Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 15.05.2014, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 Talsvert hefur verið fjallað um ársreikn- ing Reykjanesbæjar síðustu vikurnar. Fjár- málastjóri bæjarins hefur í þeirri umræðu látið hafa eftir sér að reksturinn sé hag- kvæmur en ársreikningur sýnir samt gífurlegt tap. Hvernig getur viðvarandi taprekstur verið hagkvæmur? Ég á nokkuð erf- itt með að skilja hvað fjármálastjóri Reykjanesbæjar er að fara með yfir- lýsingu sinni. Á árinu 2013 tapaði bæjarsjóður um 540 milljónum króna. Öll vitum við að þegar við eyðum meiru en við öflum þá þurfum við að fá lán. Það hefur bæjarsjóður gert og rúm- lega það. Tekin voru ný lán upp á 1,4 milljarða til að fjármagna tap og afborganir eldri lána Reykjanesbæjar. Ársreikningur bæjarins segir þá ein- földu sögu að kostnaður er meiri en tekjur og þess vegna þurfti bærinn að fjármagna sig með nýjum lántökum. Það er ekki vegna þess að reksturinn sé hagkvæmur, heldur þvert á móti. Reksturinn er ekki sjálfbær og það veit aldrei á gott. Rekstur bæjarfélags er rétt eins og rekstur heimilis, tekjur þurfa að vera jafnar eða hærri en útgjöldin annars lendum við í vandræðum. Þá þurfum við að redda okkur t.d. með því að taka út lífeyrissparnaðinn, selja fjöl- skyldusilfrið eða ef við höfum veð- hæfar eignir með því að taka lán. Það hefur Reykjanesbær gert síðstu ár. Undanfarna mánuði hefur bær- inn vígt falleg hús og ýmsa garða og annað sem er mjög fallegt og skemmtilegt. Þetta er hins vegar dýr skemmtun og minnir á árið 2007 þegar við gátum gert allt sem okkur langaði. Er ekki kominn tími til að bæjarfélagið verði rekið miðað við forsendur ársins 2014. Ég kýs ábyrga fjármálastjórn og set mitt X við Á- listann. Guðni Þór Gunnarsson, endurskoðandi. Ein af þe im hug- myndum sem Fram- sókn í Reykjanesbæ er með á sinni stefnuskrá er Frístundakort fyrir aldraða. Frístunda- kortið væri á sama formi og sambærilegt kort fyrir börn og unglinga. Íbúar Reykjanesbæjar sem náð hafa 67 ára aldri gætu sótt um slíkt kort og notað það til niðurgreiðslu tómstundastarfs. Framsókn vill einnig að stofnað verði Öldungaráð, og form þess yrði það sama og Ungmennaráðs sem starfað hefur í 2 ár með góðum árangri. Maður er manns gaman Tómstundastarf fyrir eldri borgara er nokkuð blómlegt í Reykjanesbæ og eldri borgarar eru duglegir að nýta sér það sem í boði er. Maður er manns gaman og það eykur lífs- gæði verulega að eiga líflegt félags- líf, hvort sem maður er ungur eða gamall. Frístundakortið myndi gilda fyrir allar tómstundir, hvort sem þær væru á vegum bæjarins eða ekki. Eina skilyrðið væri að viðkomandi tómstundafélag gerði samning við Reykjanesbæ um starf sitt í þágu eldri borgara. Syngjum og syndum Kortið myndi til dæmis nýtast á þá leið að „Jóna“ setti hluta af upphæð kortsins í að kaupa árskort í sund og síðan hluta í að greiða fyrir kórinn eða þann klúbb sem hún vill starfa í. Ef Jóna stundar ekki sund gæti hún notað allt kortið eða hluta þess í annað frístundastarf. Aðalatriðið er að allir sem náð hafa ellilífeyrisaldri gætu sótt um frístundakort og nýtt til að greiða fyrir þátttöku í félagsstarfi sem gert hefur tilhlýðandi samning við Reykjanesbæ. Kostnaður bæjarsjóðs er áætlaður um 200 milljónir miðað við 1200 eldri borgara. Fjármögnun væri tryggð með því að hagræða í rekstri og forgangsraða á annan hátt en gert hefur verið sl. 12 ár. Það eru innvið- irnir sem skipta máli, ekki yfirborðið. Aldnir og vitrir Framsókn í Reykjanesbæ mun styðja stofnun Öldungaráðs sem mun hafa það hlutverk að fjalla um og koma að stefnumótun í málefnum aldraðra. Eitt af þeim málefnum sem Fram- sókn átti frumkvæði að á liðnu kjör- tímabili var stofnun Ungmennaráðs sem hefur komið með og mótað hug- myndir er varða starf og málefni ung- menna í Reykjanesbæ. Ráðið hefur starfað í um 2 ár og kom m.a. með hugmynd að stofnun ungmenna- garðs við 88 húsið sem vakið hefur mikla lukku. Öldungaráð yrði vett- vangur skoðana og stefnumótunar fyrir eldri borgara. Eldri borgara vilja nefnilega ekki bara fá þjónustu, þeir vilja líka hafa eitthvað um málin að segja og hafa áhrif í bæjarfélaginu. Framsókn ætlar að beita sér fyrir að svo verði. Kristinn Þór Jakobsson, oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ B ör num og ung l - ingum er tamt að nýta tölvutækni í leik og starfi. Með spjald- tölvuvæðingu í grunn- s k ó l u nu m au k u m við möguleika á að nýta tölvutæknina á margan hátt. Eitt af því sem við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ viljum gera er að bjóða nemendum grunnskólanna að kjósa rafrænt um holla matseðla og hafa þannig áhrif á val hádegismál- tíðar sem er í skólunum. Slíkt eflir lýðræðisvitund meðal grunnskóla- barna í bænum, undirbýr þau við að taka eigin ákvarðanir, kennir þeim hvernig ná megi samstöðu og mála- miðlunum og vekur upp ábyrgðar- tilfinningu meðal þeirra. Tæknin er til staðar, hvort sem unnið verður í gegnum íbúavefinn eða með sér- stökum kosningum í skólunum. Myndræn framsetning gefur jafn- framt yngri börnum skólanna tæki- færi á að taka þátt í slíkri kosningu. Börnin fá hafragraut á morgn- ana og hollt í hádeginu Við sjálfstæðismenn erum stolt af því að hafa verið í forystu fyrir meira en 10 árum síðan við að bjóða heitan mat í hádeginu í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Skólamáltíðin er ódýrust í Reykjanesbæ þegar borin eru saman stærstu sveitarfélög lands- ins og munum við tryggja áfram ódýrar og góðar hádegismáltíðir í grunnskólunum og tryggja gæði og heilbrigði þeirra. En við viljum stíga skrefinu lengra. Mörg börn í Reykjanesbæ hefja daginn snemma t.d. með íþróttaæfingum fyrir skóla- tíma á morgnana og fara jafnvel á aðrar æfingar seinna um daginn eða í leikfimi og sund í skólanum. Mikil- vægt er að huga að næringu og svefni allra barna, þetta eru lykilþættir sem skipta miklu máli í lífi barnsins. Því er brýnt að orkuþörf þeirra sé svarað þegar þau koma í skóla að morgni. Við viljum bjóða upp á hafragraut í morgunmat fyrir þau börn sem þess óska sér að kostnaðarlausu. Í þessari viku munu öll börn í grunnskólum Reykjanesbæjar geta fengið sér hafra- graut í löngu frímínútunum. Fái Sjálf- stæðisflokkurinn til þess stuðning í kosningunum 31.maí munu íbúar sjá þessar hugmyndir verða að veruleika strax á næsta skólaári. Anna Sigríður Jóhannesdóttir frambjóðandi D-lista sjálf- stæðismanna VERÐUR HALDINN FIMMTUDAGINN 22. MAÍ GRÆNÁSBRAUT 506, ÁSBRÚ KLUKKAN 17:00 AÐALFUNDUR SAMTAKA ATVINNUREKENDA Á REYKJANESI -aðsent pósturu vf@vf.is Þrjú framboð verða í Garði fyrir komandi sveitarstjórnarkosn- inar. Þau eru D-listi Sjálfstæðis- flokks og óháðra, N-listinn, listi nýrra tíma og svo nýtt framboð sem heitir Samstaða - samstarf, sam- félagsleg ábyrgð, samvinna og býður fram undir listabókstafnum Z. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka eru einnig þrjú framboð með bæjar- fulltrúa. L-listinn er eitt þeirra og skipar hann meirihluta í Garði ásamt Sjálfstæðisflokknum. L-listinn býður ekki fram í komandi kosningum en bæjarfulltrúi L-listans segist vera hlað- inn verkefnum í námi og því ekki tími til að stunda bæjarmál af sama kappi. Því hafi verið ákveðið að bjóða ekki fram að þessu sinni. ÞRJÚ FRAM- BOÐ Í GARÐI Svava Hallgrímsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Sigurðardóttir, Svava Sigurðardóttir, Ásdís Sigurðardóttir. Elskulegur sonur minn og bróðir okkar Hallgrímur Sigurðsson, Vatnsnesvegi 22, Reykjanesbæ verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 16. maí 2014 kl.13:00. Fanney Elísdóttir Jónas Dagur Jónasson Katrín Guðmundsdóttir Bryndís B. Jónasdóttir Bjarni Sigurðsson Önundur Jónasson Díana Hilmarsdóttir Og barnabörn Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi Jónas G. Ingimundarson andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 11. maí. Velkomin á opnun kosningamiðstöðvar okkar Af því tilefni bjóðum við þér að koma til okkar milli kl. 16.00 og 18.00. Boðið verður upp á skemmtiatriði og léttar veitingar og að sjálfsögðu verða frambjóðendur á staðnum til að ræða málefnin og áherslur okkar. Kosningamiðstöðin verður opin alla virka daga kl. 10–18 og 11–16 um helgar. Boðið verður upp á súpu í hádeginu alla virka daga frá og með mánudeginum 5. maí. Sjáumst á fimmtudaginn! Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ opnar kosningamiðstöð sína að Hafnargötu 90, fimmtudaginn 1. maí. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanes æ ■■ Anna Sigríður Jóhannesdóttir skrifar: Rafrænar kosningar um skólamat ■■ Einar Bragi Einarsson skrifar: Gerum betur ■■ Guðni Þór Gunnarsson skrifar: Getur tap verið hagstætt? ■■ Kristinn Þór Jakobsson skrifar: Öldungar til áhrifa Undanfarna daga hef ég verið að keyra um bæinn líkt og margir aðr- ir. Á þessum ferðum mínum hef ég rekið augun á svo margt sem betur mætti fara. Það er einn hlutur sem ég verð frekar mikið var við og langar mig að nota tækifærið til að vekja athygli á þeim ákveðna hlut eða ætti ég að segja vandamáli. Á nokkrum stöðum hér í Reykjanesbæ er erfitt fyrir suma einstaklinga sem glíma við fötlun að komast leiðar sinnar hindr- unarlaust. Hvort sem um ræðir ein- staklinga sem notast við hjólastóla, göngugrindur eða glíma við fötlun af einhverju öðru tagi. Það sýnir sig að enn í dag, í okkar nútímasamfélagi sem við erum svo stolt af, gleymist alltaf einhver og því miður er það oftast sami hópurinn sem verður útundan. Það eru til dæmi um stórfyrirtæki sem eru með útibú hér, en svo virðist sem að þau hafi ekki gert ráð fyrir að- gengi fatlaðra. Sem dæmi má nefna var ég að versla hjá ónefndu fyrirtæki hér í Reykjanesbæ. Þennan dag var ágætis veður úti, ég sá tvo einstakl- inga koma inn planið. Annar þeirra var í hjólastól og hinn var gangandi, þegar þeir voru komnir upp að þeirri verslun sem þeir ætluðu að fara í fór sá aðili sem gat gengið, inn og átti ekki í neinum vandræðum með að versla og sinna sínum erindum, en sá sem sat í hjólastólnum þurfti að dúsa fyrir utan á meðan bara vegna þess að hann komst hvergi inn á stólnum, þetta var sárt að horfa upp á og situr fast í minningunni. Endilega segið mér hvað er rétt við þetta? Erum við ekki öll jöfn og ættum við ekki að sitja við sama borð? Hvað á að gera fyrir þessa einstaklinga sem komast ekki allt vegna fötlunar sinnar? Ég spyr þig kæri kjósandi er ekki kominn tími á að við tryggjum öllum jafnt aðgengi og að við getum verið stolt af því að vera bæjarfélag fyrir alla, er ekki tími breytinga og lagfæringa? Píratar í Reykjanesbæ vilja að allir njóti sömu forréttinda og berjast fyrir hagsmunum allra. Einar Bragi Einarsson, skipar 3. sæti á lista Pí- rata í Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.