Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014 9 -mannlíf pósturu vf@vf.is Náttúruleg ráð gegn frjókornaofnæmi Frjókornaofnæmi getur verið ansi hvimleitt og valdið viðkomandi miklum óþægindum. Frjókorn frá ýmsum gróðri geta valdið bólguviðbrögðum í ónæmiskerf- inu með aukinni framleiðslu á histamíni, pros- taglandínum og fleiri bólgumyndandi efnum. Áhrifin eru fyrst og fremst í slímhúð efri önd- unarfæra og helstu einkenni eru augnkláði, kláði í nefi og hálsi, nefstíflur, nefrennsli, hnerri, þreyta og þrýstingur í höfði. Hægt er að halda einkennum í lágmarki með náttúrulegum leiðum en hafa ber í huga að sumir þurfa þó á ofnæmis- lyfjum að halda ef einkenni eru mjög mikil. Vel samsett og næringarrík fæða er að sjálfsögðu undirstaðan að sterku og heilbrigðu ónæmiskerfi. Ákveðin náttúruefni hafa jákvæð áhrif á einkenni frjókornaofnæmis eins og omega 3 fitusýrur, quercetin og C vítamín. Quercetin virðist koma í veg fyrir losun histamíns og er einna helst að finna í berjum, lauk, grapeávexti og eplum. Omega 3 fitusýrur fáum við með góðu móti úr lýsi, hörfræolíu og valhnetum. C vítamín finnst víða í grænmeti og ávöxtum og þá sérstaklega í sítrusávöxtum og papriku. Acidophilus meltingagerlar stuðla að heilbrigðri þarmaflóru í meltingarvegi og hafa þannig styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Ýmsar jurtir geta dregið úr einkennum frjókornaofnæmis og ber helst að nefna brenni- nettlu, vallhumal, ylliblóm, kamilla, engifer og morgunfrú. Hægt er að drekka þessar jurtir í teformi eða taka inn í hylkjum en það þarf að taka þær inn frekar reglulega til að draga úr einkennum. Einnig er gagnlegt að setja eucalyptus ilmkjarnaolíu í pott af heitu vatni og anda að sér (gufuinnöndun) en það hefur slímlosandi áhrif. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is HEILSUHORNIÐ ÁSDÍS GRASALÆKNIR SKRIFAR Nemendur í THL 406, sem er lokaáfangi í fata- og textíl- hönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, vinna sjálfstætt að hönnunarverkefni í formi þema- vinnu. Eitt af markmiðum áfang- ans er að nemendur sýni afurðir sínar opinberlega. Í lok þessarar annar sýna nemendur í áfanganum afrakstur annarinnar í Landsbankanum í Keflavík. Hver nemandi sýnir tvö til þrjú verk í afgreiðslu bankans í einn dag og stendur sýningin yfir frá 9. til 20. maí. Nemendur sýna í Landsbankanum Kr ist inn Ha lld ór a Ha lld ór Bja rn ey Gu ðm un du r Ko lbr ún Framsókn í Reykjanesbæ framsokn.com Betri bæjarstjórn skilar meiri árangri Keflavíkurfreyjur á ferðinni Þær Halldís Jónsdóttir og Helga Auðunsdóttir, flugfreyjur hjá Icel-andair brostu breitt rétt áður en þær fóru inn í Boeing 757 flugvél félagsins, Skjaldbreið, á leið sinni til Vancouver í Kanada sl. þriðjudag. Áhöfnin stillti sér upp fyrir ljósmyndara Víkurfrétta, áður en hún hóf störf. Þetta var fyrsta ferð Icelandair til borgarinnar frá Keflavík en fyrir skömmu fór félagið í fyrsta sinn til Edmonton, annarrar borgar í Kanada. VF-mynd/pket. Hólmfríður leiðir í Sandgerði XuHólm fríður Skarp héðins dótt ir skip ar efsta sæti á fram boðslista sjálf stæðismanna og óháðra í Sand gerðisbæ fyr ir sveita stjórn ar kosn- ing arn ar í vor. List inn í heild sinni: 1. Hólm fríður Skarp héðins dótt ir 2. Tyrf ing ur Andrés son 3. Elín Björg Giss ur ar dótt ir 4. Gísli Þór Þór halls son 5. Ólaf ur Odd geir Ein ars son 6. Gyða Björg Guðjóns dótt ir 7. Mar grét Bjarna dótt ir 8. Björn Ingvar Björns son 9. Ingi björg Odd ný Karls dótt ir 10. Thelma Hlöðvers dótt ir 11. Linda Bj. Ársæls dótt ir 12. Sig urpáll Árna son 13. Svein björg Ey dís Ei ríks dótt ir 14. Þór unn Björk Tryggva dótt ir Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN og vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.