Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2014, Síða 20

Víkurfréttir - 08.05.2014, Síða 20
fimmtudagurinn 8. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR20 www.lyfja.is Tilboðið gildir í Lyfju Lágmúla, Smáratorgi og Selfossi www.lyfja.is Tilboðið gildir í Lyfju Lágmúla, Smáratorgi og Selfossi Kaupaukinn inniheldur: Liquid Facial Soap, mild – hreinsisápu, 30ml DDML+ - gula kremið, 15ml Even Better Eyes – augnkrem gegn dökkum baugum Even Better Makeup SPF 15 – farða sem jafnar út húðlitinn, litur neutral High Impact Mascara – svartan maskara Fallega snyrtibuddu *Meðan birgðir endast Prófaðu Even Better hyljara frá Clinique sem felur auðveldlega allar misfellur eins og litabreytingar, dökka bauga ör og fleira. Blandast auðveldlega og er tár og svita þolinn. Glæsilegur kaupauki fylgir ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 6.900 kr. eða meira* Sérfræðingur frá Clinique verður Í Lyfju á föstudaginn. í Lyfju Reykjanesbæ dagana 7. -11. maí DAGAR 20% AFSLÁTTURaf öllum vörum frá CLINIQUE Sigríður Eygló Gísladóttir Sigmundur Garðarsson Gísli Garðarsson Kolbrún Gunnarsdóttir Sigríður Eygló Gísladóttir Kristinn Gíslason Garðar Gíslason Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Garðar Jósep Jónsson er látinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 13:00. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Hallgrímsdóttir og systkini hins látna. Elskulegur sonur minn og bróðir okkar Hallgrímur Sigurðsson, Vatnsnesvegi 22, Reykjanesbæ lést þann 30. apríl s.l. Jarðarförin auglýst síðar. -fréttir pósturu vf@vf.is Björgunarsveitin Þorbjörn: Steinar Þór nýr formaður Aðalfundur björgunarsveitar-innar Þorbjarnar fór fram þann 1. maí sl. Hefðbundin aðal- fundarstörf voru á dagskrá og eitt af þeim var að kjósa nýjan formann en Bogi Adolfsson frá- farandi formaður hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram eftir að hafa starfað sem formaður síðan árið 2005. Steinar Þór Krist- insson gaf einn kost á sér í stöðu formanns og var hann kjörinn við mikið lófaklapp. Eftirfarandi bókun var gerð á fundinum: Aðalfundur björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og Björgunarbátasjóðs Grindavíkur haldinn 1. maí 2014 vill koma á framfæri miklu þakk- læti til Boga Adolfssonar fráfar- andi formanns. Bogi hefur starfað sem formaður óslitið í 9 ár og eru honum og fjölskyldu hans færðar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf til margra ára. Steinar Þór Kristinsson núverandi formaður og Bogi Adolfsson frá- farandi formaður. Björgunarsveitin Suðurnes: Haraldur nýr formaður Haraldur Þ Haraldsson er nýr formaður Björgunarsveitar- innar Suðurnes en hann tók við formennsku af Kára Viðari Rún- arssyni sem lét af formennsku eftir níu ára stjórnarsetu. Varaformaður sveitarinnar er Bjar n i Rúnar Rafnsson, ritari Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir, gjaldkeri Brynjar Ásmundsson og meðstjórnandi Siggeir Pálsson. Varamaður í stjórn og formaður sveitarráðs er Guð- mundur Helgi Önundarson. Á fundinum voru teknir inn í sveitina nýliðar og voru tveir ný- liðar að þessu sinni sem skrifuðu undir eiðstaf sveitarinnar en þeir eru Rögnvaldur Már Guðbjörnsson og Tómas Elí Guðmundsson. Slysa- varnardeildin Dagbjörg afhenti ný- liðum gjafir í tilefni þess að þeir eru nú fullgildir félagar og einnig fengu þeir fyrstuhjálpartösku frá björg- unarsveitinni til afnota. Þóra Jónsdóttir sýnir á Tveimur vitum Myndlistarkonan Þóra Jóns-dóttir heldur sýningu á veitingastaðnum Tveimur vitum sem staðsettur er á efri hæð Byggðasafnsins í Garði. Sýningin opnar næstkomandi laugardag og verður opin út maímánuð. Þar mun Þóra sýna blönduð málverk úr vinnslu sinni, flest abstrakt, en elsta verkið er þriggja ára. Verkin eru unnin í olíu. Þóra er fædd árið 1933 og fékk áhuga á að mála fyrir 30 árum þegar hún var fimmtug. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að viðhafa íbúakönnun um hug bæjarbúa varðandi aðkomu bæjarins að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja [HSS] og heilsugæslunni. Bæjar- stjórnin vill í auknum mæli koma að stjórnun og stefnumótun HSS og heilsugæslunnar með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. „Það er orðið tímabært að sveitar- félagið komi að þessu máli í stað þess að ríkið sé eitt með það. Þetta mál brennur á flestum íbúum,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri. „Íbúar kannast við góða þjónustu heilbrigðisstarfsfólks þegar hún er veitt, en fyrirkomulag hefur ekki verið íbúum í hag. Ýmis þjónusta hefur verið aflögð eins og menn þekkja með skurðstofurnar og langur biðtími í heilsugæslunni veldur því að margir íbúar gefast upp og leggja á Reykjanesbrautina til að sækja þjónustu inn á höfuð- borgarsvæðið“. „Við teljum að nærsamfélagið eigi að hafa afgerandi áhrif á þessa þjónustu og að hún geti orðið mun betri við það,“ segir Árni. Í tillögunni kemur fram að könn- unin fari fram samhliða sveitar- stjórnarkosningunum. Árni segir að til greina komi að könnunin verði rafræn sem þýddi að allir hefðu val um að svara rafrænt þar sem þeim hentaði eða gætu nýtt sér að svara rafrænt þegar þeir kæmu á kjörstað. Sú útfærsla yrði skoðuð nánar. „Við væntum þess að niðurstaðan gefi nýrri bæjarstjórn skýr skila- boð um hvort ganga skuli til við- ræðna við heilbrigðisráðuneytið og á hvaða nótum áherslur skuli vera,“ sagði Árni að endingu. Vill kanna hug bæjar- búa um aðkomu sveit- arfélagsins að HSS

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.