og afþreyingu tengda grunnat-
vinnuvegi okkar, fiskiðnaði.
Rekstur Víkingaheima
til einkaaðila
Hugmyndin um fiskiþorpið sem
grundvöllur að sögu- og menn-
ingartengdri ferðaþjónustu er mjög
áhugverð og vel gerleg. Þetta er allt
spurning um vilja og framsýni. Ég tel
mikilvægt að Víkingaheimar verði
seldir eða settir í leigu til einkaaðila.
Svæðið í kring er hægt að nýta mun
betur sem og safnið og það sem það
hefur upp á að bjóða. Þar er t.d. hægt
að vera með ýmsa afþreyingu, t.d.
kæjakróður, köfun, sjóþotuleigu, fjöl-
skyldugarð og vera með menningar-
tengdar lifandi sýningar, s.s. víkinga-
bardaga og slíkt.
Við þurfum að hugsa fram í tímann,
horfa á tækifærin sem svæðið býður
og vinna okkar vinnu. Það gerir það
enginn fyrir okkur.
Baldvin Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri og skipar 7. sæti á lista
Framsóknar í Reykjanesbæ
Það er ýmislegt að athuga við frumvarp ti l breytingu á
lögum um veiði-
gjöld nr. 74/2012
sem lagt hefur verið
fram í þinginu, en
það ber líka með
sér jákvæðar lag-
færingar frá fyrri
l ö g u m . O k k u r
hefur ekki borið gæfa til að leggja
frumvarpið fyrr fram og við erum
í annað sinn að framlengja lög um
veiðigjald til eins árs. Við verðum
því að leggja okkur fram á síðustu
dögum þingsins og ljúka málinu og
vonandi tekst okkur að slípa frum-
varpið til í meðförum þingsins. Í
fyrsta lagi er frumvarpið að ganga
lengra en ég hefði kosið og er frekar
skattur en eðlilegt gjald fyrir að-
gang að auðlindinni. Þá hef ég
áhyggjur af því að lögin stuðli að
enn frekari samþjöppun í greininni
sem er þó ærin fyrir. Það er ekki til
góðs að gengið verði lengra á því
sviði. Samþjöppun var nauðsyn-
leg á upphafsárum kvótakerfisins
en nú höfum við gengið þann veg
lengra en á enda. Við höfum mörg
stór og glæsileg fyrirtæki í sjávar-
útvegi sem geta betur staðið undir
háum veiðigjöldum í skamman
tíma og þau eru mikilvæg undir-
staða fyrir greinina. Einstaklingsút-
gerð er og hefur verið mikilvægur
hluti atvinnulífsins í hinum dreifðu
byggðum og þolir síður þetta háa
gjald en það er mjög mikilvægt að
við tryggjum útgerð og vinnslu á
landsbyggðinni.
Veiðigjald á að vera hóflegt gjald sem
endurspeglar þau verðmæti og arð
sem auðlindin skapar útgerðinni.
Það gjald eiga allir að greiða óháð
skuldastöðu fyrirtækjanna að mínu
viti. Veiðigjald á að vera af lönduðum
afla ekki úthlutuðum heimildum og
mikilvægt að lögin taki þeim breyt-
ingum. Það er óréttlátt að útgerðir
greiði gjald af óveiddum tegundum.
Á síðustu loðnuvertíð náðist ekki
að veiða 163 þús. tonna kvóta sem
var þó mjög lág úthlutun. Margar
útgerðir áttu því óveiddar heimildir
sem námu hundruðum og jafnvel
þúsundum tonna sem þær greiddu
engu að síður fullt veiðigjald fyrir.
Náttúrulegar aðstæður geta valdið
því að ekki náist allur úthlutaður
kvóti og þá sérstaklega í uppsjávar-
tegundum og því mikilvægt að binda
gjaldið við landaðan afla.
Þá er það andstætt minni hugmynd
um veiðigjaldið að renta af fisk-
vinnslu hafi íþyngjandi áhrif á gjaldið
og það hefur sérstaklega slæm áhrif
á þær útgerðir sem ekki eru tengdar
vinnslu. Það er afar ósanngjarnt að
einstaklingsútgerðir ótengdar fisk-
vinnslunni greiði gjald grundvallað
á hagnaði vinnslunnar. Við erum
að tala um veiðigjald af auðlindinni
ekki vinnslunni. Þar koma til annars
konar hugmyndir t.d. markaðsgjald
til að auglýsa íslenska framleiðslu
eða það sem ég hef verið óþreyttur
á að tala um, hækkun launa til fisk-
vinnslufólks sem kæmi öllum aðilum
best. Ég er reyndar ekki sérstaklega
áhugasamur eða uppfinningasamur
um skatta á fyrirtæki eða einstakl-
inga. Samkvæmt lögunum er heildar-
fjárhæð veiðigjalda ákveðin sem
35% af grunni sem er allur hagnaður
(EBT) við veiðar og 20% af hagnaði
fiskvinnslu. Þá má deila um veiði-
gjaldið og hvað það leggst þungt á
útgerðina en það er út úr öllu korti
að útgerðir sem ekki eru tengdar
vinnslu beri gjald vegna hagnaðar
af fiskvinnslunni. Einstaklingsút-
gerðir munu ekki hafa bolmagn til
að standa undir slíku gjaldi og á end-
anum gefast þær upp og samþjöppun
í greininni verður meiri og alvarlegi
en ástæða er til. Þá kemur veiðgjaldið
misjafnlega niður á byggðum lands-
ins og landsvæðum.
Það er því margt sem þarf að skoða
við veiðigjaldið og þingið þarf að ljúka
við og samþykkja á næstu þremur
vikum. Gjaldið er bráðabirgðagjald
og sett á til eins árs. Ég hef talað fyrir
einföldu hóflegu en lifandi veiðigjaldi
sem tekur á breytingum á mörkuðum
frá degi til dags. Einföld prósenta af
verði á mörkuðum sem tekur mið
af verðmæti hvers söludags landaðs
afla er skiljanlegt og sanngjarnt kerfi.
Núverandi kerfi byggir á rauntölum
frá árinu 2012 sem var mjög gott ár
í afkomu veiða og vinnslu en á árinu
2014 eru markaðir veikir og afurða-
verð lægri og því ljóst að veiðigjaldið
er of hátt miðað við forsendur í dag.
Við höfum því verk að vinna og von-
andi náum við lendingu sem sátt
næst um.
Ásmundur Friðriksson
alþingismaður.
■■ Ásmundur Friðriksson skrifar:
Óþolandi atvinnuástand
í Reykjanesbæ
Nóg að gera í Reykjanesbæ?
Veiðigjald eða skattur
Hjálmanotkun og umferðin
AUGLÝSINGASÍMINN
ER 421 0001